Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 8
Brunarústir Niðurrif hússins á Kirkjuvegi 18 á Selfossi hófst í gær. Ljósmynd/Guðmundur Karl Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkju- vegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu úðuðu vatni á húsið í gær til að koma í veg fyrir að asbestmeng- un bærist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði við niðurrifið. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, hópstjóra eignatjóna hjá VÍS, eru verktakar búnir að rífa húsið niður og verður öllu pakkað saman, það sett í gám og keyrt í Álfsnes til urðunar. Hann reiknar með því að aðgerðum á staðnum ljúki að fullu í dag þegar bú- ið verður að skafa mengaðan jarðveg með asbesti ofan af lóðinni, eða um tíu sentimetra lagi í kringum húsið. Húsið á Kirkjuvegi jafnað við jörðu  Slökkviliðið úðaði vatni á rústirnar til að koma í veg fyrir asbestmengun 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Fjórir af hverjum fimm lands-mönnum eru á móti því að frekara vald yfir orkumálum hér á landi verði fært til stofnana Evr- ópusambandsins. Þess vegna þarf ekki að koma á óvart að mikil og yf- irleitt neikvæð um- ræða hefur farið fram um þriðja orkupakka ESB. Efasemdir Íslend- inga til aukinnar ásælni ESB hér á landi, ekki síst þegar kemur að náttúruauðlindum eins og orku og sjávarfangi, eru einfaldlega mikl- ar.    Í þessu sambandi varumhugsunarvert að lesa grein Michaels Manns, sendiherra ESB hér á landi, um þriðja orkupakk- ann. Sú grein sýnir vel yfirlætið og hrokann sem yfirþjóðlegar stofn- anir með ósnertanlega embættis- menn geta sýnt almenningi og heil- um ríkjum.    Sendiherrann skrifaði til að„leiðrétta ýkjurnar og slá á múgæsinginn“. Hann talar um „hræðsluáróður“ garðyrkjubænda, sem óttast sinn hag undir hæl ESB.    Sendiherrann segir að í Brusselsé enginn að velta fyrir sér sæ- streng til Íslands og þar séu menn ekki meðvitaðir um umræður um hann. Honum finnst bersýnilega hlægilegt að svo léttvægt mál smá- ríkisins trufli stórmennin í Brussel.    Sendiherrann talar líka um„hræðsluáróðursmeistara“ og „skáldskap samsæriskenning- armanna“.    Er nokkur furða að Íslendingarvilji halda sig fjarri sambandi hinna hrokafullu embættismanna? Michael Mann Hroki sendiherra ESB á Íslandi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Landað var úr Vilhelm Þorsteins- syni EA 570 í Neskaupstað í fyrra- dag og var það síðasta löndun skips- ins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2.000. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað kemur fram að búið er að fiska um 968 þúsund tonn á Vil- helm og landanir eru um 820 talsins. Meðalafli skipsins á ári er 53 þúsund tonn og verðmæti heildaraflans á nú- virði gæti verið um 60 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Jónssyni skipstjóra. Alls hefur skipið fiskað 110 þúsund tonn af íslenskri sumargotssíld, 220 þús- und tonn af norsk-íslenskri síld, 100 þúsund tonn af makríl, 323 þúsund tonn af loðnu, 210 þúsund tonn af kolmunna og um fjögur þúsund tonn af öðrum tegundum. „Það er erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm. Þetta er í einu orði sagt frábært skip sem hefur reynst bæði útgerð og áhöfn afar vel. En það kemur nýr Vilhelm árið 2020 og það verður glæsilegt skip. Það verður hins vegar ekki vinnsluskip þannig að breytingin verður mikil. Það hef- ur aflast ótrúlega vel á skipið frá upphafi. Útgerðin hefur svo sannar- lega staðið sig hvað varðar útvegun á kvóta og áhöfnin hefur alla tíð verið frábær. Ég held að fimm eða sex úr áhöfninni hafi verið á skipinu frá upphafi,“ segir Guðmundur í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Fyrstu skipstjórar á Vilhelm Þor- steinssyni voru Arngrímur Brynj- ólfsson og Sturla Einarsson. Guð- mundur tók við af Sturlu 2001 og hefur verið á skipinu síðan að und- anskildum tæplega tveimur árum þegar hann var á Baldvin Þorsteins- syni EA. Birkir Hreinsson tók síðan við af Arngrími árið 2006. aij@mbl.is Aflaverðmætið ná- lægt 60 milljörðum  Síðasta löndun Vilhelms Þorsteins- sonar á Íslandi Ljósmynd/Hákon Ernuson Erfitt að kveðja Guðmundur Jóns- son skipstjóri í brú Vilhelms.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.