Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Macron þvertók fyrir það í fyrra- dag að breyta stefnunni og afturkalla skattahækkunina, enda mun ríkis- sjóði ekki veita af tekjunum sem gjöldin skila í kassann. Segir forset- inn þörf fyrir dísil- og bensínskatt- ana til að örva skipti yfir í grænorku í samgöngum. Með því að fella skatt- ana niður græfi hann undan um- hverfisstefnu stjórnar sinnar. Í ræðunni boðaði hann þó þau ný- mæli að eldsneytisgjöldin yrðu breytanleg til að eldsneytisverðið héldist stöðugt. Hefur hann og sagst viljugur til að draga úr áhrifum verð- hækkana á þá tekjulægri. „Ég heyrði reiði ykkar,“ sagði forsetinn og játaði að skattarnir væru ögn stjórnlausir gagnvart sveiflum í olíu- verði. Hét hann breytingum á því til að lina áhrifin á þá sem keyra þyrftu mikið og hefðu enga valkosti sam- göngum. Alvarlegur skellur Fjármálaráðherrann Bruno Le Maire segir afleiðingar mótmæla gulvestunga „alvarlegan skell“ fyrir franskt efnahagslíf. Röskunin hafi verið mikil þótt en sé of snemmt að segja hverjar afleiðingarnar verði fyrir hagvöxtinn. Lokuðu mótmæl- endur götum um allt land og tóku fyrir eða skertu aðgengi að birgða- stöðvum eldsneytis, einangruðu verslanakeðjur og verksmiðjur. Í verslunarmiðstöðvum fækkaði heim- sóknum til dæmis um 15% sl. laugar- dag miðað við sama dag viku áður að sögn CNCC, regnhlífarsamtaka verslunarmiðstöðva. Helgina áður, á upphafsdegi mótmælanna, komu 45% færri gestir í miðstöðvarnar. Le Maire sagði smásöluverslunina hafa orðið fyrir 35% tekjutapi fyrsta dag mótmælanna og 18% sl. laugardag. Tiltrú franskra neytenda mælist nú minni en nokkru sinni frá í febr- úar 2015. Áhyggjur þeirra af at- vinnuleysi og verðbólgu af völdum verðhækkana á eldsneyti, sem marg- ir segja skerða kaupmátt sinn, hafa stóraukist. „Eins og Lúðvík fjórtándi“ Macron lét mótmælin afskiptalaus fyrstu vikuna en greip síðan til Twitter-samfélagsmiðilsins og gagn- rýndi harðlega ofbeldið í París síðastliðinn laugardag. Þeir sem ábyrgð á þeim bæru skyldu skömm af hafa, sagði forsetinn. Macron hefur sætt gagnrýni fyrir hroka og þótt kuldalegur í fram- komu. Honum sé gjarnt að tala niður til fólksins. „Þegar þú hegðar þér eins og Lúðvík fjórtándi geturðu Gulvestungar grafa undan Macron  Víðtæk mótmæli gegn auknum sköttum á bifreiða- eldsneyti komu Emmanuel Macron Frakklands- forseta í opna skjöldu  Breytingar á skattheimtunni sem hann varpaði fram í fyrradag mættu litlum skiln- ingi og þóttu ónógar til að auka kaupmátt launa sem hann var kosinn til að bæta AFP Umdeildur Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Stuðningur við Macron hefur hrunið síðustu vikur og mánuði. Á honum hafa dunið ásakanir um að hann væri úr tengslum við almenning og einungis forseti hinna ríku. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, var óviðbúinn hinum ofbeldis- fullu mótmælum í París gegn hækk- un skatta á eldsneyti. Hann sagði í vikubyrjun að mótmælin, sem staðið höfðu í tíu daga, gætu skaðað ímynd Frakklands út á við. Yrði stjórn sín að taka mið af gremju almennings. Hafnaði hann þó með öllu kröfum svonefndra gulvestunga um aftur- köllun skattanna. Hann segist horfa til lengri og vistvænni framtíðar með gjöldunum en mótmælendur segjast hafa brýn- ar þarfir vegna krappra kjara og ekki geta leyft sér að hugsa lengra en til næstu mánaðamóta; ekki til jarðarenda eins og forsetinn. Eftir átökin var eins og á vígvelli um að litast á vettvangi bardaganna í París. Forsetinn hefur freistað þess síðustu vikurnar að snúa vaxandi óvinsældum sínum við. Stuðningur við Macron hefur hrunið og þykja mótmælin hafa skaðað hann enn frekar. Á honum hafa dunið ásakanir um að hann væri úr tengslum við al- menning og barasta forseti hinna ríku. Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Gullsmiðir Sérfræðingar í trúlofunar & giftingarhringum Skoðaðu úrvalið á www.acredo.is A-1488-34 Demantshringur miðjusteinn 0,40 ct 187.479,- A-1313-1 Hringapar með demöntum 183.115,- A-1489-17 Demantshringur miðjusteinn 0,30 ct 153.849,- A-1597-1 Hringapar með demöntum 247.616,- A-1601-2 Hringapar /demöntum, miðjust. 0,30 ct 335.321,- A-1684-2 Hringapar með demöntum 215.479,- A-1695-4 Hringapar með demöntum 180.326,- A-1754 Hringapar með demöntum 361.943,- A-1774-1 Demantshringur miðjusteinn 0,40 ct 301.069,- A-1790-1 Demantshringur miðjusteinn 0,15 ct 231.739,- A-2026-6 Hringapar með demöntum 337.584,- A-2057-1 Demantshringur miðjusteinn 0,20 ct 133.449,- A-2074-2 1Hringapar með demöntum 226.452,- A-3003-1 Hringapar með demöntum 346.594,- - A-2084-13 Demantshringur miðjusteinn 0,25 ct 129.349,- A-3021-1 Hringapar með demöntum 327.426,- A-6006-1 Hringapar með demöntum 321.776,- S-1086-1 Hringapar með demöntum 111.107,- Macron í mótbyr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.