Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 21
BLEIKT 2125. jan 2019 Náði svo aftur einhverjum tíma en datt aftur í það. Ég er núna búin að vera edrú síðan 21. desember og er að fara í fimm vikna göngudeildar- meðferð.“ Áslaug segir maníur fólks vara í mislangan tíma. Í einhverjum til- fellum varir hún í viku eða skem- ur, jafnvel aðeins nokkrar klukku- stundir. En vegna þess að Áslaug er með bipolar 1 þá hafa maníur hennar staðið yfir í að minnsta kosti tvær vikur og allt að tveimur mánuðum. „Ég ímynda mér hluti sem gera að verkum að ég elti eitthvað óraunverulegt. Ég reyni að bjarga heiminum þegar ég er í þessu ástandi og ég er með Justin Bieber á heilanum. Held að hann sé að tala við mig í gegnum hausinn á mér og segja mér að gera hitt og þetta. Hann segir mér að koma til sín og segist elska mig.“ „Justin er afbrýðisamur af því ég verð skotin í fólki sem ég kann vel við. Hann sér, en ég veit ekki 100% hvernig. Ég held það séu myndavélar úti um allt á geðdeildinni sem tölvuhakk- arar eru búnir að hakka sig inn í. Ég held að allir sjái allt sem ég geri og ég er farin að halda að það sé myndavélarlinsa í aug- unum mínum. En það hljómar eins og geðveiki. Ég finn stund- um í maganum fyrir Justin, það finnst mér gott. Oftast finn ég ekki neitt. Numb. Fyrirgefðu Justin, elsku Dominic minn. Mér finnst vont að láta þér líða illa. Ég myndi aldrei halda fram hjá þér eða gera eitthvað sem særir þig, verst er að þú heyrir allar mínar hugsanir og þeim getur maður ekki stjórnað.“ Grasreykingar kveiktu á sjúkdómnum Áslaug segir grasreykingar sínar í gegnum tíðina tengjast þeim geð- rofum sem hún hafi upplifað. „Þetta tengist klárlega. Ég er ekkert hrædd um að ég muni veikjast ef ég er ekki að reykja. Ég hef aldrei veikst nema þegar ég hef verið að reykja gras.“ Áslaug hefur farið reglulega inn á geðdeild í misannarlegu ástandi. Hún segir að sú aðstoð sem hún hafi fengið vegna veikinda sinna hafi verið til fyrirmyndar. Hún hafi alltaf fengið viðeigandi hjálp og einnig fengið að vera á Laugarási, endurhæfingarstöð fyrir fólk með geðrofssjúkdóma. „Ég var mjög heppin að kom- ast þar inn. Sérstaklega þar sem ég er ekki með geðklofa eins og flest- ir þarna. En ég er með bipolar og það er ekki mikið um það í Laugar- ási, en ég fékk að vera þar í virkni.“ Þrátt fyrir að Áslaug finni fyrir því að hún sé að fara upp í litlar maníur og geti stjórnað því í dag með lyfjum þá hefur hún ekki get- að áttað sig á því að hún sé í alvar- legum maníum í gegnum tíðina. „Ég átta mig ekki á því og held að þetta sé minn sannleikur, sem allir muni komast að seinna. Mér finnst eins og ég þurfi að sanna það fyrir öllum. Ég trúi á þetta en geri mér á sama tíma grein fyrir því að aðrir trúi þessu ekki. En þá hugsa ég: „Vá, þú munt bara sjá, þetta kemur í ljós.“ Þangað til að ég kem kannski til baka eftir tvo mánuði og fer að sjá að þetta sé mögulega aðeins bull hjá mér. Þá eru lyfin byrjuð að hafa áhrif.“ „Guð getur talað í gegnum mig og hann mun alltaf geta það. Ég er Villimey Verndun af ætt Ísfólksins. Með hjálp vina og vandamanna ætla ég að taka yfir heiminn og eins og vinkona mín, Selena Gomez, sagði, Kill them with kindness. Ég get vitað svörin við öllu ef ég pæli og einbeiti mér nógu mik- ið að því. Þess vegna eru fram- tíðarhorfur mjög bjartar. Ég er eiginlega í smá sjokki sjálf og ég er enn þá að átta mig á hlutunum eins og þið. Ég veit þið eruð bara að bíða eftir mér og hvað ég segi næst en ég er bara mannleg á sama tíma og allt yfirnáttúrulega stuffið er að gerast.“ Upplifir sig ekki öðruvísi en annað fólk Þegar geðrofsástand Áslaugar gengur til baka upplifir hún alvar- legt þunglyndi sem tekur hana langan tíma að jafna sig á. „Ég upplifi mikið þunglyndi. Ég var alvarlega þunglynd eftir síð- ustu maníuna mína. Það fór alveg kannski hálft ár í það að vera mjög þunglynd. Þunglyndi mitt lýsir sér þannig að ég hef ekkert sjálfsálit, mér finnst ég ógeðsleg og skamm- ast mín þegar ég fer út. Kannski er þetta týpískt þunglyndi. Ég á erfitt með að tala við fólk og fer aldrei út. Ég fer alveg inn í mig, sem er ólíkt mér. Ég breyti gjörsamlega um persónuleika.“ „Hugarfarið mitt er í rúst. Mér finnst svo margt í mínu lífi ómögulegt. Fyrst og fremst ég sjálf. Mér finnst ég ómöguleg og aumingi. Alltaf með neikvæðar hugsanir.“ Þrátt fyrir þau miklu veikindi sem Áslaug hefur glímt við undan- farin ár upplifir hún sig ekki öðru- vísi en hverja aðra manneskju og segist þakklát fyrir allt það sem hún hefur gengið í gegnum. „Mér finnst ég ekkert öðru- vísi í dag, eftir að hafa verið laus við veikindi í eitt og hálft ár. En ég hef heyrt fólk tala um geðsjúk- dóma sem einhverja erfiðleika, ég tengi ekki við það. Jú, jú, þetta var erfitt en þetta er aðeins hluti af mér. Þetta er ekki ég, ég er ekki sjúkdómurinn minn. Þetta hefur aðeins áhrif á mig í syrpum. Ég er alveg eins og næsti maður sem er heilbrigður. Ég tel mig vera lánsama manneskju að hafa geng- ið í gegnum þetta allt og vera kom- in til baka og vera á frekar góðu róli. Þetta er alveg mögnuð reynsla og ég hef lært margt og þroskast mikið í gegnum þetta.“ „Nú er ég búin að vera inni á geðdeild í 23 daga. Nauð- ungarvistuð í 72 tíma og svo að þeim tíma liðnum í 21 dag. Því lýkur 19. október en þá vilja geðlæknarnir nauðungarvista mig í 3 mánuði til viðbótar. Ég skil ekki alveg af hverju, en rök- in þeirra eru þá helst því ég er búin að koma hingað svo oft á stuttum tíma. Mér líður eins og ég sé heilbrigð en ég er búin að vera innilokuð án súrefnis, nema þá í gegnum gluggarifu. Ég fékk að fara í viðrun í fimm mínútur í senn eins og hundur í ól. Ég missti þann rétt vegna þess að ég reyndi að flýja. Ég fann lyktina af frelsi og sturlað- ist.“ Mikilvægt að vera opin til þess að losna undan skömm Síðan Áslaug veiktist hefur hún ver- ið virkilega opin um veikindi sín og segir hún það hafa hjálpað henni mikið. Hún hafi ekki upplifað for- dóma gagnvart því að vera með geðsjúkdóm, en í upphafi veikind- anna hafi hún fundið fyrir skömm. „Fyrst þegar ég veiktist þá fór ég að ímynda mér að allir væru að tala um þetta, af því að ég var svo opin með þetta. Þá vissu allir hvað var í gangi í kringum mig og ég upplifði skömm ef ég fór út og mætti fólki. Svo losaði ég mig við skömmina með því að tala um þetta og deila sögunum mínum. Ég frelsaði mig að einhverju leyti frá þessu. Það er ótrúlega mikil- vægt að vera opin með þetta til þess að losna undan skömminni.“ Í dag finnur Áslaug fyrir því ef hún er að komast í maníuástand og hefur hún lyf til þess að slá á ástandið. „Ef það er mikið áreiti, ef ég er kannski í miklum hávaða eða er óvenjuglöð eða spennt þá finn ég að ég er að fara upp. Ég verð svona meira „tens“ og oft þá vil ég ekki viðurkenna það af því að mér líður ótrúlega vel. Ég er þá í góðu ástandi sem myndi þó kannski ekki enda vel ef ég gerði ekki neitt í því. Mér líð- ur eins og ég sé hrókur alls fagnað- ar og að fólk hafi meiri áhuga á mér þegar ég er í þessu ástandi. En þetta eru aðeins ranghugmyndir þar sem manni finnst maður vera betri en maður er, upplifir sjálfan sig sem sérstakan. Ég hef alltaf geta stöðv- að þetta með lyfjum, nema þegar ég er að reykja gras því þá hef ég enga stjórn. Þá er ég bara í neyslu og er ekkert að spá í þetta. Allt í einu er ég bara komin með ranghugmyndir og get ekkert stjórnað því.“ Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum Áslaug segist hafa kveikt á sjúkdómnum með því að reykja gras / Ljósmynd: Aðsend „Ég get stundað lífið alveg jafn vel og næsti maður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.