Morgunblaðið - 16.11.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.11.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 ✝ IngibjörgBjarnadóttir, Stúlla, fæddist á Akureyri 11. des- ember 1950. Hún lést á líknardeild Landspítalans 4. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar eru Bjarni Sveinsson, múrari og verslunarmaður frá Akureyri, f. 27. júní 1929, d. 7. apríl 2012, og Ásta Sigmarsdóttir versl- unarkona, f. 3. nóvember 1925, búsett á Akureyri. Systkini Ingibjargar eru: Sveinn, f. 25.8. 1949, kv. Öldu Benediktsdóttur og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Fyrir átti Sveinn dóttur sem á tvö börn; Björg, f. 10.11. 1952, var í sambúð með Sigurði Jó- hannssyni, látinn, á með honum tvö börn og fjögur barnabörn; Sigmar Bergvin, f. 25.5. 1954, eldissystir Evu er Ásta María Þrastardóttir, f. 1992. 2) Bjarni, f. 24. september 1970. 3) Sig- mar Ingi, f. 2. apríl 1972. Sig- mar á tvö börn eftir sambúð með Arnheiði Völu Magnús- dóttur, þau slitu samvistum: Kristin Loga, f. 2. desember 1992, og Magneu Sól, f. 21. mars 1998. Síðar átti Ingibjörg dóttur með Jóhanni Jóni Eiríks- syni, Dagmar Heiðdísi, f. 27. maí 1979. Ingibjörg ólst upp í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Brekkugötu 3. Þar sleit hún barnsskónum. Ingibjörg hóf bú- skap snemma, fyrst í Reykjavík en eftir skilnað flutti hún aftur á heimaslóðir til Akureyrar, þar stundaði hún almenna verka- mannavinnu og verslunarstörf. Hún lærði einnig smurbrauðs- gerð. Frá 1987-1996 bjó hún á Ítalíu, þar hóf hún að vinna við ráðgjafarstörf fyrir ein- staklinga, íþróttafólk og félög, sem hún sinnti til dauðadags. Ingibjörg hafði fasta vetursetu á Kanaríeyjum hin seinni ár ásamt því að búa á Akureyri. Útför Ingibjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 16. nóvember 2018, klukkan 13.30. kv. Þóru Berg Jónsdóttur og eiga þau fimm börn og sex barnabörn; Alma Sveinbjörg, gift Antonio Per- rone og eiga þau tvö börn; Bjarni, f. 29.9. 1964, kv. Mar- gréti Pálsdóttur, eiga þau tvö börn. Fyrir átti Margrét son. Hinn 25. desember 1968 gift- ist Ingibjörg Gísla Björgvini Freysteinssyni, þau slitu sam- vistum. Synir þeirra eru: 1) Freysteinn, f. 28. september 1968, kvæntur Ingibjörgu Dröfn Matthíasdóttur, f. 13. nóvember 1980, eiga þau saman París Emblu, f. 5. júní 2010, og fyrir átti Ingibjörg dóttur, Aþenu, f. 7. janúar 2002, fyrir átti Freysteinn tvö börn, Rík- harð Bjart, f. 12. ágúst 1988, og Evu Rós, f. 27. maí 1992, upp- Elsku mamma. Það er alltaf erfitt að setjast niður og rita orð til þeirra sem fara í ferðalagið sitt á aðrar slóðir. En ef maður hefur hug- ann við það sem þú kenndir manni, þá léttir það manni sporin í þeim efnum, hve já- kvætt þú horfðir á lífið og hvernig þú tókst á við þín erf- iðu veikindi sem blossuðu upp, hvernig þú notaðir tímann sem þú áttir eftir í faðmi fjölskyld- unnar. Þú varst heimshorna- kona og þú varst í senn líka kauptúnskona, það er nefnilega bara ein Stúlla Bjarna, sem ég var svo heppinn að eiga sem móður. Þú varst snemma mjög sjálfstæð, fórst þínar eigin leið- ir í lífinu, snertir hjörtu margra, hjálpaðir mörgum. Þú barst af í mörgu, varst mjög vinmörg og vinur vina þinna. Það verður að segja að þú varst nútímakona og eins og afi Bjarni svolítið alltaf á undan samtíðinni. Þú varst óhrædd við aðra, tókst á við vandamál en ræktaðir gleðina í lífinu. Já, eins og ég segi, það var bara til eitt eintak af þér. Allir þeir staðir sem þú ferðaðist á, náðir að kynnast menningu og siðum annarra. Þú varst sælkeri á líf- ið, matinn og fólkið í kringum þig. Núna ertu horfin á braut, farin í nýtt ferðalag, en skilur eftir þig svo mikið, fullt fullt af minningum, verkefnum, vinum, ættingjum og okkur börnin þín og barnabörn. Elsku mamma, takk fyrir allt og takk fyrir að vera þú. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og minna. Þú sviptir burt sorg og hörmum, sveipaðir mig í örmum. Með blíðu þú bættir sárin, bernsku þurrkaðir tárin. Þú vaktir um vetrarnætur, vermdir hendur og fætur. Þú fylgdir mér fyrstu sporin er fuglarnir sungu á vorin. Þú sagðir mér fagrar sögur, söngst við mig litlar bögur. Margt kvöld var þín kærleiksiðja, að kenna mér að biðja. Allt hið blíðasta og bezta er blessun veitir mesta, er endurskin ástar þinnar, þú engill bernsku minnar. (J.K.P.) Við þökkum þér fyrir allt, elsku mamma, tengdó og amma. Freysteinn, Inga, Bjartur, Eva Rós, París Embla, Aþena og Ásta María. Þú hélst mér fast umvafin þinni ást og hlýju þegar þú bauðst mér góða nótt þegar ég var þín litla stelpa og sofnaði ég örugg í þínum höndum. Nú snérist blaðið við og söng ég til þín það sama lag umvafin ást frá þér þegar ég bauð þér góða nótt í seinasta sinn og ég hélt þér fast þar til þú sofnaðir örugg í mínum höndum. Þetta verður alltaf okkar lag, elsku mamma. Sofðu unga ástin mín, - úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónssonn) Ég mun ávallt muna það sem þú sagðir mér, þetta verður allt í lagi, elsku ástin mín, mamma elskar rúsínudúlluna sína. Elska þig, mamma. Dagmar. Tregt er tungu að hræra nú þegar við kveðjum Stúllu systur eftir stutt en harðvítug veik- indi. Missir barnanna, Frey- steins, Bjarna, Sigmars og Dagmar, og fjölskyldna þeirra, er þyngri en orð fá lýst. Dagur íslenskrar tungu er í dag og litla stúllan eða litla stúlkan sem gælunafnið Stúlla er talið stytting á, (gælunafnið hefur lengi verið til í föðurætt okkar í Húnavatnssýslunum), var hinn mesti orðhákur. Við lékum okkur alla bernskuna að orðum og bullsögum og hún stríddi mér á því hve lengi ég var að læra að segja orðið ban- ani en það varð að bananani í meðförum mínum sem var tveim árum yngri. Örskoti eftir að hún skildi við þennan heim í faðmi barnanna á Líknardeild Landspítalans, var hún mætt í stofuna heima að láta mig vita af sér og um leið og hún birtist, kom ljóslifandi minning af því þegar við fórum með pabba á fótboltaleiki á íþróttavöllinn og við að skemmta okkur yfir að ég var að reyna að segja banani rétt. Það að láta vita af sér að handan, var mjög líkt henni en Stúlla var mikil andans mann- eskja og trúði á framhaldslíf sálarinnar, sjálf gædd fágætri skyggnigáfu sem hún gaf ómælt af, í trú, von og kærleika. Hún studdi sannarlega marga til dáða. Það sópaði af Stúllu og hún var gullfalleg hrokkinkolla strax sem barn og setti litlu systur inn í allt mögulegt í íþróttum og tónlist, kvikmynd- um, tísku og förðun, lifandi áhugamál til hinstu stundar. Frábær kokkur og höfðingi heim að sækja og lærði meðal annars til smurbrauðsdömu í Glæsibæ og fór síðar til Ítalíu að kynna sér ítalska menningu og matargerðarlist sem margir nutu góðs af. Við leiðarlok er sótt í dýr- mætan sjóð minninganna á æskuheimilinu að Brekkugötu 3 en við systur ræddum oft með þakklæti um foreldra okkar og uppvöxtinn í stórum systkina- hópi og allt góða fólkið á stóru menningarheimili í miðbæ Ak- ureyrar. Hugurinn leitar líka á staðina sem við dvöldum löngum saman á eins og Sval- barðseyrina hjá afa og ömmu og sveitina í Svartárdalnum, og á heimili Ágústu ömmusystur á Hafnargötunni í Keflavík en þar kynntumst við sterkum tengslum við útlönd og nýjustu tónlistarstraumunum í bítla- bænum. Heimili Stúllu í Safa- mýrinni og síðar í Völvufelli og að endingu í Hjallalundinum á Akureyri þar sem hún bjó um fjörutíu ára skeið, báru öll smekk hennar og listfengi fag- urt vitni. Ástu, aldraðri móður okkar, varð að orði við andlátsfregn- ina, að litli ærslabelgurinn sinn, yrði örugglega áfram ærsla- belgur hinum megin. Stúlla hugsaði einstaklega vel um hana og pabba í ellinni. En hún var líka djúphugul og sagði meðal annars við sína lækna og hjúkrunarfólk í illvígum veik- indunum: maður getur ekki betur en maður gerir. Elsku- semi Stúllu í garð barnanna minna, Jóhanns og Birtu, var einstök. Við kveðjum Stúllu okkar þakklát og með sorg í hjarta en líka von og trú eins og segir hjá uppáhaldssöngv- aranum hennar, hinum skoska Rod Stewart: Siglandi held ég aftur heim. Siglandi yfir bylgjur og boðaföll til þess að vera þér hjá og verða frjáls. Ó, Drottinn minn, til þess að vera þér hjá og verða frjáls. Björg (Didda systir), mamma og fjölskyldur. Stúlla. Það eitt að segja nafnið hennar er magnað, svona eins og hún sjálf var. Enda áhrifavaldur í lífi svo margra og ég ekkert undanskilin þeim hópi. Í minni minningu verður Stúlla samt alltaf áhrifavaldur sem föðursystir en ekki miðill. Okkar saga hefst þó ekki fyrr en ég var á þrítugsaldri, ný- komin heim að utan úr námi. Ég fékk skilaboð frá Valdísi heitinni Gunnarsdóttur út- varpskonu um að Stúlla vildi hitta mig. Þetta voru eins og einhvers konar boð frá drottn- ingu. Enda var það svo á þess- um tíma að ef þú varst frægur þá þekktir þú Stúllu. Sumum fannst ég meira að segja svolít- ið merkilegri fyrir það eitt að vera náfrænka hennar. Ég lét samt ekki tilleiðast strax en auðvitað kom að því að við mæltum okkur mót. Svona eins og hún vissi að yrði. Á þessum tíma var ég upptekin af því að fanga lífið og verða fullorðin. Ég var alin upp af mömmu og fósturpabba fyrir vestan og fannst ekkert vanta þótt ég þekkti lítið föðurfjölskylduna. Þessir hlutir voru líka öðruvísi þá. En augnaráð Stúllu gaf mér ekkert eftir á fyrsta fundi. Með sinni rólegu röddu sagði hún mér að sá tími kæmi að ég þyrfti að vita hver ég væri og hvaðan ég væri. Hún fór ekkert of hratt í þetta en smátt og smátt var hún búin að teikna upp mynd af ömmum og öfum, frændum og frænkum og fullt af öðru fólki sem hún vildi að ég vissi um. Hún lagði líka áherslu á að ég myndi hitta langafa minn á Svalbarðseyri áður en hann yrði allur. Sem fyrr lét ég ekki tilleiðast strax því þannig er það með ungt fólk á meðan því vanhagar ekki um neitt. En það kom að því að ég fór. Bankaði. Gamall maður opnaði. Við féllumst í faðma og grétum. Með tímanum fór ég að þekkja fleiri og hitta fleiri í föð- urfjölskyldunni, Stúllu þó mest. Hún var enn millistykkið, öryggisventillinn og vinkonan. Við áttum margar góðar stund- ir, fyrir sunnan og fyrir norðan. Meira að segja á Marbella á Spáni rétt áður en hún varð fimmtug. Ég eins og allir fór milljón sinnum á trúnó með Stúllu. Þegar lífið mitt hófst síðan fyrir alvöru fór ég samt að hugsa öðruvísi. Svona eins og Stúlla hafði vitað að ég myndi gera. Allt í einu skipti það mig máli að vera í tengslum við pabba. Ég þurfti smátt og smátt einhverja fullvissu um að börnin mín myndu þekkja hann, Öldu og systkinin mín. Vita hvaða frænkur og frændur þau ættu. Vita að í föðurlegg væri mamma þeirra að norðan. Það sem Stúlla hafði fyrir löngu sagt að myndi skipta mig máli síðar var nú farið að skipta máli. Lífið er nefnilega eins og eitt stórt púsluspil og á meðan við ekki skiljum upp á hár hver við erum eða hvaðan við erum, vantar einhver púsl. Og Stúlla vissi sem var að fyrstu týndu púslin mín þyrfti hún að taka með mér. Í dag kveðjum við þessa mögnuðu konu sem við vitum reyndar öll að var stærri en lífið sjálft. Við grátum minn- ingarnar en huggum okkur við fullvissuna um að nú líði henni vel. Ég kveð með sömu orðum og ég veit að svo mörg ykkar munu grípa til í huganum í dag. Þetta eru ekki mörg orð en þau segja allt sem segja þarf: Takk Stúlla. Rakel Sveinsdóttir. Elskulega vinkona mín hún Stúlla hefur nú kvatt þetta jarðvistarlíf. Þegar kemur að kveðjustund þá er maður aldrei tilbúinn. Yndislegri vinkonu var ekki hægt að hugsa sér. Þú gafst mér oft svo góð ráð um svo margt sem viðkom lífinu enda hafðir þú góða tengingu við æðri máttarvöld sem þú gast miðlað til mín og annarra sem til þín leituðu. Stórbrotin mann- eskja varst þú, full af kærleika og visku sem svo margir fengu að njóta í samvistum við þig. Þér var umhugað um svo marga og alltaf þegar við hitt- umst sagðir þú, jæja, hvað seg- ir þú svo af mömmu þinni og pabba og gengur ekki vel með Gunnar Skúla og allt lífið þitt í Reykjavík, Silla mín? Þú varst alltaf að hugsa um hvort öllum liði ekki vel. Margar yndislegar minning- ar á ég sem eru mér svo kærar, allar ferðirnar sem ég fékk að njóta með þér og Dagmar til Ítalíu þar sem þið mæðgur vor- uð á heimavelli, þar var hlegið og notið skemmtilegra sam- vista. Þú vaktir athygli hvar sem þú komst með þitt ljósa hár, rauðar varir, rauðar neglur og hvernig þú lagðir svo jakkann þinn óaðfinnanlega á axlirnar. Já, það fór ekki framhjá nein- um þegar Stúlla mín mætti ein- hvers staðar. Minnisstætt er mér þegar að þú fórst með mér í Dolce & Gabbana-búðina á Ítalíu og þar varð ég að eignast úr hlaðið gimsteinum og þú skildir mig sko alveg, auðvitað kaupir þú þér þetta, Silla mín, þetta er geggjað. Ef einhver skildi glamúr og fallega hluti þá varst það þú. Þú varst fagurkeri og hafðir gaman af fallegum skóm og töskum sem við gátum nú oft dáðst að saman. Missir barna þinna og barna- barna er mikill, elsku Stúlla mín, og þar sem ég átti margar góðar stundir með þér og Dag- mar þá veit ég að ykkar sam- band var sérstakt, ekki bara að þið væruð mæðgur, heldur svo góðar vinkonur og gerðuð svo ótalmargt saman hvort sem var að ferðast saman erlendis eða njóta góðra stunda hér heima. Elsku Stúlla, takk fyrir góða samfylgd og að hafa verið mér alltaf svo góð og alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég leit- aði til þín, þú varst gullmoli sem fór ekki framhjá neinum því það stirndi á þig og þú varst tignarleg og töff týpa. Ég mun minnast þín alltaf þegar ég sé rauðan varalit og naglalakk og mun setja mér að skarta því af og til til minningar um þig. Elsku Freysteinn, Bjarni, Sigmar og Dagmar, missir ykk- ar er mikill og bið ég góðan guð um að umvefja ykkur á þessum erfiðu tímum, minning um ynd- islega móður og ömmu mun lifa. Takk fyrir allt, elsku Stúlla, og ég veit að fólkið þitt í hinum dulda heimi mun umvefja þig og varðveita. Hvíl í friði, elsku vinkona. Þín Sigurlaug Skúladóttir. Nú liggja fjögur karton af Camel filterslausum á borðinu, næst ekki í eigandann að svo stöddu. Þetta er staðan. Nú hefur hún Stúlla mín skipt um vinnustað eða kannski bara um skrifborð, en hún vann alltaf á tveimur stöðum í einu; hérna megin og hinum megin. Nú er hún semsagt hinum meg- in og fer væntanlega að vinna þaðan fljótlega ef ég þekki hana rétt. Stúllu kynntist ég í kringum aldamótin þegar einhver vildi endilega að ég hitti þennan mikla sjáanda að norðan sem hún vissulega var. Ég hafði nú gaman af að fá fréttir af mér að handan og þegar hún hringdi í mig spurði ég hana oft í gríni hvað væri eiginlega að frétta af mér. Strax frá fyrstu kynnum urðum við góðir vinir og óx sú vinátta með árunum. Við gátum hjálpað hvort öðru þótt hjálpin kæmi úr sitthvorri áttinni. Við áttum margar ógleymanlegar stundir enda Stúlla ótrúlega lit- skrúðug persóna sem sagði endalausar óborganlegar sögur sem varla eru prenthæfar. Stúlla fór ekki fram hjá nein- um. Man sérstaklega eftir þegar hún heimsótti mig til Kaup- mannahafnar veturinn 2007 og kannski lýsir það stælnum á minni, kom með tvær töskur; Köbentöskuna og svo Barce- lonatöskuna, en það var enda- stöðin í þessari ferð. Ég bjó steinsnar frá Café Viktor þar sem ég var búinn að panta borð fyrir mig, hana og konuna mína, en hún á sínum háu hæl- um gat nú alls ekki labbað þessa fáu metra því steinarnir gætu skemmt skóna. Að sjálf- sögðu var pantaður taxi þessa stuttu ferð sem líklega hefur aldrei verið gert í kóngsins Köben, enda norðlenska drottn- ingin sjálf þarna á ferð. Hún kunni að lifa lífinu og var alltaf til í að hjálpa öllum sem áttu í vandræðum eða um sárt að binda, enda fann hún sannkallaða samkennd með fólki sem átti bágt. Ég gleymi ekki þegar ég stóð úti í miðri Miðfjarðará og hafði ekki séð fisk stökkva þá vaktina, viti menn hringir ekki Stúlla og spyr hvað ég sé að gera. Ég geri henni grein fyrir því og ber mig aumlega, hún segist nú geta reddað því, hún ætli að hafa samband við látinn frænda sinn, hann Skúla, sem hafði alltaf veitt í Hrútafjarðará hér á árum áður. Ég gerði henni grein fyrir því að Hrútafjarð- arveiðimaður gæti ekki leið- beint að handan í Miðfjarðará, hún hélt nú það … Og viti menn; þegar símtalinu lauk var hann kominn. Svo var nú svo skrýtið að þegar hún dregur sinn síðasta andardrátt er ég staddur í heimsókn í klaustri á Ítalíu, akkúrat í hádegisbænastund að hugsa til hennar, sem passar svo vel við þessa eðalkonu sem var sannarlega mikill Ítali í sér og afar trúuð. Stúlla mín, takk fyrir mig og mína fjölskyldu í blíðu jafnt sem stríðu, þangað til næst. Dagmar, Simmi, Freysteinn og Bjarni, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Ákason. Mín kæra vinkona til margra ára er nú kvödd. Stúlla var vin- ur með stórum stöfum með sinn eldrauða varalit, ljósa hárið og dálítið flegin. Hún var heil- steypt, trygg og trú og lagði mikið upp úr heiðarleika. Hún var greiðug og gjafmild og ekkert var of gott fyrir börnin hennar og vini. Hennar æðri vitund leyndist fáum, en aldrei kom fyrir að hún flaggaði sinni náðargáfu óspurð. Stúlla var mikill mannvinur og gæti hún lagt hönd á plóg þá gerði hún það. Hún var mikil ferða- lagadrottning og hafði farið um veröld víða; Ítalía, París, Ís- land … þar tókst okkur að vinna saman þó á ólíkan hátt væri og höfðum báðar mikla ánægju af. Stolt Stúllu minnar voru börnin hennar fjögur og þeirra fólk, Freysteinn, Simmi, Bjarni og Dagmar, sem umvöfðu mömmu sína þessar vikur sem þessi snarpa barátta stóð yfir og hefði enginn getað gert það betur andlega eða líkamlega. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra, einnig sendi ég aldraðri móður Stúllu hlýjar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Ingibjörg Bjarnadóttir HINSTA KVEÐJA Kæra Stúlla. Ég þakka þér fyrir góð kynni og skemmtilega tíma hér á Kanarí og sérstaklega þakka ég þér alla hjálpina í alvarlegum veikindum mín- um á síðasta ári sem ég tel að án afskipta þinna hefðu ekki farið eins vel. Hvíldu í friði. Halldór Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.