Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 29

Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 mína en ekki síst takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir hana litlu systur þína, mömmu mína. Hún og pabbi hafa misst svo mikið. Elsku Guðjón, Geiri, Habbý, Hildur, Kristín og fjölskyldur. Hún Agga okkar lifir áfram með okkur öllum í hvert sinn sem við höfum trú á sjálfum okkur. Það kenndi hún okkur best. Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir. Kveðjustundin er óumflýjan- leg. Nú er komið að enn einni kveðjustundinni. Eins mikið og ég myndi vilja sleppa því að þurfa að kveðja í þetta sinn, þá er það óumflýjanlegt. Minningar mínar um Agnesi, mína kæru mágkonu, eru svo margar, góðar og skemmtilegar. Lífssýn hennar var svo einföld; lífið átti að vera jákvætt og því átti að lifa þannig að maður sofn- aði hvert kvöld ánægður með af- rakstur dagsins. Agnes var í mínum huga fín út- gáfa af Línu Langsokk. Hún hefði reyndar aldrei látið sjá sig eins illa til fara og Lína, en sam- líkingin er til komin vegna þess að Agnes gat allt. Það sem henni datt í hug að gera, gat hún. Agnes hannaði, saumaði, mál- aði, gerði glerlistaverk og söng í kórum. Henni var svo margt til lista lagt. Góðra vina og ættingja fögn- uður varð ávallt skemmtilegur og eftirminnilegur með elsku Agnesi innanborðs, þar sem hún fór oftar en ekki á kostum með hnyttni og skemmtilegheitum. Fagurkeri var hún fram í fingurgóma og pjattið aldrei langt undan. Hún vakti athygli hvar sem hún kom, með virðulegu yfir- bragði og fasi. „Maður fer nú ekki út með ruslið án þess að varalita sig, svo ég tali nú ekki um með ólakkaðar neglur.“ „Stílbrot, eins og að vera ekki í sokkum í stíl við náttskyrtu, eru ekki í boði.“ Húmorinn hennar og hrein- skilnin hjálpaði öllum sem voru með henni síðustu vikurnar í þessu jarðlífi. Tónlistin sem Agnes sá um að svifi í loftinu þessar vikur í októ- ber og kallaði fram söng á erf- iðum stundum, var styrkjandi. Þannig vildi hún hafa það. Það er svo dimmt hérna núna, að það hlýtur að hafa verið slökkt svolítið lengi. En það birtir upp um síðir og þá verðum við öll að taka á móti ljósinu, sem Agnes okkar dreifði svo fallega í kringum sig. Öllum stóra og flotta vinahópi Agnesar sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Við systkinin af Sogaveginum vil ég segja þetta; Þið áttuð yndislega systur, sem gaf ykkur mikið með nærveru sinni og skemmtilegheitum. Nú er skarð höggvið í þann hóp og það er erfitt. Njótið samvista hvert við annað og haldið vel hvert utan um annað. Samúð mín til ykkar er mikil, elsku Marteinn, Helga, Þorvaldur, Guðrún og fjöl- skyldur. Elsku Habbý mín, Geir Rúnar minn, Hildur mín og Kristín mín, ykkur og elsku barnabörnum og tengdabörnum Öggu minnar, votta ég mína dýpstu samúð. Henni þótti svo mikið til ykkar allra koma og var svo stolt af ykkur. Minningin um skemmti- lega, félagslynda og yndislega mömmu, ömmu og tengdó, verð- ur alltaf með ykkur og henni munum við öll að halda á lofti. Elsku Guðjón minn. Samband ykkar Agnesar var einstakt og fallegt. Þið nutuð þess að vera til. Helltuð ykkur í golfið, fóruð í Hreiðrið ykkar og ferðuðust víða. Þið áttuð svo fallegt heimili. Það var svo gott og yndislegt að koma til ykkar. Mínar dýpstu samúðar- kveðjur til þín, kæri svili. Ég hitti konu, er sigrar sorg, sál, er til himins nær, fágæt perla við flæðarmál, fáguð og undraskær. (Guðmundur Friðjónsson) Ég kveð mína elskulegu mág- konu með mikilli virðingu og söknuði. Þakkir fyrir samfylgdina góðu. Hugrún Pétursdóttir. Elsku Agga frænka. Okkur langar að minnast þín í örfáum orðum. Það er skrýtið til þess að hugsa að þú sért nú komin í sumar- landið, búin að kveðja þennan heim allt of snemma. Við systur erum svo heppnar að hafa verið mikið í kringum þig sem börn, bæði þar sem mamma var litla systir þín en þú varst líka ein af hennar bestu vinkonum. Eins og allir vita sem þekktu þig þá varstu mikill gleðigjafi, þú lést drauma þína rætast og leyfð- ir hlutunum í kringum þig að blómstra og deildir þeim með umheiminum. Við viljum þakka þér fyrir að vera hvetjandi í okkar lífi, þú sýndir okkar lífi áhuga og hvattir okkur til að vera stoltar af því sem við gerðum, til dæmis fórum við systur einu sinni á silfur- smíðanámskeið og þá varstu fljót að bjóða okkur að koma með skart og selja á vinnustofunni þinni, þú mættir á blómasýningar og tókst alltaf þátt þegar fjöl- skyldan ætlaði að gera eitthvað saman. Það er gott að trúa því að amma og afi hafi tekið vel á móti þér, en það er erfitt að hugsa um hversu fljótt þú varst tekin frá okkur öllum. Sorgin er mikil en minningarnar eru líka margar og nauðsynlegt að geyma þær vel. Þegar þessi orð eru skrifuð mæt- ir einmitt ein dásamleg minning til okkar þar sem þú stýrðir leik í afmæli Geirs afa þegar hann var 70 ára, þú settir á alla pappaeyru og plastglös fyrir augun og gervi- tennur og svo áttu allir að reyna að syngja, þú varst, ert og verður pottþétt gleðigjafi alls staðar þar sem þú kemur. Missirinn er mikill hjá Guð- jóni, sem þú elskaðir út af lífinu og ástin ykkar var svo falleg, krökkunum þínum, sem þú varst svo montin af, og barnabörnun- um sem þú sást ekki sólina fyrir og áttu að fá að hafa þig mikið lengur. Elsku Guðjón, Geir Rúnar, Habbý, Hildur, Kristín og barna- börn, Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum og um alla framtíð. Ást og friður. Gunnhildur (Gunnsa) og Hulda Björk. Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú glæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því að þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Guðjón, börn, barna- börn og systkini, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi kærleikurinn leiða ykkur áfram í lífinu. Jónína Líndal og Guð- mundur Yngvi Pálmason. Kær vinkona hefur kvatt okkur. Hún skilur eftir fallegar minningar um glæsilega vinkonu. Við kynntumst Agnesi í Ventura-hverfinu í Florida og myndaðist strax með okkur hjón- unum og þeim Agnesi og Guðjóni kær vinátta. Við spiluðum oft golf saman í Ventura og á nágranna- völlunum. Agnes gerði allt í al- vöru og henni fannst stundum of mikið talað á golfvellinum sem truflaði einbeitinguna. Við minn- umst þess þegar hún sussaði á okkur og sagði: „Stelpur, þið talið of mikið.“ Hún hafði alltaf trú á sjálfri sér, gat allt og gerði allt vel. Það eru ekki endilega árin sem telja, heldur þessi sanna vinátta sem myndast við fólk sem verður okk- ur mjög kært. Hér þótt lífið endi rís það upp í Drottins dýrðarhendi. (Matthías Jochumsson) Kæri Guðjón og fjölskylda, hér sitjum við með sorg í hjarta og getur ekki fylgt okkar kæru Agnesi. Við erum með hugann heima hjá ykkur. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur styrk. Brynja og Þorleifur (Tolli), Margrét og Örn Í lítinn hóp Inner Wheel- kvenna í Keflavík er nú höggvið stórt skarð við andlát kærrar vin- konu, Agnesar Geirsdóttur. Agnes var glæsileg kona, hávaxin og tignarleg, sannkölluð heims- dama. Hún var sjálfstæð og framtak- söm og ófeimin við að tjá skoð- anir sínar þótt þær féllu ekki allt- af að áliti hópsins. Hún gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og var forseti hans árið 1997. Það ár var starfsemin sér- lega blómleg enda var hún hug- myndarík og kom með nýjungar inn í starfið. Það var líka gott að leita til hennar ef finna þurfti skemmtilegar uppákomur, hún kom alltaf með skemmtilegar hugmyndir sem féllu í góðan jarðveg. Það er einfaldlega hægt að segja að hún hafi verið mjög skemmtileg kona. Agnes var listræn og bjó til marga fallega hluti, sérstaklega minnisstæður er stór spegill sem hún skreytti anddyrið sitt með. Hún starfaði í mörg ár sem fram- kvæmdastjóri Rúmfatalagersins en þegar hún lét af því starfi stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki og hóf að sauma og hanna kjóla undir nafninu Agnes design. Kjólarnir slógu í gegn enda bæði fallegir og praktískir og hannaðir á nútímakonur. Þegar Agnes greindist með ill- vígan sjúkdóm, tókst hún á við veikindi sín af æðruleysi og var stjórnandi í eigin lífi þá sem endranær. Við klúbbsysturnar sjáum á eftir kærri vinkonu með söknuð í hjarta og sendum eiginmanni og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. Inner Wheel klúbbs Keflavíkur, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir. Í dag kveðjum við kæra vin- konu og eftir standa ljúfar minn- ingar sem ylja okkur á þessari stundu. Þakklæti er okkur efst í huga fyrir síðustu tuttugu og fimm ár af vináttu og yndislegum stund- um með einstakri konu. Lengi vel var það fastur punktur að hittast fjórar saman á hverju fimmtudagskvöldi, elda góðan mat, fá frí frá lífsins amstri og eyða góðum tíma saman. Eins standa föndurkvöldin upp úr í minningunni, þótt stundum hafi verið minna föndrað en meira helgið og spjallað. Þessar minn- ingaperlur verða okkur dýr- mætar um ókomin ár. Elsku Agnes okkar, það voru forréttindi að geta kallað þig vin- konu og fá að vera hluti af lífi þínu sem varð því miður alltof stutt. Fimmtudagsklúbburinn, Anna María, Guðrún Fanney og Ingibjörg (Inga) Magg. ✝ Rúnar Þórfæddist í Reykjavík 17. des- ember 1964. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 7. nóvember 2018. Foreldrar Rún- ars Þórs eru Frið- björn Þór Jónsson og Sigrún Ámundadóttir. Systkini Rúnars eru Ámundi Halldórsson, hálfbróðir sammæðra, kvænt- ur Margréti Traustadóttur, Jóhann Friðbjörnsson, kvænt- ur Regínu Sveinsdóttur, Kristín Friðbjörnsdóttir, og Jón Ingþór Friðbjörnsson, hálfbróðir samfeðra, látinn 11. ágúst 1993. Rúnar Þór hóf skólagöngu sína í Árbæjarskóla og fór þaðan í Höfðaskóla sem síðar varð Öskjuhlíðarskóli, þar sem hann lauk skólagöngu sinni. Rúnar hóf fljótlega eft- ir það störf hjá Reykjavíkur- borg. Hann starfaði þar í rúman áratug, eða fram að þeim tíma að hann veiktist alvarlega og var af þeim sökum frá vinnu í tæp tvö ár. Eftir að hafa náð sér sæmilega af veik- indum hóf hann störf hjá Ásgarði handverkstæði. Var hann þar í nokkur ár, allt fram að þeim tíma er hann hóf störf hjá Mjólkursamsölunni, þar sem hann starfaði allt til dauða- dags. Áhugamál Rúnars voru margvísleg og má þar nefna ferðalög innanlands og er- lendis, að hlusta á tónlist og horfa á bíómyndir og þá helst íslenskt efni. Stærsta áhuga- mál hans var fjölskyldan, sem honum var alla tíð mjög um- hugað um, og nánir vinir. Útför Rúnars fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 16. nóvember 2018, klukkan 13. Fallinn er nú frá góður vin- ur, bróðir minn kær. Ég er þakklátur fyrir allar góðu stundirnar og fallegu minning- arnar sem lifa með mér. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göf- uga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Þinn bróðir Jóhann. Rúnar minn, elsku frændi. Ég er svo þakklátur fyrir vin- skap okkar, ég kveð þig með miklum trega. Ég og þú, það skipti ekki máli hvert tilefnið var, þar sem við vorum saman var gleði og hamingja og á þeim stundum upplifði ég svo sterkt þína lífshamingju og út- geislun. Þú sýndir öllum í kringum þig þitt stóra og hug- ulsama hjarta, þú varst svo hugrakkur og ófeiminn við að láta tilfinningar þínar í ljós. Þín stóru og innilegu faðmlög gátu sökkt öllum heimsins vanda- málum eins og dögg fyrir sólu. Þú varst stoð innan fjölskyld- unnar, þú tengdir okkur saman á þinn einstaka hátt. Ég mun ætíð brosa til þín. Nú þegar slokknað er lífsins kerti, tilveru sem litaði lífsins sýn. Með sorginni kviknar lífsins logi, tignarleg stjarna á himni skín. Þinn frændi, Björn Þór Jóhannsson. Elsku hjartans frændi minn, það var svo mikið fjarri mér að ég myndi missa þig svona fljótt úr lífi mínu. Við hittumst svo oft hjá foreldrum þínum, sem eru amma mín og afi, við borð- uðum saman um helgar og átt- um saman yndislegar stundir hjá þeim, í tilefni af afmælinu þínu í desember var alltaf hald- ið glæsilegt og fjölmennt jóla- boð, alltaf var svo glatt á hjalla og mikil gleði. Þegar við tvíbur- arnir vorum að koma að austan með flugi var alltaf sama til- hlökkunin að hitta þig og afa á flugvellinum því ykkur fannst svo sjálfsagt að sækja okkur og hýsa, mikið var gaman þá og gott að vera til. Minningarnar hlaðast upp. Húsafell, allar úti- legurnar með ömmu, afa, þér og systkinunum þínum, fórum bæði með tjald og eins tjald- vagn og tala nú ekki um allar frábæru sumarbústaðarferðirn- ar í Húsafell, þá var stuð og skemmtum við okkur vel sam- an, elsku frændi. Þú varst svo góður við okkur tvíburana og vildir allt fyrir okkur gera, það gladdi þig svo mikið að hitta okkur, eftir að þú fórst er mikil vöntun og svo skrýtið að koma í heimsókn til ömmu og afa, já svo mikið tómarúm, öll gleðin þín og kátína er farin, því þú ert ekki lengur þar. Í þig vant- aði ekki dugnaðinn, fallega heimilið þitt, þar sem þú bjóst skammt frá foreldrum þínum, stundaðir vel þína vinnu, alltaf tilbúinn í glensið og gamanið sem mikill söknuður er að, sam- verustundirnar verða víst ekki fleiri hér á jörðu, en við bætum úr því síðar. Takk fyrir allt og guð geymi þig. Ég bið Guð að gæta mín, góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín: Almættið það sjái um þig. (Leifur Eiríksson) Helgi Örn Jóhannsson. Elsku Rúnar Þór. Það er skrýtið að þú sért far- inn frá okkur en eftir sitja góð- ar minningar sem við áttum saman. Þegar við tvíburasystk- inin vorum yngri var oft farið í ferðalög með þér og ömmu og afa. Það var góður tími sem við áttum öll saman og var oft farið í sumarbústað í Húsafelli. Við tvíburasystkinin erum búin að eiga mjög góðan tíma með þér uppi í Hraunbæ í gegnum tíð- ina. Það var líka alltaf gaman að koma í afmælisveislu til þín og þú tókst alltaf jafn vel á móti okkur með þinn hlýja faðm. Það var líka alltaf gott að heimsækja þig og áttir þú mjög fallegt heimili. Það var smátími þar sem ég var með þér í lið- veislu. Við gerðum þá margt skemmtilegt. Fórum til dæmis í bíó, á kaffihús, í Perluna og í göngutúra. Elsku Rúnar frændi, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Þú varst svo góður maður og vildir allt fyrir alla gera. Elsku frændi, takk fyrir allt sem þú gafst okkur og fyrir all- ar yndislegu samverustundirn- ar sem við áttum saman. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Elsku amma, afi og systkini Rúnars Þórs, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Kærar kveðjur, Hrefna, Matti og Viktor Ingi. Hrefna Jóhannsdóttir. Elsku Rúnar Þór. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín frændsystkini, Ari Trausti og Guðný Rós. Rúnar Þór Friðbjörnsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SVEINBJÖRN JÓNSSON húsasmíðameistari, sem lést á Ísafold, Hrafnistu, Garðabæ, 27. október, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 19. nóvember klukkan 15. Sara Gunnarsdóttir Þorkell Jóhannsson Bergur Gunnarsson Hrönn Arnarsdóttir Ólöf Gunnarsdóttir Ragnar Þór Jörgensen Auður Gunnarsdóttir Gunnar Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR bóndi á Hálsi í Kjós og húsmóðir í Baulubrekku, lést þriðjudaginn 6. nóvember á Landspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Jón Gíslason Kristín Jónsdóttir Henry Christer Eriksson Ingibjörg Jónsdóttir Axel Jóhannsson Þórarinn Jónsson Lisa Boije af Gennaes barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.