Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 16

Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell keramik hitarar Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fullt var út úr dyrum á fræðslu- námskeiði nýlega um áhrif notkunar rafsígarettna á börn og unglinga og forvarnir gegn slíkri notkun. „Skól- arnir hafa beinlínis hrópað eftir fræðslu til að geta tekist á við marg- víslegar ranghugmyndir sem eru í gangi um rafreykingar og áhrif þeirra,“ segir Guðlaug Birna Guð- jónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborg- arsvæðisins. Í ályktun aðal- fundar Lækna- félags Íslands er skorað á yfirvöld „að stöðva án taf- ar sölu á raf- rettum eftir því fyrirkomulagi sem nú er því raf- rettur eru hættu- legar“. Fyrrnefnt námskeið var haldið á vegum Krabbameinsfélags höfuð- borgarsvæðisins og samtakanna Fræðsla og forvarnir í samstarfi við Skjöld, forvarnafélag hjúkrunar- fræðinema við Háskóla Íslands. Guðlaug Birna segir að styrkur hafi fengist frá velferðarráðuneytinu til að halda námskeiðið og fara síðan með fræðslu í 10. bekki grunnskóla og framhaldsskóla á höfuðborgar- svæðinu, en Skjöldur muni sjá um það verkefni. Hún segir að vonandi verði einnig mögulegt að fara með þessa kynningu í skóla úti á landi. Starfsfólkið varnarlaust „Við fengum miklar undirtektir þegar við auglýstum fræðslunám- skeiðið,“ segir Guðlaug Birna. „Fyr- irfram höfðum við reiknað með um 30 manns á fundinn, orðið mjög ánægð með að fá 50 gesti, en áttum engan veginn von á að yfir 90 manns myndu mæta. Við vísuðum engum frá, en það var mjög þétt setið og sumir hafa varla séð mikið á skjáinn. Á fundinum voru forvarnarfulltrúar, skólahjúkrunarfræðingar, starfsfólk félagsmiðstöðva, hjúkrunarfræði- nemar og margir fleiri sem starfa með unglingum alla daga og þekkja því vel til. Þegar eru komnar beiðnir um að halda svona námskeið úti á landi og vonandi tekst okkur að út- færa þetta verkefni. Við finnum fyrir gríðarlegri þörf því það hefur í raun lítil sem engin fræðsla farið fram um áhrif notk- unar rafrettna á börn og ungmenni. Starfsfólkið hefur því verið varnar- laust til að mæta alls konar fullyrð- ingum frá krökkunum um að raf- reykingar séu skaðlausar, sem þær eru alls ekki. Vísindalegar rann- sóknir hafa sýnt að þær hafa áhrif á heilaþroska barna og ungmenna, sem hafa ekki tekið út fullan þroska og geta haft veruleg áhrif á þau. Ekki síst verða foreldrar að átta sig á þessari hættu. Við heyrðum á fundinum dæmi um að foreldrar keyptu rafsígarettur fyrir börnin sín jafnvel þó að skóli viðkomandi ung- mennis hefði gert tæki og vökva upptækt. Næsta dag var barnið komið með nýjan búnað með aðstoð foreldra sinna. Því miður er mikið af ranghugmyndum í gangi,“ segir Guðlaug Birna. Árangri stefnt í hættu Forvarnanámskeiðið var haldið á föstudaginn í síðustu viku og á sama tíma samþykkti Læknafélagið álykt- un, sem áður er vikið að. Þar segir meðal annars: „Í ljósi nýbirtra lýð- heilsuvísa frá Landlækni sem sýna að ríflega 22% tíundubekkinga reyktu rafrettur einu sinni eða oftar sl. mánuð þykir aðalfundi Lækna- félags Íslands sem haldinn var í Kópavogi 8. og 9. nóvember 2018 rétt að bregðast við … Finna þarf viðeigandi lausn á sölu rafrettna sem hjálpartækja til að hætta reykingum, t.d. í apótekum. Núverandi sölufyrirkomulag er óá- sættanlegt. Sá árangur sem Íslend- ingar hafa náð í að minnka reyk- ingar barna er á heimsmælikvarða en honum er stefnt í hættu með nú- verandi fyrirkomulagi á sölunni.“ Guðlaug tekur undir þetta og seg- ir að lög um rafrettur taki ekki gildi fyrr en 1. mars á næsta ári og þang- að til séu þessi viðskipti eftirlitslítil og þar með aðgengi ungmenna að þessari vöru. „Nú er þetta á margan hátt eins og í Villta vestrinu og það er verið að selja tæki og tól út um allt,“ segir Guðlaug. „Ekki bara í sérverslunum, heldur höfum við heyrt dæmi um að ýmsir noti þennan möguleika sem gróðavænlega aukabúgrein. Ég hef heyrt um ljósabekkjastöð, prent- smiðju og handavinnubúð sem selja rafrettur svo ég nefni dæmi. Þeir eru margir sem ætla sér að græða á þessu. Nýir notendur nikótíns Ungmennin vita lítið um hvað þau eru að kaupa og hvort nikótín er í vörunni, sem gerir þau háð efninu. Á sama tíma sýna kannanir að það er tilhneiging til þess að börn sem hafa þróað með sér nikótínfíkn fari síðar út í hefðbundnar reykingar. Þetta gerist á sama tíma og tóbaksreykingar barna og ung- menna hér á landi eru orðnar mjög litlar. Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað á allmörgum árum og inn- koma rafsígarettna hefur ekkert með þennan árangur að gera hjá börnum og ungmennum. Ég vil árétta að ef rafrettur geta hjálpað fólki að hætta að reykja þá það. En börn og ungmenni sem aldrei hafa reykt þurfa ekki á slíku að halda. Það er því miður bara verið að búa til nýja notendur nikótíns.“ Herferð í Bandaríkjunum Í vikunni tilkynnti einn stærsti rafsígarettuframleiðandi í Banda- ríkjunum, Juul Labs Inc., að fyrir- tækið ætlaði að hætta að selja bragð- bættar nikótínvörur sínar. Einnig að lokað yrði á sölu og kynningu í gegn- um Facebook og Instagram þar sem á það hefði verið bent, að þær hvetji ungmenni til að nota þessar vörur. Guðlaug segir að þetta séu tals- verð tíðindi og það sé líka athyglis- vert að nú sé herferð í gangi í Bandaríkjunum af hálfu embættis landlæknis í landinu þar sem varað sé við notkun ungmenna á raf- rettum. „Í myndbandi frá embættinu er höfðað til foreldra og þau spurð hvort þau mundu leyfa að barnið þeirra tæki þátt í rannsókn á áhrif- um á nikótíns á heilann. Spurt er hvort þau myndu leyfa barninu sínu að sitja í stól og yfir það væri dembt reyk eða gufu frá rafsígarettum. Börn fá nikótín í gegnum rafreyk- ingar og kannanir sýna að um 75% þeirra sem nota rafsígarettur sjúga að sér nikótín. Hér á landi hefur tek- ist að breyta viðhorfum gagnvart tóbaksreykingum. Núna þurfum við að ná fram viðhorfsbreytingum til að sporna við notkun unga fólksins á rafsígarettum,“ segir Guðlaug Birna að lokum. Fræðsla gegn ranghugmyndum  Skólar hafa hrópað eftir fræðslu um áhrif rafreykinga  Hafa áhrif á þroska barna og ungmenna  Rafrettur eru hættulegar, segir í ályktun Læknafélags Íslands  Herferð í Bandaríkjunum Forvarnir Fjöldi fólks sem starfar með ungmennum mætti á fræðslunámskeið um rafsígarettur. Þar var m.a. rætt um skaðsemi rafreykinga á þroska. Reykingar og notkun rafretta í 10. bekk 15% 2% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Heimild: Rannsóknir & greining 2017 2018 33% Hlutfall nemenda í 10. bekk sem nota rafsígarettur einu sinni á dag eða oftar 45% Hlutfall nemenda í 10. bekk sem reykja dag- lega, árin 2001-2018 Guðlaug Birna Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.