Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mikið er um að vera í fiskverkun-
inni hjá Búlandstindi á Djúpavogi
þessa dagana. Slátrað er laxi frá
tveimur fyrirtækjum með hámarks-
afköstum um leið og starfsfólkið er
að fínstilla ný tæki laxasláturhúss-
ins. Þá berst mikill þorskur inn í
annan hluta hússins vegna góðrar
tíðar og aflahrotu svo varla hefst
undan að vinna aflann sem er ýmist
fluttur ferskur með flugi á markað
eða saltaður. „Þetta er jákvætt
vandamál en nú er að koma bræla
og þá berst minni afli að. Ekki það
að ég hafi óskað mér þess,“ segir
Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri
Búlandstinds.
Jafnt flæði lykillinn
Heimamenn í Ósnesi og Fiskeldi
Austfjarða endurreistu fiskvinnslu
Búlandstinds fyrir fáeinum árum.
Ósnes gerir út línubát og er í sam-
vinnu við fleiri útgerðir á Djúpavogi
og Breiðdalsvík og Fiskeldi Aust-
fjarða kemur með laxinn sem skap-
ar góðan grunn. Nú hafa Laxar
fiskeldi bæst í hluthafahópinn og
koma með sinn lax til slátrunar.
Hver hluthafi á þriðjung í Búlands-
tindi. Elís bendir á að aðgangur að
hráefni sé undirstaða atvinnunnar í
byggðarlaginu og nú líti vel út með
það.
Nýlokið er uppbyggingu laxa-
sláturhússins og hófst slátrun fyrir
Fiskeldi Austfjarða í byrjun mán-
aðarins. Keyptur var notaður bún-
aður frá Noregi og bætt við ofur-
kælingu frá Skaganum. „Það er
mikil sjálfvirkni í þessu kerfi og
þegar búið verður að fínstilla það
verður jafnt flæði í gegnum vinnsl-
una. Það er lykillinn að því að vel
takist til. Við eigum eftir að ljúka
ýmsu. Með ofurkælingunni varð-
veitast gæði fisksins gríðarlega og
líftími hans lengist,“ segir Elís.
Afkastagetan 80 tonn á dag
Sláturhúsið á að geta annað 100
tonnum á dag, þegar það verður
komið í fulla virkni en vinnslugetan
nú er 80 tonn. Elís segir að ekki
veiti af því þegar verið sé að slátra
fyrir tvö laxeldisfyrirtæki.
Nú starfa um 20 manns við slátr-
un á laxi og Elís reiknar með að
þurfa nærri 30 starfsmenn þegar
vinnslan verður komin í full afköst.
Hjá fyrirtækinu í heild eru nú 50
starfsmenn, á sjó og í landi.
Önnur vinnubrögð við laxinn
Elís er bjartsýnn á framtíðina.
Segir að þegar laxeldisfyrirtækin
fái leyfi til að auka við sig og fram-
leiðslan verði 30 þúsund tonn í
heildina ætti starfsemi sláturhúss-
ins að verða samkeppnisfær við
stóru fyrirtækin í Noregi.
Önnur vinnubrögð eru við laxa-
slátrun en vinnslu á þorski og Elís
sem alinn er upp við hefðbundinn
sjávarútveg segist vera að læra
eitthvað nýtt á hverjum degi. Nauð-
synlegt sé að hafa gott flæði í laxa-
slátruninni því mikill fjöldi laxa
þurfi að fara í gegn á hverjum degi.
Þá bendir hann á að blóðgunin fari
fram í sláturhúsinu, en ekki úti á
sjó eins og á þorskveiðum, og því sé
í raun búið að sameina vinnuna sem
fram fari á veiðiskipunum og í fisk-
vinnslunni.
Húsið fullt af
laxi og þorski
Laxasláturhús byggt upp hjá Bú-
landstindi Ofurkæling eykur gæðin
Hagkvæmara að slátra meira
Vinnsla Laxinn er hreinsaður og þveginn í sláturhúsi Búlandstinds áður en hann fer í ofurkælingartankinn og er
pakkað. Sláturhúsið er búið sérhæfðum tækjum, bæði nýjum og úr eldri aflagðri verksmiðju í Noregi.
Á markað Laxinn á leið á markað. Kristján Ingimarsson, Elís Grétarsson,
Valur Traustason, Berit Solvang og Gunnar Steinn Gunnarsson.
Það vakti athygli Djúpavogsbúa þeg-
ar brunnskipið norska, Lady Anne
Marie frá Álasundi, sigldi inn til hafn-
ar þar um helgina til að kanna að-
stæður vegna verkefnisins sem það
hefur verið fengið til, að flytja slátur-
fisk úr kvíum Laxa fiskeldis í Reyðar-
firði til sláturhúss Búlandstinds á
Djúpavogi. Fjöldi fólks leit við til að
sjá þetta nýja og glæsilega skip.
Skipið liggur við bryggju framan
við Búlandstind og dælir laxi inn í
vinnsluna eftir því sem hún tekur við.
Laxinum er sömuleiðis dælt úr kvíun-
um í tvo tanka skipsins. Þeir taka
samtals 180 tonn sem svarar til 360
þúsund 5 kílóa laxa. Vel fer um laxinn
í tönkum skipsins enda er öllum um-
hverfisaðstæðum stjórnað úr brúnni,
og því tekur skipið skammta sem
henta vinnslunni og útflutningi á
hverjum tíma, ýmist til eins, tveggja
eða jafnvel þriggja daga.
Aðeins er um mánuður frá því
norska fyrirtækið Hofseth Inter-
national tók skipið í notkun og verk-
efnin fyrir Laxa eru fyrstu alvöru
verkefnin sem það fer í. Laxar fisk-
eldi tók það á leigu til að flytja seiði í
stöð sína í Reyðarfirði og flytja lax til
slátrunar.
Andreas Berg skipstjóri segir að
skipið sé búið besta tækjabúnaði sem
þekkist, meðal annars til að stýra að-
stæðum í fiskitönkunum. Áhersla sé á
velferð fisksins, að hann skaddist
ekki og sjúkdómar berist ekki á milli.
Áhersla á
velferð fisksins
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Brunnskip Lady Anne Marie dælir 40 tonnum af laxi inn í sláturhúsið á Djúpavogi. Búlandstindur í baksýn.
Fyrstu verkefni nýs og glæsilegs
brunnskips eru fyrir Laxa fiskeldi
ALMAR
BAKARI
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari
Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn