Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 56

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Dagsskammtur er tvö hylki sem innihalda 12 milljarðar gerla/örvera. Börn undir 12 ára aldri og allt niður í 1 árs mega fá 1 hylki á dag eða sem samsvarar innihaldi þess. • Wild Biotic er vísindalega þróað fæðubótarefni sem inniheldur mjög fjölbreytta örveruflóru. • Yfir 100 gerlastofnar sem finnast náttúrulega í meltingarfærum mannanna. • Flestir stofnarnir koma frá blómafrjókornum, drottningahunangi og öðrum hunangstegundum. • Byggir upp og eflir þarmaflóruna sem er m.a. undirstaða ónæmiskerfisins. • Drottningarhunang og blómafrjókorn geta unnið gegn frjókornaofnæmi. mjólkursýrugerla Ný kynslóð „Þreytan er kannski verst. Þetta er ofboðsleg lömun, þú ert bara algjörlega örmagna,“ útskýrir María Dungal, 46 ára gömul tveggja barna móðir sem bíður og vonar að hún fái nýtt og heil- brigt nýra sem fyrst. Karl Pétur Jónsson, 49 ára fimm barna faðir, getur loksins farið að horfa fram á veginn eftir að hafa verið í sömu stöðu og María fyrir nokkr- um vikum. Hann er allur að koma til og hefur endurheimt heilsuna að mörgu leyti eftir hafa fengið ígrætt nýra. „Það hefur eiginlega allt gengið upp hjá mér,“ segir Karl Pétur, sem fékk nýra systur sinnar. Í dag eru rúmir tveir mánuðir liðnir frá aðgerðinni og hann er farinn að taka þátt í líf- inu á nýjan leik. Hann segist upplifa sig allt annan og orku- meiri. Með 8% nýrnastarfsemi María bíður hins vegar og von- ar að gjafi finnist sem fyrst því hún er aðeins með 8% nýrna- starfsemi og sjálfri finnst henni magnað hvað hún getur þrátt fyr- ir það. Lífslíkur hennar hafa auk- ist til muna eftir að hún fór í að- gerð til að geta farið í reglulega skilunarmeðferð. „Daginn áður en ég fór í aðgerðina voru lífslíkur mínar kannski 1-2 ár. Svo fer ég inn í þetta flotta hús þar sem er fullt af menntuðu fólki sem gerir á mér aðgerð og þar með er búið að lengja lífslíkur mínar um ára- tugi,“ segir María og á þar við spítalann við Hringbraut og starfsfólk spítalans. Ósýnilegur sjúklingahópur Þau segja bæði að þreytan sé yfirþyrmandi á köflum þegar um skerta nýrnastarsemi er að ræða. Þá þarf að forgangsraða stíft hvað maður gerir með þá orku sem býðst. María kýs að nýta megnið af orkunni sem hún hefur í vinn- una yfir daginn. Þannig segist hún ná að vera innan um fólk og gleyma sjúkdómnum um stund og nota heilann. „Vinnan gefur manni helling og þá ertu að fara frá þessu.“ „Hinsvegar er þetta svolítið ósýnilegur sjúklingahópur þar sem það sést ekki utan á okkur hvað við erum orðin máttfarin,“ útskýrir Karl Pétur og María tek- ur undir. Hún segir einnig auka- verkanirnar talsverðar en sam- kvæmt heimasíðu Landspítalans eru einkenni nýrnabilunar minnk- aður þvagútskilnaður, háþrýst- ingur, bjúgur, kláði, blóðleysi, ógleði, uppköst, höfuðverkur, skjálfti, rugl, krampar og skert meðvitund. „Ég var eiginlega bara sjúklega heppinn“ Starfsemi nýrnanna er marg- þætt og einstaklingum lífs- nauðsynleg en nýrun hreinsa með- al annars úrgangsefni úr blóðinu og lýsir Karl Pétur því í viðtalinu hvernig nýja nýrað fór strax á fullt fyrsta sólahringinn eftir að- gerð. Hann segir um 10 lítra hafa gengið niður af sér, eða heila skúringarfötu af eitri og úrgangi. Þetta eitur segir hann valda mik- illi gleymsku og þokukenndri hugsun. Nýrnasjúkdómur Karls Péturs uppgötvaðist í raun fyrir algera tilviljun þegar hann fór í aðgerð fyrir fjórum árum. „Þá var mæld- ur blóðþrýstingur og ég hafði aldrei verið með háan blóðþrýst- ing og í framhaldinu var ég send- ur til nýrnalæknis sem sá strax hvað var að,“ útskýrir hann. „Ég var eiginlega bara sjúklega hepp- inn. Svo liðu fjögur ár og þá var ég kominn á þennan stað sem María er að lýsa,“ segir Karl Pét- ur, sem segist kannast við öll ein- kennin. Vilja vekja athygli á „krossgjöfum“ En þau eru bæði þakklát þeim sérfræðingum og því teymi sem hefur komið að ferlinu hérlendis þó að María sé ekki sátt við grein- ingarferlið því það tók langan tíma að fá greiningu og staðan var óljós lengi vel. Þau vilja vekja athygli á „krossgjöfum“ sem er þekkt fyrirbæri erlendis. Slík gjöf myndi auka líkurnar á að nýrna- sjúklingar fyndu heppilega gjafa. María hefur sent Landspítalanum erindi um slíkar gjafir, þó að þau séu hæfilega bjartsýn á að það gangi upp hérlendis vegna að- stöðuleysis og fleiri þátta. Karl Pétur segir þetta vel þekkt er- lendis og í Bandaríkjunum eru dæmi þess að hringur, eða margir paraðir einstaklingar, eru tengdir. Þannig myndast nokkurs konar nýrnabanki þeirra á milli sem hef- ur verið paraður saman þó að ein- staklingarnir innbyrðis tengis ekki blóð-, eða vinaböndum. Margir hafa boðið nýra Margir hafa boðist til að gefa Maríu nýra úr sér, eða alls 11 manns og hún segir ótrúlegasta fólk hafa haft samband til að ræða möguleikann á að gefa nýra. En það er ekki alveg svo einfalt, því kröfurnar eru strangar og María er með mótefni í blóði og því þurfa fleiri þættir að passa saman til að líkami hennar hafni ekki nýju líffæri. Því myndi svona krossgjöf, það að útvíkka teng- ingar við mögulega aðra viljuga gjafa, auka líkurnar á að heppileg- ur gjafi finnist. Hún er þó bjart- sýn á framhaldið og hún trúir því að hún muni á endanum finna nýrnagjafa. Viðtalið má nálgast í heild á K100.is. undir dagskrárliðnum Logi Bergmann & Hulda Bjarna. hulda@mbl.is Þakklát góðvild fólks Þau eru ekki orðin fimmtug en þó búin að upplifa það að vera háð tækjum til að geta lifað. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera háð líffæragjöf annarrar manneskju. Það hefur þó aldrei staðið á vinum og ættingjum Maríu Dungal og Karls Péturs Jónssonar, en það er ekki alltaf nóg þegar um nýrnagjöf er að ræða, því fleiri líffræðilegir þættir þurfa að vinna saman. Morgunblaðið/Hulda Bjartsýn Nýrnaþeginn Karl Pétur Jónsson og María Dungal nýrna- sjúklingur sem bíður eftir að heppilegur nýrnagjafi finnist. Bakvarðasveit morgunþáttarins Ís- land vaknar er bæði fjölmenn og fjölbreytt. Á rannsóknarstofu þátt- arins starfar Kristín Tinna Aradótt- ir, oft nefnd Tækni-Tinna. Hún er ung kona úr bakvarðasveitinni sem gerir óvenjulegar tilraunir og flytur þáttarstjórnendum fréttir af því hvernig til tekst hverju sinni. Þau Jón Axel, Kristín Sif og Ásgeir Páll fá oft óvenjulegar hugmyndir og á dögunum voru þau að velta því fyrir sér hvort hægt væri að breyta Betty Crocker-súkkulaðiköku í vegan- köku án þess að það kæmi niður á gæðum og bragði. Það er skemmst frá því að segja að Tækni-Tinna keypti pakka af Betty Crocker- kökumixi og í stað eggja og sykurs bætti hún aðeins kók zero út í mixið fyrir baksturinn. Það var mál allra viðstaddra að kakan væri alls ekki svo slæm. „Ég hef fengið verri kök- ur í boðum hjá ríka og fræga fólk- inu,“ sagði Jón Axel meðal annars eftir að hafa fengið sér myndarlega sneið af kökunni og skolað henni nið- ur með ískaldri mjólk. Eftir umkvartanir Kristínar Sifjar, sem alltaf er kalt á nefbrodd- inum, ákvað Tinna að finna upp leið til að ylja henni þar. Útkoman úr þeirri tilraun var forláta nefyljari sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Tækni-Tinna gerði þar bæði til- raunir með yljara úr garni og lopa. Þó að lopagarnið sé talsvert hlýrra voru þremenningarnir sem stýra þættinum sammála um að kláðinn sem fylgir þeirri útgáfu væri tals- vert meiri. „Kosturinn við þetta er ekki síst sá að maður getur stýrt hitastiginu á nefinu sjálfur,“ sagði Ásgeir Páll eftir að hafa spennt græjuna á nefið. „Ef ég anda frá mér heitu lofti eykst hitastigið sjálfkrafa. Ég er meira að segja núna orðinn sveittur á broddinum,“ bætti hann við og uppskar hlátur frá vinnu- félögum sínum. Jón Axel benti hon- um þá á að nefyljarinn hefði meira notagildi fyrir neftóbaksfíkla eins og Ásgeir. „Upprúlluðu tóbaksköggl- arnir hætta þá kannski að detta út úr nefinu á þér,“ sagði Jón og Krist- ín Sif bætti við, „Oj bara, mér verður flökurt.“ Að nota nefyljarann er tiltölulega einfalt. Böndunum sem honum fylgja er einfaldlega smeygt á bak við eyrun og þar með er yljarinn kominn á nefið. Þeir sem vilja auka við notagildið geta svo bætt varaylj- aranum við sem Kristín Sif ber ein- mitt á meðfylgjandi mynd. islandvaknar@k100.is Nefyljari Kristín Sif í morgun- þættinum við rannsóknarstörf. Rannsóknarstofan Ísland vaknar Vegan-útgáfa Betty Crocker-súkkulaðiköku og nefyljarinn er á meðal þeirra verkefna sem þátt- urinn Ísland vaknar hefur fengið rannsóknarstofu sína til að þróa. Rann- sóknarstofan tekur við ábendingum í netfanginu islandvaknar@k100.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.