Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 12
Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjúkrahúsfólk Frá vinstri talið eru hér á myndinni Ragna Gústafsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á bráðadeild, Jón
Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga, og Karl Andersen sem er yfirlæknir á Hjartagátt Landspítalans.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
M
eð vel þjálfuðu
starfsfólki og góð-
um tækjum höfum
við full tök á að
sinna hjartasjúk-
lingum. Að undanförnu höfum við
sett nýja ferla og endurskipulagt
vinnubrögð hér á deildinni, meðal
annars í samræmi við nýja tækni,
því bráða- og hjartalækningar
þróast hratt,“ segir Ragna Gústafs-
dóttir, hjúkrunardeildarstjóri á
bráðadeild Landspítalans.
Næstkomandi laugardag, 1.
desember, verður bráðamóttaka
fyrir hjartasjúklinga hluti af starf-
semi bráðadeildar í Fossvogi, en síð-
astliðin átta ár hefur þessi starfsemi
verið á spítalanum við Hringbraut á
svonefndri Hjartagátt. En héðan í
frá verður fólki með til að mynda
hjartsláttartruflanir og -óreglu,
mæði, brjóstverki og annað slíkt
sinnt í Fossvogi. Göngu- og dag-
deildir hjartalækninga verða eftir
sem áður við Hringbraut svo og
legudeild hjartalækninga og skurð-
stofur.
Starfsfólki fjölgað
Stjórnendur Landspítalans
segja að í dag vanti um 100 hjúkr-
unarfræðinga til starfa og hafi sú
staða skapað mikinn vanda í starf-
seminni. Um 40 pláss á legudeildum
Landspítala séu lokuð af þessum
sökum og er þetta ástæða þeirra
breytinga sem nú eru gerðar á þjón-
ustu við hjartasjúklinga.
„Þrátt fyrir allt gengur vel að
manna bráðadeild. Í júlí síðast-
liðnum var Hjartagáttinni lokað
tímabundið og sjúklingum beint á
bráðamóttökuna og það gekk vel og
því afréðum við að taka þetta skref
nú. Þessu fylgir að læknum hér
verður fjölgað um tvo og hjúkr-
unarfræðingum og sjúkraliðum um
fimm á sólarhring,“ segir Ragna.
Hjartalækningar í þróun
Karl Andersen, yfirlæknir
Hjartagáttar, segir sérgrein hjarta-
lækninga hafa þróast mikið á und-
anförnum árum sem kalli á breyt-
ingar í þjónustu. Þar megi nefna
fjölgun brennsluaðgerða vegna
hjartsláttartruflana, ísetningu gang-
og bjargráða og flókin inngrip á
kransæðum og hjartalokum. Þetta
kalli á aukna dagdeildar- og göngu-
deildarþjónustu. Gott væri vissulega
að öll starfsemi í hjartalækningum
væri á einum stað, en það sé ekki
nauðsyn.
„Í gáttina fáum við oft 27-28
sjúklinga á dag eða um 8.500 manns
á ári. Veikindi þessa fólks eru mis-
jafnlega alvarleg eins og gengur. Í
alvarlegustu tilvikunum er fólk flutt
með sjúkrabíl og strax á vettvangi
geta bráðaliðar hafið fyrstu aðgerð-
ir; tekið hjartalínurit og önnur lífs-
mörk og sent upplýsingar beint inn
á sjúkrahús þar sem læknir greinir
og tekur ákvarðanir, segir hvort við-
komandi sjúklingur þurfi í hjarta-
þræðingu eða aðgerð, en undirbún-
ingur með lyfjagjöf og öðru getur þá
hafist strax í sjúkrabílnum. Í öðrum
tilvikum kemur sjúklingurinn hing-
að í Fossvoginn til aðhlynningar,“
segir Karl. Bætir við að erlendis sé
þetta fyrirkomulag alsiða, ástand
sjúklinga sé greint áður en þeir
koma í hús sem geri vinnu lækna,
hjúkrunarfræðinga og annarra skil-
virkari en ella.
Greint og forgangsraðað
Það var í september síðast-
liðnum sem tekin var ákvörðun um
flutning á starfsemi Hjartagáttar-
innar. Því þurfti að bregðast hratt
við í undirbúningsstarfi, þar sem
Landspítalafólk hefur meðal annars
notið aðstoðar erlendra sérfæðinga
sem hafa hannað bráðamóttökur við
sjúkrahús víða um heim, að sögn
Jóns Magnúsar Kristjánssonar,
yfirlæknis bráðalækninga.
„Meðal annars með tilliti til
þjónustu við hjartasjúklinga er það
nú hjúkrunarfræðingur í stað ritara
sem fyrstur starfsmanna hittir fólk
hér í afgreiðslu bráðamóttökunnar;
starfsmaður sem hefur þekkingu til
að greina vanda sjúklinga og for-
gangsraða. Svona höfum við velt við
hverjum steini í starfi alls sjö vinnu-
hópa sem undirbúið hafa að Hjarta-
gáttin komi hingað. Og nú er hér allt
til reiðu,“ segir Ragna Gúst-
afsdóttir.
Flæðishindranir
setja strik í reikninginn
Þau Ragna og Karl Andersen
segja að í dag setji svonefndar flæð-
ishindranir verulegt strik í reikning-
inn í allri starfsemi Landspítalans.
Nú séu á deildum sjúkrahússins um
130 sjúklingar, gjarnan eldra fólk og
hrumt sem hefur lokið meðferð en
kemst veikinda sinna vegna ekki
heim og fær ekki pláss á hjúkrunar-
og dvalarheimilum. Lýsir Ragna
þessu sem tappa sem hafi áhrif á
allra starfsemi Landspítalans og
skapi álag sem mætt sé með yfir-
vinnu starfsfólks.
„Á þessu vandamáli þarf að
taka heildstætt. Vandinn er líka
ekki bara Landspítalans heldur
samfélagsins alls, sem gerir kröfu
um fyrsta flokks heilbrigðisþjón-
ustu,“ segir Ragna.
Bráðamóttaka Landspítala fyrir hjartasjúklinga er flutt á nýjan stað. Ný vinnu-
brögð og fullkomin tækni. Sjúklingar greindir á vettvangi. Hjartsláttartruflanir,
mæði og brjóstverkir. Aðgerðir og göngudeild verða áfram á Hringbrautinni.
Hjartað í Fossvogi
Morgunblaðið/Eggert
Aðgerð Hjartasjúkdómar eru algengir. Oft þarf fólk að fara í þræðingu eða
í stórar aðgerðir, en í öðrum tilvikum dugar inngrip á göngudeildum.
Karl Jeppesen
FORNAR HAFNIR
Ljósmyndir og frásagnir af 160 verstöðvum
á Íslandi. Áningarstaðirnir eiga það sam
eiginlegt að þaðan reru forfeður okkar til
fiskjar. Heillandi ferðalag um tímann og
söguna – allt í kringum landið.
Guðjón Ragnar Jónasson
HIN HLIÐIN
Örsögur úr menningarheimi sem mögrum
er hulinn. Ljóslifandi, grátbroslegar svip
myndir úr leikhúsi næturlífsins í bland við
minningarbrot sem opna lesandanum sýn
á réttindabaráttu hinsegin fólks.
Jólabækurnar
frá Sæmundi
Alls konar bækur fyrir alls konar fólk
Theódór Gunnlaugsson
NÚ BROSIR NÓTTIN
Rómuðævisaga refaskyttunnar Guðmund
ar Einarssonar sem var goðsögn í lifanda
lífi. Hér er lýst samskiptum náttúrubarns
19. aldar við landið og lífríki þess.
Finnbogi Hermannsson
UNDIR HRAUNI
Spennandi frásögn sem byggir á raunveru
legum atburðum þegar tveir þýskir skip
brotsmenn flúðu undan breska hernum
upp í Hekluhraun og unnu þar í púlsvinnu
fyrir Selsundsbónda. Meistaralega fléttað
saman af landsþekktum sagnaþul.
Halldóra Thoroddsen
KATRÍNARSAGA
Hér segir frá ungu fólki sem berst með
straumi tímans. Þeim er fylgt í gleði og sorg
um hippadóm og upphaf auðhyggjuskeiðs.
Ok og frelsi kynlífsbyltingarinnar, reykingar
í skólatímum og bjór í flöskum.
Bjarni Harðarson
Í GULLHREPPUM
Hér segir af þjóðsagnapersónunni séra
Þórði í Reykjadal og hinu mikla veldi Skál
holtsstaðar á 18. öld. Listilega skrifuð bók
þar sem saga þjóðarinnar birtist okkur með
kröm sinni og skemmtan.
Guðmundur Brynjólfsson
EITRAÐA BARNIÐ
Skelfilegur glæpur skekur Eyrarbakka sum
arið 1899 og við tekur æsileg atburðarás.
Inn í söguna dragast m.a. Einar Benedikts
son og Eggert í Vogsósum en það er sýslu
mannsfrúin Anna sem stendur upp úr.
Edvard Radzinskij
STALÍN
Ítarlegust og merkust af þeim fjölda
ævisagna sem komið hafa út um hinn
goðumlíka harðstjóra. Hér koma fram ýmis
áður óþekkt atriði og að lokum frásagn
ir af dularfullum dauða Stalíns. Haukur
Jóhannsson þýddi úr rússnesku.