Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 39

Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 39
búist við uppreisn. Frakkar standa með gulvestungum því Macron lof- aði þeim nýjum heimi. En þeir sjá að stefna hans er ekki að skila betri veröld,“ sagði Bruno Retailleau, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öld- ungadeild franska þingsins, í blaðinu Journal du Dimanche. Hann sagði þjóðina líta á umhverfisrökin fyrir eldsneytissköttunum sem sýndar- ástæðu til að herða sultaról almenn- ings. Macron var kjörinn forseti út á loforð um að nútímavæða efnahags- lífið. Hann á nú á brattann að sækja vegna óþolinmæði kjósenda sem kveðast enn bíða eftir því að sjá ábata breytinga. 25% stuðningur Vinsældir Emmanuels Macrons hafa dvínað óvenju hratt undanfarna mánuði. Nýtur hann nú einungis trausts 25% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnun Ifop-stofnunarinnar sem birt var sunnudaginn 18. nóvember, daginn eftir upphaf mót- mæla gulvestunga á götum úti. Greinendur segja niðurstöðuna end- urspegla útbreidd og almenn von- brigði með hinn fertuga forseta. Minnkaði stuðningur við hann á ein- um mánuði um fjögur prósentustig, en könnunin var gerð 9. til 17. nóvember. Fyrir utan 25% sem sögðust „afar sátt“ við Macron sagðist 21% vera „tiltölulega sátt“. Tiltölulega ósátt voru 34% og afar ósátt voru 39%. Fjótlega eftir kosningu hans í maí í fyrra tóku stuðningsmenn forsetans að snúa við honum baki. Hefur hert á þeirri þróun síðasta hálfa árið. Niðurstaða Ifop-könnunarinnar þykir renna frekari stoðum undir flóttann og kannanir annarra hug- veitna eru í sömu átt. Þessi þróun er í takt við það sem tveir forverar Macron máttu upplifa. Á sama tíma, hálfu öðru ári eftir kosningar, var stuðningur við Francois Hollande hruninn niður í 20% og Nicolas Sar- kozy fallinn í 44%. Fátækt dreifbýlisfólk Að stórum hluta eru gulvestungar úr dreifbýli, þar sem húsnæði er ódýrara en í borgum og kaupið lægra. Stjórnmálaskýrendur segja hreyfinguna athyglisverða sakir þess að hún hafi verið höfuðlaus her sem skipulagt hafi sig á samfélags- miðlum. Vegna þessa hafa kröfur gulvestunga verið fremur óform- legar; ókristallaðar. Þeim finnst þeir hafa verið afskiptir og vera fórnar- lömb ákvarðana stjórnmálaelítunnar í París. Þetta fólk nýtur yfirleitt lágra launa og hefur verið forset- anum sérdeilis reitt fyrir að hækka eldsneytisskatta sem bíta það beint. Það gagnrýnir og hart niðurfellingu auðlegðarskatts hinna ríku og fast- eignaskatta. Þetta fólk kemst ekki af án bíls til útréttinga og til að sækja vinnu. Í byggðum þeirra nýtur hvorki almenningssamgangna við né annarrar opinberrar þjónustu. Keyra verði eftir henni tugi kíló- metra og annað eins til að stunda vinnu. Getur verið um tuga kíló- metra óhjákvæmilegan akstur að ræða hjá þeim á degi hverjum. Vegna aukins kostnaðar við akstur- inn hefur stærri skerfur heimilis- teknanna farið í eldsneytiskaup. Kvarta margir og segja aldrei hafa verið eins erfitt að draga fram lífið og nú. Því vilja þeir að eldsneytis- skattarnir verði aflagðir. Þeir kalla og eftir aukinni félagslegri aðstoð handa þeim tekjuminnstu og síðast en ekki síst hafa gulvestungar kraf- ist afsagnar Macrons. Gulu vestin sem mótmælendur skrýddust voru tákn mótmælanna. Í öryggisskyni er skylt að hafa þau í öllum bílum ef t.d. leggja þyrfti þeim á vegarkanti vegna bilunar eða til að skipta um loftlaust dekk. Í aðdrag- anda mótmæla gulvestunga reyndi ríkisstjórnin að draga úr spennunni með ráðstöfunum sem áttu að auð- velda tekjuminni fjölskyldum og hópum að borga eldsneytisreikninga sína. Það hafði hún dregið of lengi því aðgerðirnar breyttu engu um staðfestu mótmælenda. Raðir riðlast Lögreglan áætlaði að um 283.000 manns hefðu tekið þátt í mótmælum gulvestunga um land allt á fyrsta degi. Eftir það dró úr þátttökunni og voru sárafáir enn að nú í vikubyrjun. Enn var í gær haldið úti vegalok- unum á stöku stað en áhrif þess voru afar staðbundin. Voru raðir gulvest- unga farnar að riðlast og ágreiningur um hverjir réðu ferðinni í óform- legum samtökum kom upp á yfir- borðið. Fyrstu daga mótmælanna nutu gulvestungar stuðnings stærri skerfs Frakka en önnur samtök sem andæft hafa Macron frá því hann var kjörinn Frakklandsforseti í maí í fyrra. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar hafa hamrað á hinum almenna stuðningi við mótmælin. Fyrir þeim stóð ómótuð grasrótarhreyfing sem varð til með samblæstri óánægju- radda á samfélagsmiðlum. Voru þessir miðlar brúkaðir til að skipu- leggja og stýra aðgerðum. Eru þetta fyrstu fjölmennu mótmælin í Frakk- landi sem stjórnmálaflokkar og/eða stéttarfélög standa ekki á bak við. „Þegar hreyfing nýtur stuðnings 75% þjóðarinnar verður að svara kröfum hennar. Það gengur ekki að afskrifa hópinn sem fantagengi,“ sagði Olivier Faure, leiðtogi Sósíal- istaflokksins, við blaðið Le Parisien. Ljótt um að litast á fallegustu götunni Kveikt var í vegartálmum, rúður brotnar í verslunum með lúxusvarn- ing og umferðarljós rifin upp með rótum á Eilífðarvöllum, Champs- Élysées-breiðgötunni í París. AFP Bílabrennur Vörubíll brennur á breiðgötunni Champs-Élysées í París í mótmælaaðgerðum svonefndra gulvestunga gegn hækkandi verði á eldsneyti og fleiri vörum. Lögregla beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendunum.  SJÁ SÍÐU 40 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 *M ið að vi ð u p p g ef n ar tö lu r fr am le ið an d a u m el d sn ey ti sn o tk u n íb lö n d u ð u m ak st ri BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 7 1 4 www.renault.is RENAULT KANGOO, DÍSIL 1,5 L. VÉL, 90 HESTÖFL Verð:2.411.000 kr. án vsk. 2.990.000 kr.m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* RENAULT TRAFIC, DÍSIL 1,6 L. VÉL, 115 HESTÖFL Verð frá:3.218.000 kr. án vsk. 3.990.000 kr.m. vsk. Eyðsla frá 6,5 l/100 km* RENAULTMASTER, DÍSIL 2,3 L. VÉL, 125 HESTÖFL Verð frá:4.024.000 kr. án vsk. 4.990.000 kr.m. vsk. Eyðsla 7,8 l/100 km* Öflugir vinnufélagar Kíktu í kaffi og reynsluakstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.