Morgunblaðið - 16.11.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 16.11.2018, Síða 44
*Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró og flug bókað fram og til baka. FREISTANDI FERÐIR Evrópa eða Ameríka? Þitt er valið! Brunaðu til Boston,njóttu þín í NewYork eða drífðu þig til Pittsburgh.Þú getur líka slappað af í Amsterdam,flýtt þér til Frankfurt eða drifið þig til Dublin.Gerðu vel við þig og bókaðu freistandi borgarferðmeðWOWair. DUBLIN FRÁ 6.499kr.* Tímabil: nóv.–mars FRANKFURT FRÁ 6.499kr.* Tímabil: des.–mars NEW YORK FRÁ 12.999kr.* Tímabil: des.–mars PITTSBURGH FRÁ 12.999kr.* Tímabil: nóv.–mars BOSTON FRÁ 12.999kr.* Tímabil: nóv.–mars AMSTERDAM FRÁ 7.499kr.* Tímabil: nóv.–mars Ljótu hálfvitarnir halda upp á dag ís- lenskrar tungu með heiðurs- tónleikum á Hard Rock Café í kvöld kl. 22. Á þeim verður farið með fleip- ur og staðlausa stafi að sögn hálfvit- anna en að langmestu leyti á frum- máli hálfvitans í tilefni dagsins. Annar í íslenskri tungu verður síðan haldinn hátíðlegur á morgun með sama hætti. Fara með fleipur og staðlausa stafi FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 320. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Íslandsmeistarar Fram komu sér af fullum þunga aftur í baráttuna um efsta sæti Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld með fimm marka sigri á Val, 27:22. Valskonur eru eftir sem áður á toppi deild- arinnar en nú aðeins stigi á undan Fram. Valskonur skoruðu ekki mark á síðustu tíu mínútum leiksins en Fram skoraði fimm. » 2 Meistararnir með afar mikilvægan sigur ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Hljómsveitin GusGus heldur tón- leika í Eldborg í Hörpu annað kvöld kl. 20 en þar sem uppselt er á þá var aukatónleikum bætt við kl. 22.30. Eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar í Eldborg og verða fyrri hljómsveitarmeð- limir gestir og flytja með GusGus mörg af vinsælustu lögum sveitarinnar en aðalsöngvarar kvöldsins verða Urður Há- kon- ardóttir, Högni Eg- ilsson og Daníel Ágúst Haraldsson. GusGus heldur tvenna tónleika í Eldborg Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þriðja þáttaröðin af Heimilislífi fór í loftið í morgun á Smartlandi á mbl.is og er Egill Ólafsson söngv- ari gestur fyrsta þáttarins. Eftir að hafa búið í gömlu bárujárnshúsi við Grettisgötu í Reykjavík í 37 ár fluttu þau; Egill og eiginkona hans, Tinna Gunnlaugsdóttir, leikkona og fyrr- verandi þjóðleik- hússtjóri, í nýrri og minni íbúð við Skúlagötu. Það þætti kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að Egill var ósáttur á sínum tíma þegar blokkin var byggð og kvart- aði yfir því að hún skyggði á útsýn- ið úr húsinu hans við Grettisgötu. Útsýni yfir sundin blá „Svona étur byltingin börnin sín,“ segir Egill í þættinum. Hann segist sáttur á nýja staðnum, íbúð- in sé góð og í kaupbæti hafi þau framúrskarandi útsýni til Esjunnar og yfir Sundin blá. Annars dveljast þau Egill og Tinna mikið þessi misserin í Stokkhólmi hvar þau eiga íbúð. Einnig eiga þau skútu og eru mikið í siglingum erlendis og halda þá til í fleyinu. Marta María Jónasdóttir sem sér um Smartland á mbl.is er um- sjónarmaður Heimilislífs ásamt Arnari Steini Einarssyni pródú- sent. Þættirnir hófu göngu sína í júní á síðasta ári og hafa fengið framúrskarandi viðtökur. Um 30.000 notendur hafa séð fyrri þætti. Tíu þættir „Hugmyndin að þessum þáttum var búin að vera lengi í mótun en við bjuggumst kannski ekki við þessum óskaplegu vinsældum. Það er því við hæfi að byrja nýja þátta- röð heima hjá Agli því stjarna hans skín alltaf jafnskært og honum liggur alltaf eitthvað á hjarta. Ég hef fylgst með þessu flutningsferli hans af miklum áhuga,“ segir Marta María um tilurð þáttanna sem verða alls tíu talsins. Þeir fara jafnan í loftið á föstudögum og meðal þeirra sem tekið verður hús á eru Hallgrímur Helgason rithöf- undur, Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Fríða Friðriksdóttir snyrtivörudrottning og Björg Inga- dóttir í Spaksmannsspjörum. Morgunblaðið/Eggert Stórsöngvari „Svona étur byltingin börnin sín,“ segir Egill Ólafsson í þætt- inum Heimilislíf – hvar honum er ekki orða vant frekar en fyrri daginn. Heimilislífið hjá Agli  Ný þáttaröð af Heimilislífi á Smartlandi fer í loftið í dag  Hús tekið á áhugaverðu fólki  Bjó í sama húsinu í 37 ár Marta María Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.