Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Talið er að um 90% kvenna á Íslandi hafi tekið sér frí frá störfum utan sem innan heimilis 24. október 1975 og skundað til fundar við kynsystur sínar víða um land en langflestar á útifund á Lækjartorgi í Reykjavík. Þangað streymdu konur úr öll- um hverfum borgar- innar, nálægum sveitarfélögum og héruðum þar til myndast hafði ein mesta fjölda- samkoma Íslandssögunnar, 25-30 þúsund manns. Undirrituð var í þeim stóra hópi sem kom að undirbúningi útifundarins og engin orð fá lýst þeirri gleðiblöndnu undrun sem það vakti í brjóstum okkar sem stóðum á sviðinu að fylgjast með konunum streyma niður Bankastrætið í göngu sem ætlaði engan endi að taka. Konur streymdu einnig um Lækj- argötu, Hverfisgötu, Austurstræti, Hafnarstræti og frá Reykjavíkur- höfn, því Akraborgin kom full af kon- um frá Akranesi. Íslenskar konur kröfðust jafnréttis á við karla, sömu launa fyrir sömu vinnu, jafnra tæki- færa til menntunar og starfa, um- ráðaréttar yfir eigin líkama, þær kröfðust þess að vera metnar að verðleikum. Alheimshreyfing Þessi einstæði atburður, sem vakti heimsathygli, hefur fyrir löngu öðl- ast sess meðal viðburða sem valdið hafa straumhvörfum í Íslandssög- unni. Og eins og gildir um flesta slíka átti hann sér langan aðdraganda, tekist var á jafnt um hugmyndina sem framkvæmd hennar. Svipað hef- ur orðið uppi á teningnum þegar reynt er að endurtaka leikinn eða leggja nýtt mat á áhrifin. Deilt er um, hvort þetta hafi verið nógu rót- tæk aðgerð, hverjum beri að þakka öðrum fremur, hver hafi átt hug- myndina o.s.frv. En satt að segja hafði umræða um kvennaverkfall skotið upp kollinum í fleiri löndum. Leikrit Forn-Grikkjans Ari- stofanesar, Lýsistrata, hafði gengið í endurnýjun lífdaga m.a. í Skandinav- íu, og hér á landi hafði Brynja Bene- diktsdóttir sett verkið á svið, fyrst á Herranótt Mennta- skólans í Reykjavík 1970 en síðar í Þjóðleik- húsinu leikárið 1972-73 við frábærar und- irtektir. Verkið segir frá konu sem tók sér fyrir hendur að fá kyn- systur sínar, jafnt hefð- arkonur Aþenu sem hinar herskáu Spört- umeyjar, til þess að fara í kynlífsverkfall í mótmælaskyni við lát- lausan ófrið karlanna þeirra. Lýsistrata veitti innblástur við stofnun Rauðsokka- hreyfingarinnar 1. maí 1970, þótt hreyfingin ætti sér að sjálfsögðu nú- tímalegri fyrirmynd í samnefndri hreyfingu í Danmörku og víðar. P- pillan var komin til sögunnar og áhrif hennar á líf kvenna og möguleika til víðtækari þátttöku í þjóðlífinu var að koma fram í dagsljósið. Miklar þjóð- félagshræringar höfðu verið í okkar heimshluta frá 6́8, en hvatning að of- an til aðgerða í þágu kvenna kom frá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hafði samþykkt að helga árið 1975 konum um allan heim og bar- áttu fyrir bættum kjörum þeirra. Yf- irskrift ársins var: Jafnrétti – framþróun – friður. Í gangi var al- heimsátak. Alheimsákall; Já ég þori, get og vil Íslenskar konur svöruðu kalli með víðtækari hætti en annars staðar gerðist. Íslensk stjórnvöld voru sein að bregðast við samþykkt SÞ, op- inber kvennaársnefnd var ekki skip- uð fyrr en í lok maí, en í grasrótinni reyndist mikið líf. Í landinu störfuðu fjölmargar kvennahreyfingar, þeirra róttækust Rauðsokkahreyfingin, sem frá stofnun hafði staðið fyrir mörgum frumlegum og ögrandi uppákomum sem ætlað var að af- hjúpa kúgun kvenna á flestum svið- um. Í glæsilegri bók um Kvennafríið 1975 og aðdraganda þess, Já, ég þori, get og vil, sem listakonan Hildur Há- konardóttir tók saman, má lesa um einbeitni forystukvenna rauðsokka og staðfestu við að vinna hugmynd- inni um kvennaverkfall fylgi. Bókin var gefin út hjá forlaginu Sölku 2005 þegar 30 ár voru liðin frá kvennafrí- deginum 1975 og í tengslum við endurtekið kvennafrí og mikinn fjöldafund, á Ingólfstorgi að því sinni. Hildur dregur að verðleikum fram hlut Vilborgar Harðardóttur blaðamanns (1935-2002), sem hélt úti vikulegri síðu í Þjóðviljanum um jafnréttismál og stöðu kvenna. Sam- bærilegri síðu „Í tilefni kvennaárs“ var haldið úti af kvenréttindakonum í Morgunblaðinu. Rauðsokkar lögðu áherslu á að kvennabarátta og stétta- barátta yrðu að fara saman og því væri mikilvægt að ná til verkakvenna með boðskapinn. Á láglaunaráð- stefnu sem þær stóðu að í félagi við þrjú verkakvennafélög og SFR í Lindarbæ í janúar 1975 kynntu þær hugmyndina um að konur legðu nið- ur vinnu á árinu. Um miðjan júní stóðu kvennaársnefndin og fjölmörg kvennasamtök fyrir því að heil vika var tileinkuð kvennaári SÞ. Átakið hófst á samkomu í þéttsetnu Há- skólabíói en í kjölfarið fylgdi fjöl- menn ráðstefna kvenna af öllu land- inu á Hótel Loftleiðum og í lok vikunnar var þess minnst að 60 ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt (sama ár og kon- ur í Danmörku). Á ráðstefnunni á Hótel Loftleiðum skapaðist loks breið samstaða um að konur af öllum stéttum legðu niður vinnu um allt land á stofndegi SÞ 24. október. Þó ekki fyrr en fallið var frá að kalla að- gerðina verkfall. Lausnarorðið kvennafrí kom frá hinni margreyndu baráttukonu úr Kvenréttindafélag- inu, Valborgu Bentsdóttur. Veröld sem ég vil Árið 1993 gaf Kvenréttindafélag Íslands út sögu félagsins, Veröld sem ég vil, eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðing, mikið rit um 85 ára sögu þess frá stofnun 1907-1992. Við lestur bókarinnar má sjá hve gríðar- leg breyting varð á kjörum og stöðu kvenna eftir því sem leið á öldina. Tvo viðburði ber hæst á síðasta tíma- bilinu sem höfundur fjallar um. Hinn fyrri er kvennafrídagurinn sem rifj- aður er upp í inngangi þessarar greinar, „þegar tugþúsundir ís- lenskra kvenna lögðu niður vinnu um allt land til að leggja áherslu á vinnu- framlag kvenna og hrópuðu „Áfram stelpur!“ Hinn síðari er að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Ís- lands 1980, fyrst kvenna í heiminum kosin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Sú hvatning og fyrir- mynd sem Vigdís hefur verið með framgöngu sinni og reisn, hefur reynst mikilvæg fyrir íslenskar kon- ur.“ Ýmsir sagn- og félagsfræðingar telja reyndar að kvennafríið og sú vakning sem því fylgdi hafi verið for- senda þess að leit hófst að konu til að bjóða sig fram til forseta. Í kvenna- fríinu bjó einnig kímið að stofnun Kvennaframboðanna og Kvennalist- ans í byrjun níunda áratugarins sem leiddi til mikillar fjölgunar kvenna í sveitarstjórnum og á alþingi sem og í æðstu embættum. Nú er svo komið að það er varla til sá vettvangur á Ís- landi þar sem konur hafa ekki haslað sér völl. Fleiri konur en karlar stunda nú háskólanám, konur eru orðnar í forystu fyrir fjölmörgum mennta- og menningarstofnunum landsins, skólum á öllum stigum, bókaútgáfum, leikhúsum, mynd- listar-og minjasöfnum, Sinfóníu- hljómsveit Íslands o.s.frv. Nafn ís- lenskrar tónlistarkonu er orðið hugtak á heimsvísu, Björk. Konur sækja fram í kvikmyndum. Íþrótta- konurnar okkar eru víða í fremstu röð. Konur hafa orðið bankastjórar, hæstaréttardómarar, biskupar, borgarstjórar í Reykjavík og bæjar- og sveitarstjórar víða, kona gegnir í fyrsta skipti embætti landlæknis, kona er forsætisráðherra á Íslandi öðru sinni, konur hafa einhvern tíma gegnt öllum ráðherraembættum. Og í fyrsta skipti hefur kona verið kosin forseti ASÍ. Er þetta ekki sú veröld sem ég vil? Áfram stelpur Jú, á margan hátt. Og eitt er víst að ekki vildi ég skipta kjörum við þær formæður mínar sem bjuggu við frumstæð skilyrði og fábreytt. Kyn- slóð móður minnar og jafnvel ömmu eignaðist margvísleg hjálpartæki til þess að létta sér heimilisstörfin, þvottavél, hrærivél, ísskáp, raf- magnsstraujárn og ryksugu, en hinu opinbera rými réðu karlar enn að mestu. Kringum 1975 var mamma t.d. eina konan á kjördæmisráðsfundi Alþýðubandalagsins á Vesturlandi í hópi tuttugu karla. Svipaða sögu var að segja af öðrum stjórnmálaflokk- um. Þá sátu þrjár konur á alþingi af sextíu þingmönnum, ein kona hafði orðið ráðherra, ein vígður prestur. 1975 er árið sem hinn lífseigi baráttu- söngur, Áfram stelpur, varð til. Það gerðist reyndar í Svíþjóð fyrir áhrif frá Kvennaári SÞ. Þar var sett á svið í Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi, (Stadsteatern) leiksýning sem fjallaði um sögu sænskra kvenna á tuttugustu öld, kröpp kjör mikils hluta þeirra og baráttu fyrir nýju og betra samfélagi. Sýningin var eftir þríeykið Suzanne Osten, Margaretu Garpe og Gunnar Edander og hét Jösses flickor! Befrielsen är nära! Atvikin höguðu því svo til að undir- rituð fór í leikhúsferð til Stokkhólms vorið 1975 og sá þessa áhrifamiklu sýningu, sem slegið hafði rækilega í gegn. Hápunktur sýningarinnar var flutningur leikkvennanna á mögn- uðum baráttusöng sem enginn sá fyrir að myndi hljóma hálfu ári síðar í íslenskri útgáfu í Ríkisútvarpinu að morgni kvennafrídagsins og síðar á útifundi á Lækjartorgi fyrir framan um þrjátíu þúsund manns! Söngur ratar sína leið Ég var um þessar mundir ung leikkona í Þjóðleikhúsinu á fyrstu ár- um Sveins Einarssonar sem þjóðleik- hússtjóra. Hann skynjaði kröfu tím- ans og hafði fastráðið tvær konur í stöðu leikstjóra til helminga á móti stöðu leikara hvora um sig, fyrr- nefnda Brynju Benediktsdóttur (1938-2008) og Bríeti Héðinsdóttur (1935-1996). Ég hafði leikið undir stjórn beggja, þar á meðal í tveim sýningum sem fjölluðu um stöðu kvenna, Lýsiströtu og Ertu nú ánægð kerling? (1974), kabarettsýn- ingu í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem við fluttum mörg lög eftir áður- nefndan Gunnar Edander við texta Suzanne Osten o.fl. í þýðingu Þránd- ar Thoroddsen. Þegar Kvennaár SÞ var gengið í garð var ítrekað leitað til Bríetar um að stýra samsettum dag- skrám um kjör og sögu kvenna, þ. á m. á júnífundinum í Háskólabíói í samvinnu við íslenskunema í Hákóla Íslands. Bríet fékk okkur nokkrar úr Kvennafríið 1975 – þor og vilji tryggðu samstöðuna Eftir Steinunni Jóhannesdóttur » Tilgangurinn með þessari aðgerð var að sýna fram á mikil- vægi starfa kvenna, að þegar konur legðu niður vinnu og tækju sér frí allar í einu lamaðist allt gangverkið í samfélaginu. Steinunn Jóhannesdóttir Morgunblaðið/Einar Falur Fjórar leikkonur úr Þjóðleikhúsinu voru forsöngvarar í baráttusöngnum Áfram stelpur. Fv. Guðrún Alfreðsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir. Til vinstri við þær er Helga Ólafsdóttir en til hægri Halla Guðmundsdóttir. Listaverkið TACK MÖDRAR DET GJORDE NI BRA eftir Önnu Lidberg var sett var upp í Stokkhólmi sumarið 2015 og víðar í Svíþjóð. Hinn fjölmenni útifundur kvenna 24. október 1975 er orðinn táknrænn dagur í sögu kvenfrelsisbaráttunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.