Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 35
undur við Morgunblaðið, tímaritið Mannlíf og Viðskiptablaðið. Hann starfaði hjá Íslandspósti 2005-2010. Ólafur gekk ungur til liðs við Sam- tök hernámsandstæðinga og síðar Æskulýðsfylkinguna og sat þar í stjórn 1965-69. Þar kynntist hann traustum vinum, þeim Þorsteini Marelssyni og Vernharði Linnet, og hélst vinátta þeirra æ síðan, en Þor- steinn lést árið 2007. Djasspáfinn Vernharður leiddi vin sinn inn í undraheim djassins, þar sem Ólafur hefur átt margar góðar stundir. Útivist og gönguferðir hafa verið stór þáttur í lífi Ólafs á undan- förnum árum. Hann unir sér vel í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar á Sjónarhóli í Mjóadal, þar sem hann situr oft við skriftir. Á seinni árum hefur áhugi Ólafs í auknum mæli beinst að andlegum og trúarlegum málefnum: „Þar gætir áhrifa frá fóstru minni, Guðrúnu Ólafsdóttur, og þeim mæta manni Sigurbirni Einarssyni biskup.“ Þá hefur áhugi hans í seinni tíð beinst að ævisögum merkra Íslend- inga og er hann hafsjór af fróðleik í þeim efnum að sögn vina hans. Ritstörf Ólafur hóf ungur ritstörf, sat í rit- stjórn Æskulýðssíðu Þjóðviljans 1967-69 og naut þar velvildar og til- sagnar Magnúsar Kjartanssonar rit- stjóra, var í hópi útgefenda og höf- unda að „Lystræningjanum“ og „Tónlistartímaritinu“ og stóð að bókaútgáfu á árunum 1977-83. Rit Ólafs: Fáfniskver, ljóðabók, útg. 1973; Skóhljóð aldanna, ljóða- bók, 1976; Stútungspungar, skáld- saga, 1979; Boðið upp í dans, skáld- saga, 1982; Skringilegt mannlíf, smásagnasafn, 1983; Skekkja í bók- haldinu, smásagnasafn,1989; Ævin- týraþorpið, fyrsta bindi skáld- ævisögu, 2007; Byltingarmenn og bóhemar, annað bindi skáldævisögu, 2009, og Skáldaspegill, þriðja bindi skáldævisögu, 2013. Eftir Ólaf liggja ennfremur nokkur útvarpsleikrit og smásögur eftir hann hafa verið lesn- ar í Ríkisútvarpinu. Hálfbróðir Ólafs er Ágúst Þór Ormsson, f. 23.8. 1951, bifreiðasmið- ur, kvæntur Ingibjörgu Kristins- dóttur og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Ólafs voru Jóna Kristín Arnfinnsdóttir, f. 20.10. 1917, d. 10.6. 1948, húsfreyja, og Ormur Ólafsson, f. 10.4. 1918, d. 22.8. 2012, vélstjóri, starfsmaður Flugleiða og formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Úr frændgarði Ólafs Ormssonar Ólafur Ormsson Guðmunda Margrét Kristjánsdóttir húsfr. í Lambadal Sigurlíni Kristjánsson b. í Lambadal ytri og í Botni Ingibjörg Jóna Sigurlínadóttir húsfr. í Lambadal Jóna Kristín Arnfinnsdóttir húsfr. í Rvík Arnfinnur K.M. Jónsson b. á Dröngum og í Lambadal í Dýrafirði Margrét Kjartansdóttir húsfr. á Kirkjubóli Jón Arnfinnsson b. á Kirkjubóli í Bjarnardal Ormur Ormsson rafveitustj. í Borgarnesi Fjóla Eiríksdóttir húsfr. í Keflavík Hreinn Líndal óperusöngvari Haraldur Líndal Haraldsson fv. bæjarstj. í Hafnarfirði Sveinbjörg Ormsdóttir húsfr. í Norðurkoti á Miðnesi eynir Eiríksson ugstj. í Keflavík R fl Egill Vignir Reynisson flugrekstrarstj. Wow air Rannveig Hrönn Kristinsdóttir v. fulltrúi í Rvík Sigurveig Margrét Eiríksdóttir húsfreyja í Rvík Eiríkur Ormsson stofnandi Bræðranna Ormssonf Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónskáld Jón Ormsson rafvirkjam. í Rvík og stofnandi Bræðranna Ormsson Jón Aðalsteinn Jónsson forstöðum. Orðabókar Háskóla Íslands Jón Viðar Jónsson leik- listargagn- rýnandi Guð­ finna Arn- finns­ dóttir húsfr. á Flat- eyriHallur Stefánsson fv. kaupm. íSvalbarða við Framnesveg í Rvík Brynhildur Stefáns- dóttir húsfr. í Birkihlíð í Reykholtsdal Elín Magnús­ dóttir hús- tjórnarkenn- ari á Hrísum í Reykjadal, S-Þing. s Magnús Arason verk- fræð­ ingur hjá Eflu Sólveig Brynjólfsdóttir húsfr. í Skammadal, frá Suður­Hvammi Jakob Þorsteinsson b. í Skammadal í Mýrdal Guðrún Jakobsdóttir húsfr. á Hjalla Ólafur Ormsson b. á Hjalla í Höfnum Sveinn Ólafsson húsasmiður í Rvík Einar Ólafur Sveinsson prófessor við HÍ og forstöðum. Stofnunar Árna Magnússonar Sveinn Einarsson fyrrv. þjóðleikhússtj. og dagskrárstj. við Sjónvarpið Guðrún Ólafsdóttir húsfr. á Kaldrananesi, bróðurdóttir Ingimundar, afa Jóhannesar Kjarval listmálara Ormur Sverrisson b. á Kaldrananesi í Mýrdal Ormur Ólafsson vélstj., starfsm. Flugfélags Íslands og Flugleiða og form. Kvæðamannafélagsins Iðunnar Göngugarpar Ólafur og Svenni Guðjóns í Roof Tops, við Gróttu. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 JÓLAGJÖFIN í ár? við kynnum arc-tic Retro með keðju Fyrir DÖMUR og HERRA VERÐ AÐEINS: 34.900,- VERÐ FRá: 29.900,- Sigurður Elí Haraldsson fædd-ist 16.11. 1928. Foreldrar hansvoru Járngerður Jónsdóttir og Haraldur Jónsson en þau bjuggu á Tjörnum undir Eyjafjöllum. Sig- urður var fjórði í röð níu systkina. Eiginkona Sigurðar var Þorgerður Árnadóttur Blandon sem lést 2011. Hún var dóttir hjónanna Þorbjargar Grímsdóttur Blandon og Árna Er- lendssonar Blandon. Börn Sigurðar og Þorgerðar eru Þorbjörg hjúkr- unarfræðingur, Haraldur læknir og Arnheiður Erla skrifstofustjóri. Sigurður Elí ólst upp við öll al- menn sveitastörf á Tjörnum. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist frá Verslunarskóla Ís- lands 1952. Sigurður Elí var sölu- og fram- kvæmdastjóri við iðnfyrirtækið SAVA í tæpan áratug. Árið 1966 stofnaði hann fyrirtækið Elfi ehf. Hann starfrækti verslanir í Reykja- vik og um tíma í Vestmannaeyjum, en lengst af rak hann, ásamt eigin- konu sinni og dóttur, verslun við Laugaveginn. Þau hættu verslunar- rekstri árið 1998. Auk þess átti Sig- urður og rak saumastofuna Skinfaxa með Guðlaugu Snorradóttur. Sigurður var alla tíð áhugamaður um framtíð miðbæjarins í Reykjavík og þá ekki síst Laugavegar sem verslunargötu. Hann sat m.a. í nefndum og ráðum borgarinnar er lúta að þeim málefnum, sat lengi í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands og var þar formaður 1983-87. Hann var formaður karlakórsins Fóst- bræðra 1958-60 og stuðlaði þá m.a. að stofnun Gamalla Fóstbræðra. Hann söng í kirkjukór Grensás- sóknar í mörg ár á upphafsárum þess safnaðar, var framkvæmdastjóri orgelsjóðs Hallgrímskirkju 1988-92 og vann ötullega að því að stóra Kleis-orgelið í kirkjunni varð að veruleika. Sigurður Elí var ófeiminn að koma skoðunum sínum á framfæri og sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið. Sigurður lést 14.1. 2010. Merkir Íslendingar Sigurður Elí Haraldsson 90 ára Bryndís Guðmundsdóttir Jóhannes Guðni Jónsson 85 ára Geirþrúður Kr Kristjánsdóttir Halldóra Gunnarsdóttir Hrafnkell Kjartansson Ingibjörg Elíasdóttir Már Sveinsson 80 ára Auður Reykdal Ingólfsdóttir Lilja Vestmann Sverrir Halldórsson 75 ára Alma Þorvarðardóttir Kristján Karlsson Margrét Kjartansdóttir Ólafur Ormsson Sigurdís Sigurðardóttir 70 ára Ásta B. Eðvarðsdóttir Bergljót G. Einarsdóttir Bjarndís Harðardóttir Gyða Brynjólfsdóttir Ingimundur Steingrímsson Sigurberg Gröndal Ragnarsson Sigurrós Guðmundsdóttir Skarphéðinn Þórisson Þórdís Ásgeirsdóttir 60 ára Baldur Helgi Friðriksson Guðrún Ásta Sigurðardóttir Hörður Garðarsson Ragnar Eðvarðsson Salína Aðalbjörg Helgadóttir Sigríður Thorsteinsson Sigurlaug Jónína Waage Þorlákur Kjartansson 50 ára Sigríður H. Guðmundsdóttir Sigurður Helgi Jóhannsson 40 ára Elzbieta Sajkowska Friðgeir Ingi Eiríksson Guðjón Skúli Jónsson Guðmundur Ingi Bjarnason Gunnar Lárus Karlsson Jóhann Þór Sigurðsson Jón Freyr Halldórsson Kristín Þorleifsdóttir María Guðnadóttir Miroslaw Rachwal Nína Heiðrún Óskarsdóttir Sigurþóra Hauksdóttir Styrmir Kristjánsson Valdimar Kristjánsson Valtýr Kári Finnsson Vigdís Kristjánsdóttir 30 ára Andrei Trinca Anita Jowita Czmut Anna Ásthildur Thorsteinsson Arie Bob Villariasa Riesenbeck Dagný Jónsdóttir Gabriella Unnur Kristjánsdóttir Jón Bragi Pálsson Katarzyna Elzbieta Mach Katarzyna M. Kaminska Leonardo Grillo Mariusz Sziming Orri Páll Vilhjálmsson Pavel Sergeev Velikov Sigurbjörg S. Róbertsdóttir Silja Jóhannesdóttir Skúli Sigvaldason Steinar Smári Einarsson Telma Rut Georgsdóttir Vilborg Ása Dýradóttir Til hamingju með daginn 40 ára Elzbieta ólst upp í Póllandi en flutti til Ís- lands árið 2000, er bú- sett í sveitarfélaginu Vog- um og starfar hjá VM, Félagi vélstjóra og málm- tæknimanna. Hún er mjög fróð um Star Trek- alheiminn. Maki: Kristófer Ragnars- son, f. 1976, fróður um Star Wars-alheiminn. Sonur: Daníel Þór Harðarson, f. 2001, fróð- ur um Destiny-alheiminn. Elzbieta Sajkowska 30 ára Silja býr á Akur- eyri, lauk MSc-prófi í hjúkrunarfræði og starfar á Hlíð. Maki: Jóhann Heiðar Friðriksson, f. 1979, sjóm. Börn: Halla Björg, f. 2000 (sjúpdóttir); Jóhannes Helgi, f. 2009; Júlía Björg, f. 2014, og Hrannar Már, f. 2016. Foreldrar: Lára Ágústa Ólafsdóttir, f. 1963, og Jóhannes Sigfússon, f. 1963. Silja Jóhannesdóttir 30 ára Sigurbjörg er félagsliði og vinnur við Hjúkrunarheimilið Foss og Ljósheima á Selfossi. Maki: Ármann Magnús Ár- mannsson, f. 1989, véla- maður hjá Borgarverki. Börn: Viktor Snær Ár- mannsson, f. 2008, og Halldóra Karitas Ármanns- dóttir, f. 2012. Foreldrar: Hólmfríður Stella H. Ólafsdóttir, f. 1959, og Róbert Bragi Guðmundsson, f. 1956. Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.