Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Páll Vilhjálmssonskrifar:    Trump bauðBretum frí- verslunarsamning fyrir fjórum mán- uðum, segja fjöl- miðlar, en May for- sætisráðherra hafnaði, sagði Breta ekki tilbúna að snúa baki við Evrópu- sambandinu. Samningurinn sem May gerði við Evrópusam- bandið verður líklega felldur í breska þinginu. Bretar verða að velja á milli Bandaríkjanna og ESB, skrifar dálkahöfundurinn Je- remy Warner.    Fari svo að Bretland halli sérmeira að Bandaríkjunum og sambandið við ESB kólnar verður Ísland í þeirri stöðu að sitja á milli Bretlands og Bandaríkjanna en með hallærislegan EES-samning við ESB. Eina raunhæfa leið Ís- lands er að halda að sér höndunum á meðan stórveldin útkljá sín mál. Ekki undir nokkrum kringum- stæðum ættum við að festa okkur í neti ESB. Af því leiðir ættum við að afþakka þriðja orkupakkann.“    May hefur tekið þátt í öllumönugheitum þegar leiðtogar ESB hafa hálfhræddir ullað að Bandaríkjunum frá því að Hillary missti af forsetaembættinu vegna óvæntra afskipta kjósenda. May þagði, svo drundi í þegar Macron í örvæntingu yfir eigin stuðnings- hrapi notaði orðið þakkarhátíð um það þegar Bandaríkin og Bretar björguðu meginlandinu í fyrra skiptið til að boða stofnun hers til að verjast Bandaríkjunum(!) (auk Kína og Rússlands).    Það smekkleysi verður í minnumhaft um aldir. Vertu sæl May STAKSTEINAR Theresa May Páll Vilhjálmsson Eftir að Spölur gaf út lokaútkall vegna inneignar veglykla og afsláttarmiða hefur óhemjumiklu verið skilað inn. Gera má ráð fyrir drjúgri viðbót síðustu daga nóvem- bermánaðar, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Spalar. Síðasti dag- ur til að skila inn er á morgun, föstu- dag. Þetta þýðir að úrvinnslutími erinda og skilagreina lengist, eins og búist var við, segir í fréttinni. Í gær, 28. nóvember, voru starfsmenn Spalar til dæmis að vinna úr gögnum sem bár- ust fyrir um það bil þremur vikum og fyrirsjáanlegt að það muni tæplega takast í desember að vinna úr öllu því sem safnast hefur fyrir. „Spölur biður því viðskiptavini sína ljúfmannlega um að beisla jólafriðinn og sýna því skilning og þolinmæði að þetta tekur allt sinn tíma,“ segir í fréttinni. Staðan að kvöldi þriðjudags 27. nóvember var: Greiddar höfðu verið út af viðskiptareikningum 132 millj- ónir króna af alls 231 milljón króna sem viðskiptavinir áttu inni vegna ónotaðra ferða. Greitt hafði verið skilagjald fyrir 21.600 veglykla upp á alls um 64 milljónir króna. Greiddar höfðu verið tæplega 20 milljónir króna fyrir 31.000 afsláttarmiða af þeim liðlega 111.000 miðum sem voru útistandandi. Alls er búið að greiða út 216 milljónir og þúsundir erinda eru óafgreidd „í pípunum“. sisi@mbl.is Lokaútkallið snarvirkaði hjá Speli  Óhemjumiklu verið skilað inn síðustu daga  Búið að borga út 216 milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjaldtöku hætt Sigurður Ingi Jó- hannsson skrúfar fyrir kerfið. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is ÁTTU MANNBRODDA? - ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í gær urðu þau tímamót í sögu Hæstaréttar Íslands að þar voru í síð- asta sinn flutt mál sem lúta hinni eldri dómstólaskipan, þ.e. eins og hún var fyrir tilkomu Landsréttar sem nýs millidómstigs. Í málinu krefjast áfrýjendur, sjávarútvegsfyrirtækin Ísfélag Vest- mannaeyja hf. og Huginn hf., að viðurkennd verði skaðabótaábyrgð ís- lenska ríkisins. Er málatilbúnaðurinn reistur á því að sjávarútvegsráðherra hafi á sínum tíma borið að lögum að viðhafa aðra aðferðafræði við úthlut- un makrílstofnsins en raunin varð. Ís- félag Vestmannaeyja og Huginn hafi borið skarðan hluti frá borði og slíkt leitt til tjóns fyrir félögin. Íslenska ríkið heldur því hins vegar fram að úhlutunin hafi verið lögum samkvæm. Fimm dómarar dæma í málinu og má búast við dómi á næstu vikum. Stefán A. Svensson lögmaður ann- ast rekstur málanna í Hæstarétti fyr- ir Ísfélagið og Hugin, og flutti Heið- rún Lind Marteinsdóttir lögmaður annað þeirra sem sitt síðasta prófmál til öflunar málflutningsréttinda fyrir Hæstarétti. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður flutti málið fyrir hönd íslenska ríkisins. Kaflaskil í Hæstarétti  Síðustu mál eldri dómstólaskipanar Morgunblaðið/Eggert Hæstiréttur Stefán A. Svensson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Einar Karl Hallvarðsson við málflutning í Hæstarétti í gærmorgun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.