Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 31
Veiðileyfi 201925. janúar 2019 KYNNINGARBLAÐ Landssamband veiðifélaga eru hagsmunasamtök allra veiði-félaga landsins og er félaga- tala um 170 veiðifélög víða um land. „Það er skylda á Íslandi að vera með veiðifélag við öll vötn og ár og eru um 3.400 lögbýli um land allt sem eiga veiðirétt í veiðifélögum. Hlut- verk samtakanna er að verja hags- muni þessara veiðifélaga og höfum við meðal annars staðið í strangri varnarbaráttu síðastliðin ár út af fisk- eldisáformum á Íslandi, sérstaklega hvað varðar laxeldi í sjó,“ segir Jón Helgi Björnsson hjá Landssambandi veiðifélaga. Gríðarleg áhrif á efnahagslífið Það gleymist oft að taka inn í reikn- inginn þau gríðarlegu tekjuáhrif sem stangveiðiiðnaðurinn hefur á íslenskt efnahagslíf. „Í skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskólans kemur fram að tekjur af stangveiði nema um heilum 27% af arði og launatekjum í landbúnaði og hátt í 70% á Vest- urlandi. Á þessu sést að stangveiði- iðnaðurinn er gríðarstór þáttur í tekjum í dreifbýli,“ segir Jón. Síðustu ár hefur mikið borið á því að erlendir ferðamenn og jafnvel stórstjörnur séu að koma til Íslands að veiða. „Það má þó ekki gleyma því að um 50.000–60.000 Íslendingar stunda veiðar á hverju ári. Það er auðvelt að komast í ódýrari veiði í vötnum en svo er líka hægt að verja stórfé í laxveiði í bestu laxveiðiám landsins. Það má jafnvel segja að það sé rótgróið í menningu okkar að veiða,“ segir Jón. Veiðar eru allra meina bót Ástandið á villtum laxastofnum í íslenskum ám er með ágætum í dag. „Stangveiðimenn og veiðifélög eru farin að gæta meiri hófsemi í veiðunum heldur en tíðkaðist hér áður fyrr. Og menn eru farnir að stunda fluguveiði og sleppiveiðar í auknum mæli. Það sem er orðið mikilvægara í huga fólks er veran úti í náttúrunni. Fólk sækist frekar eftir upplifuninni og því að koma sér frá stressinu heima fyrir heldur en að veiða sem flesta og stærsta fiska,“ segir Jón. Nánari upplýsingar má nálgast á angling.is Opnun Laxár í Aðaldal n LANDSSAMBAND VEIÐIFÉLAGA: Veiðin er rótgróin í menninguna Æðarfossar í Laxá í Aðaldal í Suður- -Þingeyjasýslu. Jón Helgi Björnsson hjá Landssambandi veiðifélaga við opn- un Laxár í Aðaldal. Veiðiþjónustan Strengir: Það er til ódýr laxveiði Veiðiþjónustan Strengir býður veiðimönnum upp á fyrir-taks laxveiði á gullfallegum ársvæðum, sem og silungsveiði. Nýleg fyrsta flokks veiðihús hafa verið byggð á flestum veiðisvæðum Strengja. Veiðiþjónustan Strengir var stofn- uð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn, jafnt innlenda sem erlenda. Strengir hafa nú á sínum snærum Breiðdalsá, Jöklu og hliðarár, Fögruhlíðará, Hrútafjarðará og Minnivallalæk. Forstjóri Strengja er Þröstur Elliða- son en hann er jafnframt stofnandi fyrirtækisins. Nánari upplýsingar á strengir.is Veiðileyfi má ýmist panta í gegnum vefsíðuna eða með því að hafa sam- band við Þröst Elliðason í síma/fax: 567 5204, heimasíma: 567-5211 eða 660-6890 eða með því að senda póst á netfangið: ellidason@strengir. is. n Hér pantar þú veiðileyfi: Breiðdalsá Breiðdalsá silungasvæði Hrútafjarðará Minnivallalækur Jökla I og Fögruhlíðará Jökla II Jökla III Fögruhlíðarós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.