Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  281. tölublað  106. árgangur  24 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM VIÐSKIPTI MEÐ SAK- LEYSISBLIK TRÚÐSINS SÉRBLAÐ UM ATVINNU KVENFÓLK 79 ÁTTA SÍÐNA SÉRBLAÐVIÐSKIPTAMOGGINN Tungnaá teiknar tvö andlit sem virðast kyssast heitum kossi á kaldranalegum Austurbjöllum nokkuð austan við Landmannalaugar. Stóra vatnið vinstra megin á myndinni heitir Austurbjallavötn og framan við það er fjallið Hnaus. Ofan við flæðurnar til hægri blasa Ból- brekka og Snjóölduhorn við sólu. Litla vatnið hægra megin er ónefnt en framan við það er þríhyrningslaga Stakihnúkur og nær vetrarsólin að lýsa hann upp. Morgunblaðið/RAX Kaldur koss á Austurbjöllum Innleiðing fimmtu kynslóðar farneta, 5G tenginga fyrir fjarskipti í far- símakerfinu, er í burðarliðnum hér á landi en talið er að sú þráðlausa tækninýjung muni hafa byltingar- kennd áhrif í samfélaginu. ,,Tæknin er að verða stöðluð og fyrirtækin eru farin að smíða bún- aðinn inn á 5G,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS). 5G tæknin mun marka stórt skref fram á við í þróuninni á fjarskipta- markaði og býður upp á nettengingar hluta, tækja og tóla. ,,Það er sagt að 5G sé net Internets hlutanna og þar erum við sem samfélag að fara inn á nýjar brautir,“ segir Hrafnkell. Setja þarf upp þéttara sendanet og fyrir mun hærri tíðnisvið en notuð eru í dag eða upp í allt að 26 gígarið. „Vegalengdin sem sendirinn dregur er mældur í tugum eða örfáum hundruðum metra. Það þarf að þétta sendinetið og kannski verða send- arnir settir á ljósastaura,“ segir Hrafnkell. Að sögn hans eru íslensk fjarskiptafyrirtæki þegar farin að innleiða svonefnda Narrowband-IoT- tækni sem býr í haginn fyrir innleið- ingu 5G. Þróun 5G tækninnar sé því í raun og veru þegar farin að síast inn í fjarskiptakerfið. „Ég tel að fjar- skiptafélögin séu með nægjanlegar tíðniheimildir þannig að þau geta far- ið af stað með þær prófanir sem þau vilja ráðast í og það mun ekki standa á okkur að útvega tilraunaleyfi og annað sem þarf til að fara út í próf- anir.“ omfr@mbl.is »14 5G farnetin í burðar- liðnum hér á landi  Samfélagið að fara inn á nýja braut Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Rekstrarstaða WOW Air hefur þrengst verulega frá því að samning- ur um kaup Icelandair Group á öllu hlutafé félagsins var undirritaður 5. nóvember síðastliðinn. Dregið hefur úr bókunum sem aftur hefur áhrif á lausafjárstöðu félagsins. Í gærdag sá fjármálastjóri félagins sig knúinn til að tilkynna starfsfólki að laun yrðu greidd út um mánaðamótin. Drög að áreiðanleikakönnun á rekstri WOW, sem lágu fyrir í gær, sýna að reksturinn er í algjörum járn- um. Á sama tíma hefur reynst erfitt að fá kröfuhafa félagsins til þess að gefa eftir í þeirri viðleitni að greiða fyrir sölunni. Mun það m.a. standa í þeim að hlutdeild seljanda félagsins sé tryggð með afhendingu 1,8% hlut- ar í Icelandair Group, gangi salan eftir. Niðurstöður áreiðanleikakönn- unarinnar benda hins vegar ótvírætt til þess að hlutdeild seljanda í öðru gagngjaldi, sem að hámarki hefði get- að orðið 5,4% verði í raun 0% við frá- gang viðskiptanna. Hluthafafundur Icelandair Group verður haldinn í fyrramálið. Þar mun stjórn félagsins annaðhvort leggja til að tillaga um kaup félagsins á öllu hlutafé WOW air verði samþykkt eða henni synjað. Endanleg afstaða stjórnarinnar mun ráðast á stjórnarfundi í kvöld. Heim- ildir ViðskiptaMoggans herma að ekki komi til greina að fresta ákvörð- un um kaupin. Niðurstaða verði að liggja fyrir á morgun. Staða WOW enn þrengri en talið var  Dregið hefur úr farmiðabókunum  Niðurstaða liggur fyrir á morgun MViðskiptaMogginn MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.