Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 talið ráðlegt að hafa meira eldi í Reyðarfirði en 9.000 tonn, vegna hættu fyrir villta íslenska laxastofn- inn. Þakið er hærra ef Reyðarfjörður og Fáskrúðsfjörður eru metnir sam- an eins og talað hefur verið um. „Við vinnum hins vegar út frá því að stjórnvöld vinni samkvæmt þeim lögum sem gilda um fiskeldi í land- inu. Burðarþolsmatið setur þakið og bestu vísindi, eins og það er orðað í lögum. Áhættumatið er ekki bestu vísindi, á því eru miklar brotalamir,“ segir Gunnar Steinn en fyrirtækið hefur gert alvarlegar athugsemdir við það í leyfisumsóknum sínum, eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Gunnar Steinn segir að brautin hafi átt að vera bein þegar upp- haflega leyfið fékkst og fyrirtækið lagt í fjárfestingu upp á hundruð milljóna til að geta stækkað, meðal annars með uppbyggingu seiða- stöðvar. Á þessum árum hafi alls- konar hindranir verið settar upp, sumar afturvirkar eins og nú stefnir í með áhættumatið, og ferlið tafist. „Við erum komnir með innviði fyrir 16 þúsund tonna framleiðslu og slæmt að geta ekki nýtt fjárfest- inguna.“ Byggt upp á Eskifirði Sjókvíaeldi er ekki aðeins laxa- hringir úti í sjó. Margvíslega aðra aðstöðu þarf. Laxar fiskeldi reka tvær seiðastöðvar í Ölfusi og hafa byggt landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn þar sem seiðin eru alin upp í 150 til 600 grömm áður en þau eru sett út í kvíarnar. Þessi seiðastöð er 3. eða 4. stærsta landeldisstöð í heimi. Hitinn í Golfstraumnum er nýttur til að ala seiðin og stytta þannig framleiðslutímann í sjónum. Fyrirtækið keypti traustar sjókví- ar, svokallað Midgard-kerfi, sem eru mun dýrari en aðrar sjókvíar. Þær hafa verið notaðar í Noregi í fimm- tán ár og aldrei sloppið fiskur. Þá lætur Gunnar þess getið að fyrir- tækið láti einungis stór seiði í kvíar og ekki sé fræðilegur möguleiki á að þau smjúgi út um möskvana. Gunnar Steinn er ánægður með aðstæður í Reyðarfirði. Segir að fisk- urinn vaxi ágætlega. Lús er talin reglulega og hefur enn ekki orðið vart við laxalús í kvíunum. Þá þarf aðstöðu í landi. Henni hafa Laxar fiskeldi komið upp á Eskifirði en þaðan er stutt út á kvíarnar. Tveir stórir fóðurprammar eru við sjókví- arnar. Tveir vinnubátar eru í rekstri og sá þriðji hefur verið keyptur en er ókominn. Til gamans má geta þess að fóðurprammarnir heita Huginn og Muninn og bátarnir Sif, Hlín og Iðunn. Valin eru nöfn úr goðafræð- inni sem tengir saman eigendur fyrirtækisins í Noregi og á Íslandi. 33 starfsmenn eru hjá Löxum. Þar af eru 15 á Eskifirði en hinir í Ölfusi og á skrifstofu í Reykjavík. Gunnar Steinn segir að fyrirtækið hafi verið heppið með starfsfólk, fengið fólk með reynslu og þekkingu á laxeldi. Þegar hægt verður að auka fram- leiðsluna mun starfsmönnum fjölga verulega og flestir þeirra verða ráðn- ir að starfsstöðinni á Eskifirði. Slátrað með öðrum Slátrun er lokahnykkur fram- leiðslunnar. Laxar fiskeldi vinna að henni með Fiskeldi Austfjarða og heimamönnum á Djúpavogi. Laxinn er fluttur ferskur með skipum til Evrópu. Þar er hann í unninn frekar og hluti afurðanna seldur til Bandaríkjanna og Asíu. Laxeldisfyrirtækin á Austurlandi eru ágætlega sett með samgöngur. Skipafélögin koma þar við vikulega í siglingum til Evrópu. Grétar Finns- son, framkvæmdastjóri Laxa fisk- eldis, segir að laxinn sem slátrað var á mánudag og þriðjudag fari með skipi á miðvikudag. Framleiðslan á miðvikudag og fimmtudag fari í skip á fimmtudagskvöldi og svo fram- vegis. Grétar segir að framleiðslan sé of lítil til að standa undir rekstri sjálf- stæðs sláturhúss. Eini möguleikinn sé því að hafa samvinnu við aðra, eins og gert hafi verið á Djúpavogi. Til þess að hægt sé að koma upp góðu sláturhúsi og fullvinna laxinn fyrir kröfuharða viðskiptavini á mörkuðum um allan heim þurfi 35 til 40 þúsund tonna framleiðslu á ári. Fyrstu afurðirnar á markað  Slátrun er hafin á laxi úr sjókvíum Laxa fiskeldis í Reyðarfirði  Fjárfest hefur verið í innviðum fyrir stækkun en leyfi hafa ekki fengist  Framleiðslustjórinn stefnir að 24 þúsund tonna framleiðslu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Laxasmölun Þrengt er að laxinum í kvínni þannig að starfsmenn brunnbátsins geti dælt honum upp í tanka. Laxinn og starfsmaðurinn láta þetta umstang ekki mikið á sig fá. Það væsir heldur ekki um laxinn í geymum skipsins. Gunnar Steinn Gunnarsson er reynslubolti í fiskeldi. Hann hefur ver- ið búsettur í Noregi stóran hluta starfsævi sinnar en býr nú á Eskifirði og er framleiðslustjóri Laxa fiskeldis. Hann lærði líffræði og tók fram- haldsnám í fiskilíffræði og fiskeld- isfræðum og er nú langt kominn með doktorsnám. Hann hefur starfað við allar greinar fiskeldis í Noregi, rekið seiðastöð, sjókvíaeldi og sláturhús. „Ég hef alltaf haft áhuga á að koma fiskeldi upp á Ís- landi. Hef þá trú að það orðið mikilvægur atvinnuvegur fyrir íslenskt samfélag. Áhuginn snýst mest um það en einnig er áhugavert að geta verið beinn þátttakandi í uppbyggingunni. Það getur tekið á taugarnar en er skemmtilegt,“ segir Gunnar Steinn. Hann stofnaði til laxeldis í Berufirði á árinu 1999, Salar Islandica, ásamt systkinum sínum. Síðar gekk HB Grandi til liðs við þau. HB Grandi er hefðbundið sjávar- útvegsfyrirtæki og hafði áhuga á þorskeldi. Gunnar Steinn segist ekki hafa haft trú á því og þegar áhersl- urnar breyttust seldu stofnendurnir sinn hlut. Þorskeld- ið gekk ekki upp en fjárfestar sem tóku við reka nú Fisk- eldi Austfjarða og ala lax í Berufirði. Eftir það fóru Gunnar Steinn og meðfjárfestar hans að líta til Reyðarfjarðar og úr varð fyrirtækið Laxar sem nú er í uppbyggingu. Ekki gekk að fá íslenska fjárfesta til að taka þátt í uppbyggingunni. Hann segist hafa ver- ið heppinn að fá fjölskyldufyrirtæki í fiskeldi, Måsøval Fiskeoppdrett, í hluthafahópinn. Þetta sé fólk af þriðju kynslóð fiskeldisfólks í Noregi. Það kunni að reka fisk- eldi og viti að það eru ekki alltaf jólin í rekstrinum og ekki þýði að hætta þótt á móti blási um tíma. Hefur starfað við allar greinar fiskeldis GUNNAR STEINN GUNNARSSON HEFUR TRÚ Á LAXELDI Á ÍSLANDI Gunnar Steinn Gunnarsson VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tímamót urðu hjá Löxum fiskeldi í Fjarðabyggð í upphafi vikunnar þeg- ar fyrstu fullvöxnu löxunum var slátrað úr kvíum fyrirtækisins í Reyðarfirði. Afurðirnar eru nú á leið á markað í Evrópu. Framkvæmda- stjórinn fagnar manna mest því eftir átta ára uppbyggingartíma þar sem fyrirtækið hefur verið rekið með lán- tökum og hlutafjárframlögum eig- enda eru loksins að berast tekjur fyrir seldar afurðir. Frumkvöðullinn vill stefna að því að vera með 24-25 þúsund tonna framleiðslu á svæðinu. Þótt nokkur spenningur væri í starfsmönnum Laxa fiskeldis úti á sjókvíunum í Reyðarfirði þegar glæsilegt brunnskip kom til að sækja lax til slátrunar voru vinnubrögð þeirra við að smala laxinum saman fumlaus. Þótt þetta sé fyrsta slátrun þessa fyrirtækis, fyrir utan slátrun í upphafi árs vegna nýrnaveiki sem barst í hluta kvíanna, hafa margir mannanna langa reynslu af slíkum störfum erlendis og hérlendis og kunna vinnubrögðin. Skipið tók tæp- lega átta þúsund laxa, nákvæmlega 40 tonn í geyma skipsins og sigldi um nóttina til Djúpavogs þar sem Laxar eiga aðild að laxasláturhúsi hjá Bú- landstindi hf. Til stendur að slátra um 1.700 tonnum af laxi úr kvíunum við Grip- öldu á næstu tveimur mánuðum en það er fyrsta kynslóðin hjá Löxum fiskeldi. Gunnar Steinn Gunnarsson, framleiðslustjóri og einn af stofn- endum fyrirtækisins, vonast til að hægt verði að hefja slátrun í apríl eða maí úr kvíum við Sigmundarhús. Þá tekur stöðin Bjarg við en seiði verða sett í hana á næsta ári. Fram- tíðin er annars nokkuð óráðin þar sem ekki hafa fengist svör við um- sóknum um stækkun leyfa. Áhættumatið ekki vísindi Laxar fiskeldi fengu fyrir sex ár- um leyfi til að framleiða 6.000 tonn af laxi í Reyðarfirði. Burðarþol fjarðar- ins var síðar metið 20 þúsund tonn. Umsókn fyrirtækisins um 10 þúsund tonna aukningu hefur verið í vinnslu í kerfinu frá þeim tíma og nú hafa Laxar óskað eftir 4 þúsund tonnum í viðbót til að fullnýta fjörðinn. Einnig hefur verið sótt um 4 þúsund tonna leyfi í næsta firði fyrir sunnan, Fá- skrúðsfirði, en burðarþol hans er metið 15 þúsund tonn. Svonefnt áhættumat Hafrann- sóknastofnunar virðist hafa sett strik í reikninginn en það hefur ekki verið lögfest. Samkvæmt því er ekki 350 kr.kg Folaldahakk Verð áður 699 kr. kg - 50% Verð áður 3599 kr. kg - 35% Folaldakjöt af nýslátruðu 3999 kr.kg Folaldalundir Verð áður 4999 kr. kg - 20% 2339 kr.kg Folalda Piparsteik innralæri Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.