Morgunblaðið - 16.11.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.11.2018, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Um langt árabil hef- ur verið unnið að því að endurbæta Reykjanes- brautina, sem er að- alleiðin milli Reykja- víkur og Keflavíkur. Hugmyndin var að gera alla leiðina að greiðbraut, með tveim aðskildum akreinum í hvora átt, og með eng- um gatnamótum nema með tengingu um vegbrýr (mislæg gatnamót). Sumir kaflar hafa verið endur- bættir, en einn kafli hefur þó orðið útundan, en það er leiðin þar sem vegurinn liggur í gegnum Hafn- arfjörð. Á þessari leið hafa orðið mörg óhöpp og slys. Gerðar voru teikningar af þessum kafla vegarins fyrir 20 árum og fyrir 12 árum var samþykkt, bæði af hálfu ríkisins og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, að ljúka við þennan kafla vegarins. En ekkert varð úr neinum fram- kvæmdum. Það er þá spurningin, hvort hugs- anlegt sé að fara aðra leið, í staðinn fyrir veginn sem liggur í gegnum Hafnarfjörð. Vil ég því stinga upp á nýrri leið sem væri lögð frá gatna- mótum núverandi Reykjanesbrautar við Vífilsstaðaveg í áttina suður yfir Elliðavatnsveg, þaðan áfram suður fyrir alla byggð í Hafnarfirði, og það- an liggi vegurinn áfram, beint í vest- ur í átt að Hvassahrauni, þar sem hann tengist við núver- andi Reykjanesbraut. Á þessari leið verði vegurinn tvískiptur með tveimur akreinum í hvora átt. Þá verði engin gatnamót, nema með vegbrúm á viðeig- andi stöðum. Brýrnar þurfa ekki að vera nema af einföldustu gerð, ein akrein í hvora átt yfir Reykjanes- brautina. Sennilega þarf ekki nema tvær eða þrjár brýr á þessari leið, kannski fjórar eða fimm, eftir kringumstæðum. Þessi nýi veg- ur yrði um 18 til 20 kílómetrar, eftir því hvar komið væri inn á veginn við Hvassahraun. Þessi leið er sennilega ekki nema um hálfum til einum kíló- metra lengri en núverandi leið gegn- um Hafnarfjörðinn, en yrði mun greiðfærari og fljótfarnari en núver- andi leið, og miðað við ákjósanlegar aðstæður, þá yrði umferðartíminn um 13 til 15 mínútur frá afleggj- aranum við Hvassahraun að vega- mótum við Vífilsstaðaveg. Sagt er, að á þessari leið í gegnum Hafnarfjörðinn fari um 20.000 bílar á sólarhring. Gera má ráð fyrir að flestir þessara bíla fari í gegnum Hafnarfjörð, án þess að eiga erindi til Hafnarfjarðar og ætli ekki að hafa þar neina viðdvöl. Það er mín ágisk- un að af þessum fjölda þá aki í gegn- um bæinn, án viðkomu, um 17 til 18 þúsund bílar á dag. Það vill segja, að með því að leggja nýjan veg þessa leið, þá mun umferðin til Hafn- arfjarðar detta niður í 2 til 3 þúsund bíla á dag. Það er því ljóst að með því að leggja Reykjanesbrautina þessa leið út fyrir byggðina í Hafnarfirði, þá er búið að leysa þetta vandamál með nokkuð öruggum hætti. Verkinu við þessa vegagerð mætti skipta niður í nokkra hluta. Þar með gætu fleiri en einn verktaki tekið þátt í þessum framkvæmdum. Slíkt gæti komið sér vel þar sem fyrirhugaðar eru endurbætur og lagning nýrra vega, svo sem Sundabrautar, Miklu- brautar, Sæbrautar, Vesturlands- vegar, Suðurlandsvegar og fleiri vega. Þegar Bandaríkin byrjuðu á því, að leggja sitt þjóðvegakerfi 1956 – vegina sem kenndir eru við Eisenho- wer forseta – þá voru mörg hundruð verktakar sem tóku þátt í því verk- efni um landið þvert og endilangt. Stórum hluta lauk á rúmlega tíu ár- um, en 1992 var því lýst yfir að lagn- Ný Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar Eftir Tryggva Helgason »Með nýrri leið sunn- an Hafnarfjarðar mun mest umferð um Reykjanesbrautina fara þá leið, eða 18.000 bílar á dag, en 2.000 bílar fara áfram núverandi veg. Tryggvi Helgason Google Map Nú líður að degi ís- lenskrar tungu og er þá hollt að minnast Stefáns Gunnlaugs- sonar landfógeta, sem festi upp orðsendingu til Reykvíkinga þegar honum ofbauð vanvirð- ingin við tunguna í höf- uðstað þjóðarinnar. Á seðilinn var þetta ritað: „Íslensk tunga á best við í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi“. Þetta var árið 1848 og hafa margir vitnað til orða Stefáns á und- anförnum árum. Og nú 170 árum síðar fer þeim fjölgandi kaupstöð- unum hér á landi sem þyrftu að eignast sinn Stefán Gunnlaugsson sem fyrst. Íslenskan og ferðafyrirtækin Einn slíkur kaupstaður er Húsa- vík, en sagt er að þar megi fræðast um landafundi forfeðranna og æf- ingaferðir tunglfaranna í Ódáða- hrauni á svonefndu Könnunarsögu- safni. Þegar inn er komið kemur hins vegar í ljós að kynningar eru allar á ensku eingöngu og safnið því alls ekki ætl- að þjóðinni, sem landið byggir. Í Vík í Mýrdal er nú auglýst svokallað Icelandic Lava Show en engin merki sjást þess í kynningum á vef og á prenti að þar sé boðið upp á nokkurn fróðleik á íslensku. Norðlensk ferðafyr- irtæki hafa búið til ferðaleið milli náttúruundra sem þau kalla The Diamond Circle og telja sig líklega slá við sunnlenskum, sem ekki hafa af neinu verðmætara að státa en The Golden Circle. En þá láta hin síðarnefndu krók koma á móti bragði og auglýsa Diamond Beach, sem mun vera nýnefni þeirra á Breiðamerkursandi neðan Jökuls- árlóns. Og fjara sú, sem á máli landsmanna hefur heitið Reynis- fjara, er nú oft kölluð The Black Sand Beach á máli ferðaþjónust- unnar. Heitið Westfjords í stað Vestfjarða kemur æ oftar fyrir í hvers kyns umfjöllun um þann landshluta og á Vesturlandi er seld- ur aðgangur að helli nokkrum sem á máli seljenda er varla nefndur annað en The Cave. Mun þar átt við helli þann, sem heimamenn hafa um aldir kallað Víðgelmi. Hópur fróðleiks- fúsra Íslendinga sem keyptu skoð- unarferð í hellinn fyrir örfáum árum varð að láta sér lynda leiðsögn á ensku og vefkynning öll er á því tungumáli eingöngu. Enskan á áningar- og sögustöðum Flestir þekkja dæmi þess hvernig vegið er að þjóðtungunni í hvers kyns upplýsingagjöf í höfuðborginni og á viðkomustöðum meðfram þjóð- vegum landsins. Á Lækjartorgi er skilti sem sýnir kort af miðborginni og er titill og skýringartextar ein- göngu á ensku. Á bílaplani við hring- veginn gegnt Hrauni í Öxnadal, fæð- ingarstað Jónasar Hallgrímssonar, stóð á liðnu sumri stórt spjald þar sem fyrirhugaðri lagningu há- spennulínu var mótmælt hástöfum – að mestu leyti á ensku! Að auki er þarna skilti með áletruninni „No parking overnight“. Þannig er nú aðkoman þegar ferðalangar staldra við í Öxnadalnum til að virða fyrir sér fæðingarstað listaskáldsins góða. Víkur nú sögunni að Reykholti í Borgarfirði. Sá er þetta ritar kom tvívegis á liðnu sumri í móttöku Fosshótelsins til að leita sér upplýs- inga og reyndist í hvorugt skiptið unnt að fá nokkur svör á íslensku. Mál Egils og Snorra gagnast því ekki lengur þeim Íslendingum, sem kynnu að vilja beiðast gistingar eða kaupa veitingar á þessu höfuðbóli ís- lenskrar menningar. Við aðstæður sem þessar kemur auðvitað fyrir að erlent starfsfólk afsaki sig kurteis- lega, enda hlýtur það að blasa við hverjum manni hversu fráleit og raunar fáránleg staða er upp komin í landinu: Að þjóðin sem landið byggir eigi nú víða erfitt með að fá þjónustu á sínu eigin tungumáli, sem þó á að heita opinbert mál á Íslandi! Vegavillt þjóð glatar tungu sinni Á hvaða vegferð er þjóðin þegar tunga hennar telst varla nothæf lengur á ýmsum helstu áningar- og sögustöðum landsins? Getur hún í raun kallað sig fullvalda menning- arþjóð þegar vegið er að tungunni með margvíslegum hætti án þess að nokkur rönd sé við reist? Mikið er talað um þátt ferðaþjónustunnar í að reisa við þjóðarbúið eftir efnahags- hrunið fyrir áratug. En verður sá ávinningur ekki býsna dýru verði keyptur ef þessi atvinnugrein og aðrar henni tengdar ætla að ryðja burt íslenskunni og gera enskuna að aðal-samskiptamálinu hérlendis? Svo spyr sá, sem eitt sinn vissi fátt ánægjulegra en að ferðast um eigið land en finnst hann nú stundum vera sem útlendur gestur í landi þjóðar, sem tapað hefur áttum í stjórnlausri framvindu og stefnir óðum að því að glata því sem henni er dýrmætast. Eftir Þorstein Þorsteinsson » Þjóðin sem landið byggir á nú víða erf- itt með að fá þjónustu á sínu eigin tungumáli, sem þó á að heita opin- bert mál á Íslandi! Þorsteinn Þorsteinsson Höfundur er jarðeðlisfræðingur. thorthor@internet.is Erlend tunga í íslenskum kaupstað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.