Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 281. tölublað 106. árgangur
24 SÍÐNA
SÉRBLAÐ UM
VIÐSKIPTI
MEÐ SAK-
LEYSISBLIK
TRÚÐSINS
SÉRBLAÐ
UM
ATVINNU
KVENFÓLK 79 ÁTTA SÍÐNA SÉRBLAÐVIÐSKIPTAMOGGINN
Tungnaá teiknar tvö andlit sem virðast kyssast heitum
kossi á kaldranalegum Austurbjöllum nokkuð austan
við Landmannalaugar. Stóra vatnið vinstra megin á
myndinni heitir Austurbjallavötn og framan við það er
fjallið Hnaus. Ofan við flæðurnar til hægri blasa Ból-
brekka og Snjóölduhorn við sólu. Litla vatnið hægra
megin er ónefnt en framan við það er þríhyrningslaga
Stakihnúkur og nær vetrarsólin að lýsa hann upp.
Morgunblaðið/RAX
Kaldur koss á Austurbjöllum
Innleiðing fimmtu kynslóðar farneta,
5G tenginga fyrir fjarskipti í far-
símakerfinu, er í burðarliðnum hér á
landi en talið er að sú þráðlausa
tækninýjung muni hafa byltingar-
kennd áhrif í samfélaginu.
,,Tæknin er að verða stöðluð og
fyrirtækin eru farin að smíða bún-
aðinn inn á 5G,“ segir Hrafnkell V.
Gíslason, forstjóri Póst- og fjar-
skiptastofnunar (PFS).
5G tæknin mun marka stórt skref
fram á við í þróuninni á fjarskipta-
markaði og býður upp á nettengingar
hluta, tækja og tóla. ,,Það er sagt að
5G sé net Internets hlutanna og þar
erum við sem samfélag að fara inn á
nýjar brautir,“ segir Hrafnkell. Setja
þarf upp þéttara sendanet og fyrir
mun hærri tíðnisvið en notuð eru í
dag eða upp í allt að 26 gígarið.
„Vegalengdin sem sendirinn dregur
er mældur í tugum eða örfáum
hundruðum metra. Það þarf að þétta
sendinetið og kannski verða send-
arnir settir á ljósastaura,“ segir
Hrafnkell. Að sögn hans eru íslensk
fjarskiptafyrirtæki þegar farin að
innleiða svonefnda Narrowband-IoT-
tækni sem býr í haginn fyrir innleið-
ingu 5G. Þróun 5G tækninnar sé því í
raun og veru þegar farin að síast inn í
fjarskiptakerfið. „Ég tel að fjar-
skiptafélögin séu með nægjanlegar
tíðniheimildir þannig að þau geta far-
ið af stað með þær prófanir sem þau
vilja ráðast í og það mun ekki standa
á okkur að útvega tilraunaleyfi og
annað sem þarf til að fara út í próf-
anir.“ omfr@mbl.is »14
5G farnetin í burðar-
liðnum hér á landi
Samfélagið að fara inn á nýja braut
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Rekstrarstaða WOW Air hefur
þrengst verulega frá því að samning-
ur um kaup Icelandair Group á öllu
hlutafé félagsins var undirritaður 5.
nóvember síðastliðinn. Dregið hefur
úr bókunum sem aftur hefur áhrif á
lausafjárstöðu félagsins. Í gærdag sá
fjármálastjóri félagins sig knúinn til
að tilkynna starfsfólki að laun yrðu
greidd út um mánaðamótin.
Drög að áreiðanleikakönnun á
rekstri WOW, sem lágu fyrir í gær,
sýna að reksturinn er í algjörum járn-
um. Á sama tíma hefur reynst erfitt
að fá kröfuhafa félagsins til þess að
gefa eftir í þeirri viðleitni að greiða
fyrir sölunni. Mun það m.a. standa í
þeim að hlutdeild seljanda félagsins
sé tryggð með afhendingu 1,8% hlut-
ar í Icelandair Group, gangi salan
eftir. Niðurstöður áreiðanleikakönn-
unarinnar benda hins vegar ótvírætt
til þess að hlutdeild seljanda í öðru
gagngjaldi, sem að hámarki hefði get-
að orðið 5,4% verði í raun 0% við frá-
gang viðskiptanna. Hluthafafundur
Icelandair Group verður haldinn í
fyrramálið. Þar mun stjórn félagsins
annaðhvort leggja til að tillaga um
kaup félagsins á öllu hlutafé WOW air
verði samþykkt eða henni synjað.
Endanleg afstaða stjórnarinnar mun
ráðast á stjórnarfundi í kvöld. Heim-
ildir ViðskiptaMoggans herma að
ekki komi til greina að fresta ákvörð-
un um kaupin. Niðurstaða verði að
liggja fyrir á morgun.
Staða WOW
enn þrengri
en talið var
Dregið hefur úr farmiðabókunum
Niðurstaða liggur fyrir á morgun
MViðskiptaMogginn
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUROG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLARSTÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504