Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 57
SAKAMÁL 5725. jan 2019
fórnarlamba sinna, eða undir
neglurnar. Hún brenndi kynfæri
þeirra með kertaloga og skar í
brjóst þeirra. Stundum var ungu
konunum hent nöktum út í snjó
inn og síðan var helt yfir þær köldu
vatni þar til þær frusu í hel.
Pyntingarnar stóðu stund
um yfir svo klukkustundum skipti
og Elísabet stikaði um herbergið
og öskraði: „Meira, meira. Miklu
meira.“
Sérsmíðað búr
Greifynjan lét útbúa sívalt búr
með löngum, hvössum göddum
sem sneru inn á við. Stúlka var síð
an sett í búrið sem var híft upp frá
gólfinu. Einn þjóna Elísabetar var
látinn pota í stúlkuna með rauð
glóandi skörungi og þurfti hún þá
að velja á milli þess að láta brenna
sig eða þrýsta sér að göddunum.
Meðan á þessu gekk stóð Elísabet
á stól og jós fórnarlambið klám
fengnum svívirðingum.
Gekk of langt
Enn jókst ofsi greifynjunnar blóð
þyrstu. Lík fórnarlambanna voru
ýmist brennd, hent út fyrir kastala
veggina í skjóli nætur, þar sem þau
urðu fæða fyrir hungraða úlfa, eða
hreinlega látin rotna þar sem þau
lágu.
Óstjórnlegur kvalalosti og blóð
þorsti kom Elísabetu í koll að lok
um, því hún fór yfir strikið. Hún
tók upp á því að láta ræna stúlkum
sem ekki komu úr röðum bænda
og leiguliða. Fjölskyldur þeirra
stúlkna tóku því ekki þegjandi og
leituðu til konungs Ungverjalands,
Matthíasar II.
Næturárás
Konungurinn gat ekki annað en
látið undan sívaxandi þrýstingi
um að láta málið til sín taka
og fyrirskipaði hann rannsókn
undir stjórn nágranna Elísabetar
Bathory, Thurzo greifa.
Thurzo lét til skarar í Cachtice
kastala um miðja nótt, þann 29.
desember 1610.
Liðsmenn greifans gripu
Elísabetu og hjálparkokka hennar
glóðvolg í miðri pyntinga og
morðlotu og blóðug ógnarstjórn
greifynjunnar rann sitt skeið.
Múruð inni
Réttað var yfir Elísabetu og vit
orðsmönnum hennar vegna
dauða 80 kvenna, árið 1611, þótt
talið sé víst að fjöldi fórnarlamba
hennar hafi sennilega verið nær
300.
Sex þjóna Elísabetar voru
fundnir sekir og teknir af lífi og
voru sumir þeirra pyntaðir áður,
og fengu þá að kynnast eigin með
ulum.
Greifynjan naut þeirra for
réttinda að þurfa ekki að vera við
stödd réttarhöldin, en var eigi að
síður sakfelld og dæmd til múr
ast inni í eigin svefnherbergi.
Einungis var rifa á einum vegg þar
sem unnt var að smeygja inn mat
og drykk. Elísabet dó í því herbergi
þremur árum síðar, 21. ágúst 1614,
að því sem talið er. n
Frost í kortunum?
Ekki láta kuldann koma þér í vandræði
Komdu við og láttu mæla rafgeyminn þinn!
TUDOR
Alltaf öruggt start
eftir kaldar nætur
MIKIÐ ÚRVAL, TRAUST
OG FAGLEG ÞJÓNUSTA
Bíldshöfða 12 / S. 577 1515 / skorri.is
Við mælum
rafgeyma og
skiptum um
Hr
að
þjónusta
5 börn ól bandaríska konan Michele Kalina á laun. Hún ól þau öll í baðkarinu á heimili sínu, það fyrsta 1996 og það síðasta árið 2010. Að sögn voru
fjögur barnanna andvana fædd, en það þriðja, drengur,
var með lífsmarki. Michele sá þó til þess að svo var ekki
lengi. Öll þessi ár hafði hún komist upp með að fela lík
barnanna inni í skáp og það var ekki fyrr en dóttir hennar,
á unglingsaldri, fann fyrir tilviljun litlu beinagrindurnar
inni í skápnum að sannleikurinn kom í ljós.
Michele Kalina var ákærð fyrir morð á fyrrnefndum dreng
og játaði sig seka. Hún fékk 20 til 40 ára dóm árið 2011.
KVALALOSTI OG BLÓÐÞORSTI
n Elísabet Bathory var alræmd n Grimmd greifynjunnar þekkti engin takmörk n Pyntingaloturnar stóðu klukkustundum saman
Grænn dreki Skjaldarmerki greifynjunnar.
Ferenz Nad
asdy Greifinn
var fjarverandi
svo mánuðum
skipti.
Greifynjan blóðþyrsta
Elísabet Bathory komst lengi
vel upp með ódæði sín.