Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Side 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018 Stundum finnst mér umræðan um þriðja orkupakk-ann minna á stöðumælaverðina í Fóstbræðrum,ef einhver man eftir þeim. – Við verðum að hætta að hittast svona, Finnur. – Nú. Henti Halldór þér út? – Ekki þessi látalæti, Finnur. Guðný er dóttir mín. Ég læt ekki taka hana frá mér. – Ah. Svo Þorbjörn er farinn að jafna sig eftir sprenginguna. – Ekki vanmeta Þorbjörn. Og gleymdu því ekki sem ég veit um þig. Ég veit hver myrti Eggert. – Það skiptir engu máli, Erna. Ég hef slæmar fréttir að færa. – Hvað? – Baldur er horfinn. Svona held ég að umræðan um þriðja orkupakkann sé fyrir býsna marga. Nema kannski ekkert svakalega fyndin. Fólk er alveg að tala á fullu en það er eins og það sé ekki að tala um sama málið. Og það er náttúrlega engin leið að skilja þetta. Annaðhvort hefur þetta engin áhrif að innleiða þennan orkupakka eða allt fer beinustu leið til helvítis. Það virðist ekki vera neinn millivegur. Þess vegna var ég soltið spenntur þegar Stöð 2 var í beinni útsendingu frá fundi kjördæmasambands Fram- sóknarflokksins í Reykjavík sem hafði samþykkt með afgerandi hætti að hafna þessum blessaða orkupakka. Ég fylgdist grannt með þegar fréttamaður Stöðvar 2 stóð fyrir framan formanninn og spurði af hverju þessu væri hafnað af þeirra hálfu. „Ja, nú er kjördæmasambandsfundur grasrótarinnar og ég er einn af þeim og ég get ekki svarað því hvernig mismunandi framsóknarmenn komast að sömu niður- stöðu. Einn tiltekur þessi rök og annar önnur. Ég get ekki svarað fyrir það.“ – En eins og hvaða rök? „Það er eins og ég segi. Það komu fram á fundinum mörg mismunandi rök en niðurstaða fundarins var hins vegar sú að allur þorri framsóknarmanna í Reykjavík er á móti þessari innleiðingu. Af mismunandi ástæð- um.“ – En hafið þið forsendur til að álykta svona? Er ekki djúpt í árinni tekið að álykta með þessum hætti með það í huga sem fram hefur komið að það sé ólíklegt að þetta muni hafa áhrif á Íslandi? „Nei, öðru nær. Það er að sjálfsögðu ekki djúpt í ár- inni tekið að grasrót- arfólk tjái sig og myndi sér skoðanir um veigamikið mál. Þannig að það er akkúrat vettvang- urinn til að mynda sér skoðanir. Það er í einfaldri rökræðu meðal fólks í grasrót- inni.“ – Takk fyrir það og þar með kveðjum við héðan frá skrifstofu Framsóknarflokksins við Hverf- isgötu. Einmitt. Takk æðislega. Þetta er allt skýrt núna. Stöðumælaverðir og orkupakkar ’Fólk er alveg að tala á fullu enþað er eins og það sé ekki aðtala um sama málið. Og það ernáttúrlega engin leið að skilja þetta. Annaðhvort hefur þetta engin áhrif að innleiða þennan orkupakka eða allt fer beinustu leið til helvítis. Það virðist ekki vera neinn millivegur. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Það er ekki að ósekju að hringstiginn á Suðurlandsbraut 2 er kallaður Himnastiginn. Þannig er mál með vexti að Kristján Kristjánsson bílakóngur frá Akureyri byggði húsið fyrir Ford- umboðið og hafði áform um að búa þar sjálfur í þakíbúð. Heilbrigður metingur var milli Kristjáns og Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem þá var til húsa í Ármúla, og hét Kristján því að byggja alltaf einni hæð hærra en Sambandið svo húsbændur þar á bæ sæju ekki Esjuna, jafnvel þótt hann þyrfti að byggja alla leið til himnaríkis, segir sagan. Kristján náði aldrei að búa í húsinu en hann lést árið 1969. Þar var lengi Hótel Esja og nú Hilton Reykjavík Nordica. Svo skemmtilega vill til að Kristján var afi ljósmyndarans sem tók myndina, Árna Sæberg. Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.