Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 58
58 FÓKUS 25. jan 2019 Eitt sinn var sagt „dúx í skóla, fúx í lífinu“ en það hefur fyrir margt löngu verið afsannað. Dúxar eru ekki aðeins nördar, svo helteknir af náminu að þeir geta ekki fótað sig úti í veröldinni. Sumir eiga reyndar erfitt með að fóta sig í leikfimisaln- um og er það þeirra eini ljóður á skólagöngunni, og aðaleinkunninni. DV skoðaði nokkra dúxa sem hafa gert það gott og haft áhrif á íslenskt samfélag eftir menntó. „Ég hef svo sem enga töfraformúlu fyrir dúxa, en ég lærði vel fyrir prófin. Ég tek tarnir fyrir próf, fremur en að liggja alltaf yfir bókunum og hef alltaf verið með góðar einkunnir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í maí árið 1996. Katrín dúxaði í Menntaskólanum við Sund, með 9,70 í aðaleinkunn sem var met hjá skólanum. Sagði Katrín að franska væri eitt af uppáhaldsfögunum og hún stefndi á að læra hana og rússnesku. Lélegasta einkunn- in var í leikfimi, slétt 8. „Ég hef nú ekki alveg ákveðið hvað ég ætla að fást við í framtíðinni,“ sagði Katrín sem átti eftir að verða formaður Vinstri grænna, þingmaður og forsætisráð- herra Íslands. „Annars dúxaði ég eiginlega óvart! Ég er nefnilega þeirr- ar náttúru að vera aðeins of skipulögð, svo jaðrar við maníu! Að auki er ég líka eðalnörd og hafa vinir mínir strítt mér svo- lítið á þessu,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir í samtali við Blað- ið vorið 2007. Edda sló öll met Fjölbrautaskóla Garðabæjar og dúxaði með einkunn- ina 9,63. Edda sagðist hafa sérstaklega gaman af fjölmiðlafræði og íslensku. Eins og flestir vita þá sigldi hún á þau mið og varð vinsæl íþróttafréttakona. Edda er dóttir Páls Magn- ússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í viðtalinu við Blaðið sagðist hún einmitt hafa kosið þann flokk í fyrsta skiptið sem hún fékk að kjósa. „Enginn nær góðum árangri nema að hafa mjög góða kennara og vil ég ekki síst þakka þeim þennan ár- angur,“ sagði Ólafur Jóhann Ólafs- son, dúx Menntaskólans í Reykja- vík vorið 1982. „Ég stefndi ekki sérstaklega að því að slá neitt met enda varð mér ekki ljóst fyrr en allra síðustu daga hvert stefndi.“ Ólafur náði hæstu einkunn síðan tugakerfið var tekið upp, samanlagt 9,67, og sló 25 ára met Jónatans Þórmundssonar lagaprófessors. Eftir MR lá leiðin til Boston í eðlisfræði- og stærðfræðinám. Síðan hóf hann störf fyrir risa- fyrirtækin Sony og Time Warn- er. Leiddi hann Sony á þeim tíma þegar PlayStation-leikjatölvan vin- sæla var tekin í notkun. Í hjáverk- um hefur Ólafur reglulega gefið út skáldsögur og leikrit. „Ég las sæmilega fyrir próf,“ sagði Gylfi Zoega, dúx Menntaskólans í Reykjavík vorið 1983. Hann hafði þá náð einkunninni 9,68 og þar með slegið met Ólafs Jóhanns Ólafssonar frá vorinu áður. Gylfi sagðist ekki hafa stefnt sér- staklega að þessu en lagði á sig til þess að sleppa við eftirsjá eftir prófin. Gylfi sagðist stefna á að læra þýsku eftir menntaskól- ann. Hann hefur síðan gert garðinn frægan sem einn af helstu hagfræðingum lands- ins og starfar sem prófessor við Háskóla Íslands. Var hann sérstaklega áberandi í þjóðfé- lagsumræðunni á árunum eftir bankahrunið. Gylfi er ekki eini dúxinn í fjölskyldunni. Bróðir hans, Gunnar Már, dúxaði tíu árum á eftir Gylfa og afi þeirra, Geir G. Zoega, dúxaði árið 1903. „Ég hef reynt að hafa sem víðastan sjóndeildarhring og takmarka mig ekki við eitt áhugamál. Ég kem því aldrei til með að eignast neitt verð- mætt frímerkjasafn eða ann- að þess háttar, sem tekur hug manns allan,“ sagði Eiríkur Tómasson, dúx Mennta- skólans við Hamrahlíð vor- ið 1970. Þá útskrifaðist hann með 8,85 í aðal- einkunn. Almennt séð sagðist hann vera ánægður með kennsluna en kvartaði þó undan minni sveigjanleika námsins í MH miðað við aðra skóla. Uppá- haldsfögin og þau sem hann náði bestum árangri í voru félagsfræði, saga og íslenska. Eftir skólann hélt hann út til Svíþjóðar til starfa í verk- smiðjum Volvo. Eftir það varð hann lögfræðingur og hæsta- réttardómari. Eiríkur var sá sem kom Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni saman árið 1995 til að mynda ríkisstjórn sem sat að lokum í tólf ár. Við erum í þínu hverf i Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 Helluhraun 16-18 Fiskislóð 1 Lélegust í leikfimi Kaus Sjálfstæðisflokkinn Stefndi ekki að meti Las sæmilega Ekkert frímerkjasafn D ðu í skóla og í lífinu Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.