Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 74

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Guðbjartur Jónsson Guðbjartur Jónsson, sem rak veitingastaðinn Vagninn á Flateyri, orðaði hugsanir sínar á dálítið annan veg en aðrir og af þeim sökum er hann al- gjört „legend“ eins og einn Flatreyringurinn orðaði það. Hann hefur hér leik- inn: * „Sá vægir sem veit ekki meira.“ * „Þegar neyðin er stærst, þá verður hún ekki mikið stærri.“ * „Það var svo mikill bylur að það sást ekki á milli augna og ég varð að vera með opinn hausinn út um gluggann.“ * Guðbjarti var einhverju sinni hrósað fyrir það hversu fljótur hann væri að beita. Hann var hins vegar hógværðin uppmáluð og sagði: „Það er nú ekki lengi gert að beita í klukkutíma.“ * Björn Ingi Bjarnason, fangavörð- ur á Litla-Hrauni, sem nú býr á Eyrarbakka, og Guðbjartur voru miklir vinir á meðan báðir bjuggu á Flateyri. Þar störfuðu þeir saman um árabil við beitningu og einnig í marþættu félagsstarfi sem hélt áfram eftir að báðir fluttu suður. Eitt sinn hittust þeir félagar á förnum vegi eftir að hafa ekki sést lengi og Björn Ingi spyr Guðbjart að því hvort ekki væri eitthvað nýtt og eftirminnilegt eftir honum haft. „Nei,“ svaraði Guðbjartur. „Ég hef ekki sagt feilpúst lengi.“ Íþróttafréttamenn Íþróttafréttamenn, fyrr og nú, hafa oft farið mikinn í lýsingum eins og þessi dæmi sanna: Höddi Magg: „Hann hefur verið með meðfæddan hjartagalla frá fæðingu.“ * Gaupi – Guðjón Guð- mundsson: „Þetta er skrýtin upp- stilling hjá þjálfaranum. Hann lætur byrjunarliðið byrja út af.“ * Ingólfur Hannesson: „Næst verður keppt í 4x400 metra stangarstökki.“ * Valtýr Björn Valtýsson: „Nei, nei, ef menn ætla að skora af svona löngu færi þá verða þeir að fara aðeins nær.“ * Gummi Ben.: „Hið unga lið Ajax situr eftir með súrt ennið.“ * Einar Örn Jónsson: „KR-ingar sigruðu Grindvíkinga í kvöld með einu marki gegn engu í Grindavík. Sýnt verður úr leiknum í Fótboltakvöldi hér á eftir og þeir sem ekki vilja heyra úrslitin nú ættu því að lækka í tækjunum.“ Eyþór í Lindu Eyþór Tómasson, kenndur við sælgætisgerðina Lindu sem hann stofnaði á Akureyri árið 1949, er nánast goðsögn á Akureyri þegar kemur að hinu spaugilega í tilver- unni og þá eru mismæli ekki und- anskilin. Nokkur slík fylgja hér á eftir: * Eitt sinn var Eyþór í Lindu á ársfundi Félags íslenskra iðnrek- enda sem þá var haldinn í Leik- húskjallaranum við Hverfisgötu í Reykjavík. Hann sté þar í pontu og fór að býsnast yfir því hversu frí- dagar á Íslandi væru margir. Og auðvitað kom hann með dæmi: „Það eru 15 frídagar í apríl ef 1. maí er talinn með.“ * Eyþór í Lindu var Skagfirðingur að uppruna, fæddur á Bústöðum í Austurdal í Skagafirði þar sem for- eldrar hans bjuggu. Eitt sinn var Eyþór á ferðalagi um Skagafjörð með hópi fólks frá Akur- eyri. Hann var í ákafur að uppfræða samferðafólk sitt um bæi, menn og málefni í þessum sögufræga firði og fór svo að einn úr hópnum sagði við hann: „Þú ert greinilega vel kunnugur hérna í Skagafirðinum.“ „Já, elskan mín, góðasta, biddu fyrir þér,“ svaraði Eyþór. „Ég er hér undan öðrum hverjum manni.“ * Eyþór var á ferðalagi um Frakk- land og Spán og lá leið hans um Pýreneafjöll. Heimkominn kvaðst hann hafa keyrt á milli landanna yfir Pýramídafjöllinn. Í sömu ferð var ekið meðfram Genfarvatni sem í út- gáfu Eyþórs var orðið að Genesaret- vatni. Áttu þeir sem á ferðasöguna hlýddu í mestu erfiðleikum með að fylgja sögumanni eftir. * Eyþór kom inn í Akureyrarapótek til að endurnýja birgðir af hjartatöfl- unum sínum sem hann var búinn með. Ekki mundi hann hvað þær hétu og þegar afgreiðslustúlkan brá sér á bak við til að ráðfæra sig við lyfjafræðing kallaði hann á eftir henni svo allir í búðinni heyrðu: „Æ, þú veist, þessar bleiku tussur sem stoppa hjartað þegar það byrjar að slá!“ Frétta- og dagskrárgerðar- menn Karl Garðarsson. „Barnið var 5,5 merkur og 15 sentimetrar.“ * Edda Andrésdóttir: „Og talandi um snáka, hingað er mættur Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir til að ræða um hrossa- sóttina.“ * Jóhann Hlíðar Harðarson: „Ölvun og áfengi fara ekki saman.“ * Ingólfur Bjarni Sigfússon: „Þetta á einkum við um vanfærar konur á barneignaraldri.“ * Gunnar Gunnarsson: „Litlar líkur eru á því að fleiri lík finnist á lífi …“ * Guðni Már var eitt sinn að ræða við Sigurð Helgason hjá Útvarpi Umferðarráðs. Þeir ræddu meðal annars um ölvunarakstur og þá valt þetta út úr Guðna: „Getum við ekki verið sammála um það, Sigurður, að hvetja fólk til þess að hugsa sinn gang nú í desem- ber? Ef það ætlar að drekka að setj- ast þá ekki undir bíl.“ * Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálpar Íslands, var einhverju sinni í símaviðtali í morgunþættinum hjá morgunhan- anum Markúsi Þórhallssyni á Út- varpi Sögu. Það er vel þekkt að mannanöfn eiga það til að beyglast í munni okk- ar og þannig var það einmitt í þetta skiptið þegar útvarpsmaðurinn sagði ábúðarfullur og alvarlegur í bragði: „Næsti viðmælandi minn er Flos- gerður …“ * Sigmundur Ernir Rúnarsson: „Mikil ásókn var í lóðirnar og fengu fleiri en vildu.“ * Sveinn Snorri í Reykjavík síðdegis Sveinn Snorri Sighvatsson var um tíma einn af stjórnendum útvarps- þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, ásamt þeim Þorgeiri Ást- valdssyni og Kristófer Helgasyni, sem ennþá halda utan um þennan þátt. Svenni var þarna af lífi og sál, ekki síður en hinir, og átti oft skemmti- lega spretti. * Það var niðri við Tjörn. Svenni var þar með unga stúlku „í beinni“ og hóf spjallið við hana á þessari spurn- ingu: „Ertu að gefa brauðunum önd?“ * Svenni var einhverju sinni að segja hlustendum Bylgjunnar frá miklum snjóþyngslum í Reykjavík og gat þess þá að hann hefði um morguninn þurft að „leggjast á fjögur hné“ til að grafa sig með ber- um höndum út úr kjallaraíbúð sinni. * Eitt sinn gaf Svenni ökumönnum eftirfarandi heilræði: „Þið munið svo að hafa ljósin spennt og kveikt á beltunum.“ Af sendli Gíslabúðar Það var oft mikið að gera Gíslabúð í Hafnarfirði. Hún var við Suðurgöt- una og bauð upp á matvörur, bús- áhöld og vefnaðarvörur eins og þá var títt í mörgum hverfaverslunum. Í búðinni vann eitt sinn sendill, sem var feiminn en duglegur. Einn daginn átti hann að fara með hangi- kjöt til Ingileifar Ólafsdóttur í Suð- urbænum. Þegar húsmóðirin opnaði dyrnar brá strák eitthvað svo að hann stundi upp: „Ég er að koma með hangileif til Ingikjöts.“ Sendiherra Kópavogs Viðar Bjarnason vann um margra ára skeið á bæjarskrifstofum Kópa- vogs við erindrekstur af ýmsu tagi; fór meðal annars í póstinn, banka og stofnanir með skjöl og ýmsa pappíra Hann hefur alltaf verið ákaflega létt- ur í lund og lífgaði svo um munaði upp á tilveruna hvar sem hann kom – stundum með mismælum af dýr- ustu sort. * Viðar ætlaði einhverju sinni að segja samstarfskonu sinni að líta í eigin barm út af tilteknu máli, en missti út úr sér: „Líttu á eigin brjóst!“ * Annað sinn ætlaði Viðar að sýna ónefndri samstarfskonu sinni á bæj- arskrifstofunum samhug og sagði við hana: „Æjæ, gengur bara allt á aftur- endanum hjá þér í dag?“ * Viðar fór einu sinni með dóttur sinni og tengdasyni út til Kaup- mannahafnar að heimsækja aðra dóttur sína og tengdason sem þar bjuggu. Um ferðina sagði hann glettinn: „Þetta var virkilega fín ferð. Það var svo gott samkomulagið að við vorum eins og fimm eineggja tvíbur- ar.“ Frissi í Skóghlíð Friðrik Sigurjónsson, Frissi í Skóg- hlíð, var fæddur og uppalinn á Norð- firði, en bjó lengst af í Skóghlíð á Fljótsdalshéraði þar sem hann stund- aði búskap. Frissa varð stundum fóta- skortur á tungunni og var þá útkoman bæði skrautleg og skemmtileg. * Frissi var að járna meri í fjárhúsi ásamt fleirum. Hún var baldin og lét illa. Þegar verið var að festa síðustu skeifuna var Frissa farið að renna í skap og segir: „Geturðu ekki staðið kyrr í þessa einu löpp rétt á meðan?“ Nokkru síðar sleit merin sig lausa og þá hrópaði Frissi: „Fljótir strákar, lokiði merinni svo hurðin hlaupi ekki út.“ * Frissi lenti í þoku af þykkustu gerð. Hann lýsti því svo: „Þokan var svo dimm að maður sá ekki milli augna sinna.“ * Grétar á Skipalæk keypti eitt sinn hrút af Frissa og spyr hann síðar um ættir skepnunnar. Frissi svaraði: „Ég get sagt það óhræddur að þetta er besti hrútur af minni ætt.“ * Öðru sinni hitti annar kunningi Frissa á hann í kaupfélaginu á Egils- stöðum þar sem hann var að kaupa sér saltkjöt í kjötborðinu. „Jæja, er bara veisla,“ segir kunn- inginn. „Já,“ svaraði Frissi, „ég ákvað að gera mér smá mannamun núna.“ Vigdís Hauksdóttir Vigdís Hauksdóttir var alþingis- maður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður frá 2009 til 2016. Á þeim tíma lét hún mikið til sín taka og er hún tvímæla- laust drottning mismæla á Íslandi. * „Við skulum bara sjá til en ég er á engan hátt að stinga höfðinu í stein- inn.“ Vigdís Hauksdóttir í viðtali við Stöð 2, 12. september 2011. * „Ég vil nú helst tala í fortíðinni, horfa til framtíðar og standa hér í nútíðinni, heldur en að vera að líta til baka.“ Vigdís í Kastljósviðtali á RÚV, 18. febrúar 2014. „Sá vægir sem veit ekki meira“ Fyrir stuttu gaf bókaforlagið Hólar út bókina Ekki misskilja mig vitlaust! eftir Guðjón Inga Eiríksson sem inniheldur mismæli og ambögur. Edda Andrésdóttir Friðrik Sigurjónsson Karl Garðarsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Valtýr Björn Valtýsson Vigdís Hauksdóttir Eyþór H. Tómasson Ingólfur Bjarni Sigfússon D NÁTTFÖT D NÁTTKJÓLAR D SLOPPAR FULL BÚÐ AF NÝJUM NÁTTFATNAÐI Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.