Morgunblaðið - 29.11.2018, Side 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Á fullveldisdaginn, 1. desember, er hálf önnur
öld liðin frá fæðingu Haraldar Níelssonar guð-
fræðiprófessors. Hann var einn áhrifamesti
kennimaður kirkjunnar á fyrri hluta síðustu
aldar. Sagt er að hann hafi mótað heila kynslóð
guðfræðinga sem voru nemendur hans í Há-
skólanum. Langafabarn hans, María Ellingsen
leikkona, hefur látið sér annt um minningu hans
og ætlar í tilefni afmælisins að lesa upp fyrir-
lestur sem hann flutti yfir nemendum sínum um
miðjan nóvember 1913. Það gerir hún á af-
mælisdaginn kl. 12 í stofu 220 í Aðalbyggingu
Háskóla Íslands og eru guðfræðingar dagsins í
dag sérstaklega velkomnir. Að auki mun María
flytja predikunina Bænin eftir Harald við guð-
þjónustu í Fríkirkjunni 2. desember kl 14. En
þar flutti Haraldur þessa predikun upphaflega.
Alla tíð náinn
Haraldur lést um aldur fram vorið 1928, 59
ára að aldri. María segir að hann hafi strax í
æsku hennar orðið henni mjög náinn. Mynd af
honum var uppi á vegg heima hjá henni og faðir
hennar var skírður í höfuðið á honum. „Þess
vegna var eins og andi hans svifi yfir vötnum og
mér fannst oft eins og góðleg augu hans fylgdu
mér þegar ég gekk um æskuheimilið,“ segir
hún. Sú samleið hélt áfram þegar hún fór úr for-
eldrahúsum. Hún segir að sér hafi alltaf fundist
sem Haraldur fylgdi henni í lífinu. Þegar María
fermdist á sínum tíma fékk hún að eigin ósk að
gjöf frá foreldrum sínum sjálfan ættardýrgrip-
inn, biblíu Haralds. Þess nánd sem hún skynjar
hefur síðan aukist enn eftir að hún fékk til rann-
sóknar bréfa- og predikanasafn Haraldar þar
sem hún vinnur að því að færa sögu hans í leik-
rænan búning. Þetta eru stórmerkilegar heim-
ildir um líf og hugsun guðfræðingsins og pred-
ikarans, þjóðfélagið og kristindóm á Íslandi á
öldinni sem leið og gefur innsýn inní persónlega
sögu hans og karakter.
Haraldur ólst upp í trúrækni á heimili for-
eldra sinna á Grímstöðum á Mýrum og var trúr
þeim trúararfi alla tíð síðan. Hann stundaði
skólanám undir handarjaðri Hallgríms biskups
Sveinssonar og varð honum mjög handgenginn.
Haraldur var mjög samviskusamur og afburða-
nemandi. Lauk hann guðfræðiprófi frá Hafnar-
háskóla 1897 og var hann fenginn til þýðingar-
starfa við Biblíuútgáfuna í kjölfar þess.
Vopn gegn efnishyggju
Árið 1904 kynntist hann sálarrannsóknum og
varð brátt sannfærður spíritisti. Hann lét sig
hin óútskýranlegu fyrirbæri lífsins varða og leit
á þessar stefnur sem besta vopn kirkjunnar í
baráttunni gegn efnishyggju og trúleysi. Árið
1909 var hann kosinn prestur í Reykjavík og
gegndi jafnframt prestsþjónustu við holds-
veikraspítalann í Laugarnesi. Þótt starfsvett-
vangur hans yrði mestmegnis í Háskóla Íslands
þá leit stór hluti Reykvíkinga á hann sem sinn
prest.
Í spönsku veikinni var hann á þönum milli
veiks fólks í Reykjavík að hugga og styrkja. 1.
desember 1918 stofnaði hann ásamt vini sínum
og samstarfsmanni Einari H. Kvaran rithöfundi
Sálarrannsóknarfélag Íslands og var varafor-
maður þess til dauðadags 1928. Félagið var
stofnað til að rannsaka hvort sál mannsins lifi af
líkamsdauðann en einnig vildu forsvarsmenn fé-
lagsins að það gæfi fólki ljós og von í þeirri sorg
sem ríkti í Reykjavík í kjölfar spænsku veik-
innar.
Haraldur Níelsson varð prófessor í guðfræði
við Háskóla Íslands við stofnun hans árið 1911
og háskólarektor í annað sinn þegar hann lést
vorið 1928. Hann var einn helsti boðberi frjáls-
lyndu guðfræðinnar á Íslandi á síðustu öld og
einn áhrifamesti kennari guðfræðideildarinnar
á sinni tíð og margir telja hann hann einn mesta
predikara sem íslensk kirkja hefur átt fyrr og
síðar. Biðraðir voru við Fríkirkjuna þar sem
hann flutti predikanir sínar. Þær ásamt blaða-
greinum hans sýna að hann hafði frábært vald á
tungunni en röddin var veik og hás vegna mein-
semdar í hálsi. Pétur Pétursson prófessor sem
skrifað hefur ævisögu hans og gefið út úrval
predikana hans hefur getið sér þess til að töfr-
arnir hafi m.a. falist í hinum veika rómi, fólki
fannst eins og Haraldur væri að hvísla að því
sannleikanum og lagði við hlustir.
Eins og andi hans svifi yfir vötnum
María Ellingsen
minnist 150 ára afmælis
langafa síns Haraldar
Níelssonar með upp-
lestri í Háskóla Íslands
Ljósmynd/Úr safni
Afmæli Haraldur Níelsson prófessor.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tímamót María Ellingsen í Aðalbyggingu Háskólans með frumrit ræðunnar sem hún endurflytur á laugardaginn. Málverkið er af Haraldi.
Atvinna
Vatnshitablásarar
hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10, græn gata | 200 Kópavogi