Morgunblaðið - 29.11.2018, Side 58

Morgunblaðið - 29.11.2018, Side 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 ✝ Marsibil Sig-urðardóttir fæddist 4. septem- ber 1951 á Akra- nesi. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 20. nóvember 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urður Guðmunds- son verkamaður á Akranesi, f. 13.3. 1920, d. 27.5. 1990, og Ásdís Ólafsdóttir verkakona á Akra- nesi, f. 30.7. 1922, d. 11.8. 2006. Systur Marsibilar eru Viktor Ellingsson, f. 1998, og Freyja Ellingsdóttir, f. 2001; 3) Magnús, f. 1988, búsettur á Akranesi. Marsibil tók gagnfræðapróf og stundaði svo nám í Versl- unarskóla Íslands. Hún bjó alla tíð á Akranesi og hóf ung störf þar hjá Pósti og síma en rak síðan ásamt eiginmanni sínum veitingaskálann Skút- una og síðar sokkaverksmiðj- una Trico, sem hún rak áfram að eiginmanni sínum látnum. Síðustu starfsárin starfaði hún á leikskólum á Akranesi. Hún var um árabil félagi í Svanna- sveit skátafélags Akraness og var í Kirkjukór Akranes- kirkju. Marsibil verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 29. nóvember 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Ólafía, f. 1953, og Þórdís, f. 1956. Marsibil giftist Viðari Magnús- syni, f. 7.4. 1952, d. 5.11. 2003, 1972. Börn þeirra eru: 1) Ásdís, f. 1972, búsett í Sví- þjóð. Dóttir henn- ar er Lára Sand- ström, f. 2001, og uppeldisbörn hennar eru Elin Sandström, f. 1996, og Oskar Sandström, f. 1998; 2) Helga, f. 1974, búsett í Reykjavík. Börn hennar eru Með þakklæti og góðum minn- ingum kveð ég kæra mágkonu. Skömmu áður en andlát hennar bar að ræddum við um réttlæti og hvað væri eðlilegt í þessari veröld! Marsibil var góðhjörtuð kona sem trúði á það góða í lífinu. Hún mætti veikindum sínum af æðru- leysi. Hún gaf samferðarfólki sínu mikið, lifði heilbrigðu lífi alla tíð, var umhyggjusöm og lagði sig fram við að vera góð manneskja – því þurfti hún að fara svona fljótt frá okkur? Margar spurningar vakna, sem sennilega verður ekki svarað. Eftir sitja börn, barna- börn og stór hópur vina og ætt- menna í sorg. Það er mikill missir að Massý. Ég kynntist Massý fljótlega eftir að ég hóf samband við konu mína. Ég áttaði mig fljótlega á að þar átti ég „hauk í horni“ – bak- hjarl, sem aldrei brást í tæp 50 ár. Við urðum bestu vinir og hún tók þátt í uppeldi sona minna eins og hún væri þeirra eigin móðir. Alla tíð fylgdist hún með mér og mín- um og var „traustur klettur“ í til- veru minni. Massý var einstök kona. Hún fór ekki „hátt“ en lét verkin tala. Hún þurfti ekki á neinum „núvit- undarnámskeiðum“ eða „jákvæð- um kúrsum“ að halda til að um- gangast fólk, hún hafði þetta í „sér“ – jákvæðni var henni „í blóði borin“ – án þess að hún gæfi neitt eftir af sínum skoðunum. Það er hvorki við hæfi né í anda mágkonu minnar að lofa hana með löngum pistli. Megi henni farnast vel í nýjum heimkynnum. Ég veit að það verður tekið vel á móti henni af fjölda fólks sem hún var svo góð. Ég votta Ásdísi, Helgu, Magn- úsi og þeirra börnum mína dýpstu samúð. Elmar. Í dag kveðjum við Massý sem nú er fallin frá eftir erfið veikindi. Massý bjó alla tíð á Akranesi. Hún var lengi atvinnurekandi í bæn- um, söng í kirkjukórnum, fór á skátafundi og fylgdist með bolt- anum. Massý var Skagamaður. Hún var frænka mín. Massý var einstaklega vönduð kona, nærgætin og tillitssöm við alla. Hún var elst þriggja systra og fyrirliði í sínum systrahóp. Hún bjó lengi á Einigrund með Viðari og þar var ég tíður gestur. Í minningunni var heimilið tilkomu- mikið, enda var þar bæði að finna Stöð 2 og heitan pott. Mér þótti gott og spennandi að koma á Ein- igrund. Það var þó sennilega hvorki út af pottinum né Stöð 2 heldur var einstök nærvera og umhyggja Massýjar þannig að hjá henni leið öllum vel og líka mér. Massý var einnig tíður gestur á æskuheimili mínu. Heimsóknum hennar fylgdi ferskur og góður andblær. Hún var minnug og sagði gjarnan sögur af ættingjum og lífinu á Skaganum frá því hún var barn. Frásagnir hennar voru skemmtilegar og í þeim enduróm- aði tíðarandinn á gamla Akranesi. Massý og Viðar áttu sumarhús í Botni í Hvalfirði. Við Helga frænka dvöldum þar heilt sumar. Þar lifðum við í vellystingum í skjóli Massýjar og Viðars með hund og heimalning uppi í rúmi og pylsur í hverju hádegi. Helga stýrði búinu með harðri hendi og fyrirskipaði að viðhaft væri mikið hreinlæti sem var algerlega í anda Massýjar. Um helgar komu Massý, Viðar og Magnús með drekkhlaðinn bílinn af góðgæti. Þetta var sannkölluð sæluvist þar sem ævilöng vinátta okkar frænkna innsiglaðist. Fjölskyldan flutti seinna á Skarðsbraut en þar bjuggu þau Massý og Magnús frændi saman lengst af. Gjarnan var boðið upp á ristað brauð með banana eða tún- fisksalati og kaffi. Einfalt og gott. Ég var þá orðin fullorðin og sam- band okkar Massýjar hafði þrosk- ast. Við áttum á seinni árum mörg innihaldsrík og skemmtileg sam- töl. Eitt sinn bárust fermingar í tal. Massý gat talið upp allar fermingargjafirnar sem henni höfðu borist fyrir rúmlega fimm- tíu árum. Hún mundi frá hverjum hún hafði fengið hverja gjöf, hvað henni hafði þótt um þær og hvern- ig þær höfðu nýst. Þetta sýnir bæði hve stálminnug hún var og þá miklu virðingu sem hún sýndi gjöfum sínum. Þetta er einstakt. Þegar ég fór að eignast börn sýndi Massý því einlægan áhuga. Hún hringdi stundum í mig til að heyra hvernig gengi og veitti mér góð ráð. Mér þótti afar vænt um þessi símtöl og met mikils þá virð- ingu sem Massý sýndi mér á þess- um tímamótum í lífi mínu. Um- hyggjusemi og hjálpsemi voru Massý í blóð borin. Ófá eru börnin sem Massý passaði, þar á meðal börnin mín. Þegar ég fór í nám keyrði Massý af Skaganum dag- lega í nokkrar vikur til að passa. Massý var greiðvikin og hjálpsöm og einstaklega örlát, ekki bara á peninga og veraldleg gæði, heldur einnig á tíma sinn. Hún hafði hvorki um það mörg orð né lét mikið á því bera. Það var bara ekki hennar stíll. Með þessum fáu orðum kveð ég kæra frænku sem mér þótti svo mikið varið í og vænt um. Elsku Magnús, Helga og Ásdís. Ég sam- hryggist ykkur innilega. Það verður tómlegt á Skaganum án Massýjar. Vaka. Það var alltaf eitthvað svo bjart og rólegt yfir Massý. Í hvert sinn sem stóð til að hittast var tilhlökk- un og vissa um að nú væri notaleg stund framundan. Það var alltaf gaman að spjalla við Massý. Hún var fordómalaus en hafði samt skoðanir og setti fram sjónarmið sín en tók jafnframt tillit til hvar hún var stödd og til sjónarmiða annarra. Massý var dugleg að koma í kaffi og heimili hennar var alltaf opið. Þangað komu líka margir og þar hittist fólk úr ýms- um áttum. Botn var sælureitur margra en þar réð Massý ríkjum í bústað sín- um. Hún var athugul og hafði allt- af frá einhverjum áhugaverðum hlutum að segja úr náttúrunni, bæði plöntum og dýrum. Hún fylgdist vel með fuglum og þekkti háttalag þeirra vel. Þessi eigin- leiki hennar gerði hana líka að mannþekkjara. Hún var fljót að átta sig á hvernig fólkinu í kring- um hana leið og var alltaf til stað- ar á hæglátan hátt fyrir stórfjöl- skylduna. Allir leituðust við að vera með Massý. Massý var starfsöm og hélt vel utan um þau verkefni sem hún tók að sér. Hún var atvinnurekandi í mörg ár og hugsaði vel um starfs- fólk sitt. Hún sá kosti fólks um- fram galla þess og dró þá fram í umræðum. Hún tókst á við ný verkefni af æðruleysi og ræktaði með sér áhuga á því sem lá fyrir. Eftir að hún byrjaði að vinna á leikskóla ræddum við mikið sam- an um börn og skólastarf. Hún sá svo vel þann styrkleika sem býr í börnum og hvernig þau þroskast á því að takast á við ólík viðfangs- efni. Massý var manneskja sem ekki vékst undan ábyrgð. Hún tók þátt í margvíslegu starfi og var þá allt- af búin að taka að sér verkefni eins og að vera gjaldkeri eða vinna við fermingarskeytin. Hún gerði ekki mikið úr því en vann verk- efnin af samviskusemi og yfirsýn. Massý var nefnilega sú sem horfði fram í tímann og byrjaði alltaf snemma að leggja drög að hlut- unum þó hún væri ekki endilega búin að vinna verkið fyrr en tím- inn nálgaðist. Hún hugsaði fyrir hlutum og var búin að undirbúa hlutaðeigandi aðila en ekki hina. Mörg dæmi mætti rekja um þetta því oft sagði Massý: „Ég var ein- mitt búin að …“. Massý hafði gaman af því að fara í ferðalög, veislur, á tónleika og aðrar skemmtanir. Hún kunni vel að njóta þess og gat sagt þann- ig frá að við hin nutum þess líka. Það er mikilsverður eiginleiki að geta notið alls þess litla sem lífið hefur upp á að bjóða og geta gert úr því dýrmæta upplifun. Massý og Ása, mamma hennar, gerðu margt saman og eftir að Ása dó, tók Massý við að vera sú sem sameinaði fjölskylduna. Það var oft glatt á hjalla þegar þær mæðgur voru á ferð og ekki verið að láta smámuni þvælast fyrir sér. Það hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir mig að fá að vera með í klúbbnum hennar Massýjar eiginlega alla mína ævi og minnist ég hennar með eftirsjá en jafnframt þakklæti. Guðbjörg Pálsdóttir. Kær vinkona mín er látin langt um aldur fram eftir um tveggja ára baráttu við illvígan sjúkdóm. Vinátta okkar hefur varað í um 40 ár en traustari og hógværari manneskju var varla hægt að finna. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja henni í þess- ari baráttu og ég dáðist að því hvað hún tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi. Ég og fjölskylda mín sendum börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Brosið breitt og augun skær, bið guð þig að geyma, bestu þakkir, þú varst mér svo kær. Þér mun ég aldrei gleyma. (Guðný Sigríður Sigurðardóttir) Ingiríður B. Kristjánsdóttir. Það birtir að vori, hvert blómstur nú vaknar og bráðum mun sólin reka myrkrið á flótta en hjarta mitt grætur og hugurinn sakn- ar því höndin er köld og mín sál fyllist ótta. Þá man ég hlýju orðin þín, mildina þína og mannkærleikann, sem fyllti þitt hjarta. Ég brosi gegnum tárin, brátt mun sorgin dvína og bjartar nætur vorsins lýsa myrkrið svarta. Við sjáumst ekki aftur, söngur þinn er hljóður en sálir okkar mætast í ljósinu’eins og fyrrum. Tíminn sem við áttum var tær hreinn og góður tryggðaböndin ofin á ljúfum stundum kyrrum. (Rut Gunnarsdóttir) Við þökkum þér samfylgdina elsku vinkona, gjöful og ljúf kynni frá unga aldri. Æskuárin okkar góðu og samverustundir alla tíð. Þá var það hláturinn, gleðin og vinakærleikur sem umvafði okk- ur. Minning þín lifir. Elsku Ásdís, Helga, Magnús, Ólafía, Þórdís og fjölskyldur, hjartans samúðarkveðjur. Hafdís, Kristrún, Sigþóra, Sólveig, Valgerður, Sigrún, Sigurlaug, Rún Elfa og Guðbjörg. Marsibil Sigurðardóttir Afi Gunnar. Elsku Gunnar afi það er svo margs að minnast og fáir munu finnast einstakir sem þú. Ef urðum við fyrir harmi í þínum breiða faðmi huggun, von og trú. Gunnar Sveinbjörn Jónsson ✝ Gunnar Svein-björn Jónsson fæddist 7. október 1931. Hann lést 27. október 2018. Útför Gunnars fór fram 19. nóvem- ber 2018. Mörg voru sumrin í hópinu góða, veiddum og lékum, upp á margt var að bjóða. Nú kveðjum við þig með söknuð í hjarta og höfum í hávegum dagana bjarta. Elsku Gunnar afi það er svo margs að minnast og fáir munu finnast einstakir sem þú. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín Helga. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elsku mamma okkar, SIGURBJÖRG HELGA JÓNSDÓTTIR, Eyrargötu 29, Siglufirði, sem lést fimmtudaginn 15. nóvember, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 1. desember klukkan 14. Kristín Hólm Jón Hólm Hanna Björg Hólm og aðrir ættingjar og vinir Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls JÓNS R. HJÁLMARSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar Landspítalans við Hringbraut. Guðrún Ó. Hjörleifsdóttir og fjölskylda Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, SÆMUNDUR ÞÓR GUÐMUNDSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 20. nóvember. Útför hans fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 3. desember klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Bára Jónasdóttir Guðrún J. Sæmundsdóttir Smári Stefánsson Bertha María Smáradóttir Alexander Elvar Friðriksson Eva María Smáradóttir og systkini Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GISSUR ÞORVALDSSON forstjóri, Kópalind 2, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 22. nóvember. Jarðsungið verður frá Seljakirkju miðvikudaginn 5. desember klukkan 13. Hrefna Guðbjörg Ásmundsdóttir Ragnheiður J. Gissurard. Hulda Kristín Vatnsdal Ásgerður S. Gissurard. Axel Geirsson Þorvaldur H. Gissurarson Elsa Grímsdóttir Hörn Gissurard. Dufþakur Pálsson Gunnlaug Gissurard. Magnús Rögnvaldsson og fjölskyldur Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.