Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2019, Blaðsíða 46
Góður biti 25. janúar 2019KYNNINGARBLAÐ Þegar sest er niður á veitinga-staðnum O’Learys í Smáralind þá líður manni ekki eins og maður sé staddur í verslunarmiðstöð heldur notalegri stofu. Innréttingar eru afar smekklegar og hlýlegar. Fyr- irmyndin er veitingastaðir í Boston en þaðan er O’Learys-keðjan upprunnin. „Boston er mikil íþróttaborg sem státar af afrekum í til dæmis körfu- bolta og hafnarbolta og veitinga- staðirnir bera þess merki. Auk þess er mikil áhersla lögð á að taka vel á móti fjölskyldum. Áherslan í matargerðinni er síðan á hefðbundinn amerískan mat, hamborgara, svínarif, kjúklinga- vængi og steikur,“ segir Laurence Kellermann, svæðisstjóri fyrir O’Le- arys í Evrópu. Við hittum Laurence og Elís Árnason, eiganda staðarins á Íslandi. Andrúmsloftið í rúmgóðum veitingasalnum er afskaplega þægi- legt og það er gott að eiga hér gæðastund. Alls eru 32 flatskjáir á veggjunum með alls konar efni, bæði íþróttum og öðru sjónvarpsefni, en hljóðstýring er svæðisbundin og hljóð berst ekki á milli svæða eða ónáðar þá sem hafa ekki áhuga á sjónvarps- dagskránni. Veggina prýða einnig fjölmargar myndir sem ýmist tengjast íþróttum eða sögu Boston-borgar. Á staðnum eru einnig stórskemmti- leg leiktæki sem höfða til bæði barna og fullorðinna og henta því fjölskyldu- fólki vel. Raunar höfðar O’Learys til margs konar hópa því þarna er gott að tylla sér niður með fartölvu og vinna enda gott þráðlaust net og innstungur úti um allt. Einnig er gott fundarborð sem hentar vel fyrir smærri vinnufundi. Ferskir hamborgarar Hamborgararnir hjá O’Learys eru ferskir 170 gramma borgarar sem koma frá Norðlenska. Góð blanda kjöts og fitu gerir þá einstaklega safaríka. Við prófuðum hamborgara sem var afskaplega ljúffengur, ferskur og safaríkur. Kjúklingavængir O’Learys, sem eru sérframleiddir fyrir keðjuna og að Boston-sið, eru hreint lostæti og ekki spillti fyrir gráðaostasósa sem gott er að dýfa þeim í. Við fengum okkur líka djúpsteiktan, íslenskan þorsk í orly með kaldri tartar-sósu. Afbragðsgóð- ur matur. Á mánudagskvöldi var staðurinn heimsóttur aftur og pantaður ham- borgari, svínarif og kjúklingavængir. Síðan var pekan-pie í eftirrétt. Allt var þetta einstaklega ljúffengt og þjón- usta var til fyrirmyndar. Gestirnir voru að verða saddir en það var ekki hægt að standa upp frá veisluborðinu án þess að bragða á svínarifjunum sem voru nákvæm- lega eins og maður vill hafa slíkan mat. Afar bitastæður og bragðgóður matur. Hlaðborð og kótelettur Hlaðborð er í hádeginu alla miðviku- daga, fimmtudaga og föstudaga. Á miðvikudögum eru lambakótelettur sem eru vægast sagt vinsælar og til að toppa vinnuvikuna þá er tilvalið að skella sér á naut og bearnaise hlað- borðið sem er alla föstudaga. Eins og áður segir er vel gert við fjölskyldur og á sunnudögum kemur blöðru- listamaður og þá fá allir krakkar fría blöðru milli kl. 17 og 20. Bíótilboðin eru síðan alveg einstök, sunnudaga til fimmtudaga er hægt að fá máltíð og bíómiða í Smárabíó á flottu verði. Alveg kjörið að tvinna saman bíóferð og málsverð á O’Le- arys. n O’LEARYS Í SMÁRALIND: Huggulegt eins og í stofunni heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.