Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Síða 14
Júlía: „Ég tek Kamillu sem svolítið sjálf- gefnum hlut í hlutverki verndara míns, hún átti og á að sjá um mig. Ég er ennþá með lykil að heimili Kamillu og það er ekkert langt síðan ég kom til hennar í dramakasti og fékk að gista á rúminu hjá henni. Kamilla hefur alltaf verið fjörug með mikla útgeislun en mér hefur kannski stundum fundist hún óþolinmóð.“ Kamilla: „Það hefur ekki lagast.“ Júlía: „Hún hefur þetta frá pabba, um leið og það eru einhverjar tafir eða vesen byrjar hún að sjá rautt og þá er eins gott að drífa sig bara. Systur mínar þrjár eldri rifust auðvitað stund- um, eins og gerist milli unglingssystra, en ég var alltaf stikkfrí súkkulaðikleina. Þær leyfðu mér líka ýmislegt, ég fékk að horfa á bannað sjónvarpsefni þegar þær voru að passa mig og þegar mamma og pabbi komu heim átti ég samkvæmt þeirra fyrirskipan að leika mig mjög sofandi. Ég tók það alla leið og lék mig nánast dauða. Var alveg máttlaus þegar pabbi bar mig inn í rúm, það var varla hægt að halda á mér.“ Kamilla: „Mamma og pabbi spiluðu líka inn á þetta. Ég man að þau sannfærðu mig um að nákvæmlega enginn gæti svæft Júlíu nema ég og 32 ára var ég: Heyrðu nú mig, þau gátu örugglega svæft hana líka. Þau sannfærðu mig reyndar líka um að enginn gæti örbylgjupopp- að nema ég. Svo kom ég einu sinni óvænt heim og sá þau með örbylgjupopp og varð hneyksl- uð. Þá var það bara að þau nenntu hvorki að standa upp né svæfa! En Júlía hefur mér bara alltaf fundist ynd- isleg, skemmtileg og sniðug og dramatísk, bú- andi til leikrit og sögur. Júlía var með horn í unglingaherberginu mínu, ég bjó til hreiður handa henni, gat auðvitað ekki skilið hana eftir uppi hjá mömmu og pabba. En mjög snemma fannst mér hún verða miklu klárari en allir og ég lít upp til hennar með allt, bæði skrifin sem hún hefur miklu meiri reynslu af en ég og líka bara föt, tilfinningar, mat, heimspeki, stráka- mál og stjórnmál. Ég leita alltaf fyrst til Júlíu.“ Júlía: „Og það sama á við mig. Meira að segja meðan ég var úti í Bandaríkjunum í námi lét ég Kamillu vita þegar ég fór á klósettið. Ég bar allt undir hana og í kringum þetta skrif- ferli núna bárum við allt undir hvor aðra og vorum í klappliði hvor annarrar og erum ennþá. Mér finnst hrikalega gaman þegar ein- hver hrósar mér en ef einhver segir mér að systur mínar séu frábærar þá mega viðkom- andi vera bestu vinir mínir.“ Kamilla: „En ókostir. Allt í lagi, mér finnst Júlía stundum svolítið lengi að hlutunum. Ég er sú í fjölskyldunni sem er alltaf tilbúin fyrst, dreg aðra út á treflunum svo við séum ekki sein.“ Júlía: „Og það var tímabil þegar Kamilla stríddi mér talsvert. Þegar strákavinir mínir hringdu þóttist Kamilla vera ég og þar sem raddir okkar eru mjög líkar sagði hún hluti eins og: „Ég er ógeðslega skotin í þér.“ Svo stundaði hún það þegar ég var kannski í sím- anum við vinkonur mínar að setjast ofan á mig og byrja að slefa.“ Kamilla: „Júlía þó! Þú segir ekki frá þessu. En vissulega þarf að herða börn.“ Júlía: „Og það er langt síðan hún hefur sest á mig og slefað.“ Keppni heima í að segja sögur Snúum hlutverkunum við. Kamilla segir mér frá því hvað Júlía hefur verið að bralla í lífinu og öfugt? Kamilla: „Júlía er tiltölulega nýflutt heim frá Bandaríkjunum, með þriðju háskóla- gráðuna, hún kláraði fyrst heimspeki, svo rit- list og handritaskrif. Sem betur fer kom hún heim. Júlía er að leikstýra sjónvarpsþáttum, er í handritavinnu og tökur fara fram næsta sum- ar og hún er í fullu starfi í Geysi á Skólavörðu- stíg.“ Júlía: „Kamilla á þrjár ótrúlega frábærar og klárar dætur sem ég er sjálf stundum pínu hrædd við, þessar eldri eru algjörlega búnar að taka fram úr mér í vitsmunaþroska, alveg óhugnanlegt. Svo er Kamilla að koma út með bók sem ég hef lengi beðið eftir og ótrúlega mikið spennandi að gerast í kringum það, ég held að þetta sé bara byrjunin hjá henni. Kamilla var í sagnfræði og er líka bókavörður á Þjóðarbókhlöðunni.“ Hvernig er að vera bókavörður? Kamilla: „Það er svo gaman. Mamma er náttúrlega bókasafnsfræðingur og pabbi í bóka- bransanum og mér líður rosalega vel í kringum bækur. Til okkar kemur fólk sem er að grúska og hefur ástríðufullan áhuga á einhverju og það er svo gaman og góð orka að vera í kringum fólk sem hefur brennandi áhuga á einhverju, oft hlutum sem ég hefði aldrei ímyndað mér; vegg- teppi í París eða þvíumlíku.“ Var bókum eða skrifum haldið að ykkur? Kamilla: „Það voru ekki minni áhrif af því að eiga mömmu sem var bókasafnsfræðingur en að eiga pabba sem var rithöfundur. Þegar við vorum litlar vann hún á Blindrabókasafn- inu og mamma hennar, amma, var líka bóka- safnsfræðingur. Ef maður var lasinn fengum við oft hljóðbækur, útvarpsleikrit og slíkt. Og vegna pabba komu alltaf eintök af öllum jóla- bókunum heim og hans starfi fylgdi að við fór- um með honum á upplestra og byrjuðum að fara á Bókmenntahátíð í Reykjavík þegar við vorum bara litlar. En að einhverju leyti er það mjög íslenskt, það voru allir á kafi í bókum.“ Júlía: „Það var líka alltaf lesið fyrir okkur, hjá mér tók Kamilla það náttúrlega að sér að miklu leyti. Við fórum í gegnum allan Lúlla, Einar Áskel, Enid Blyton og Astrid Lindgren. Það var raunar lesið fyrir mig fram á óhugnan- lega háan aldur. Ég held að ástæðan fyrir því að ég hafi farið í heimspeki hafi verið að mamma las fyrir mig Veröld Soffíu þegar ég var 11 ára. Sögur sem ég hef skrifað hafa verið undir miklum áhrifum barnabókmenntanna sem ég las. Lestur var stór hluti af lífi okkar og var aldrei kvöð, heldur það sem lífið snerist um.“ Kamilla: „Reyndar man ég eftir einni bók sem pabbi borgaði mér fyrir að lesa, hann trúði því ekki að ég myndi halda það út: „Það klárar enginn þessa bók,“ sagði hann en ég kláraði nú samt Söngva satans! Og fékk 500 kall fyrir. En hvað skrif varðar þá var það stór hluti af fjölskyldulífinu að segja sögur. Það var keppst um að vera með fyndnustu eða dramatískustu sögurnar.“ Júlía: „Ég teiknaði svolítið myndasögur og það var held ég mín leið til að fara í „mömmó“ við sjálfa mig – hljómar mjög sorglega. Þegar ég bjó í Berlín sem unglingur, uppfull af dramatík, byrjaði ég að skrifa sorgleg tilvist- arkreppuleg ljóð, alveg hræðileg. „Lest gleð- innar sem þýtur alltaf fram hjá glugganum mínum en ég fæ aldrei far.“ (Systur springa). Ég var mikið með mömmu og pabba, í þá tíma var dýrt að fara á netið erlendis og ég mátti því ekki hanga á því þannig að þá byrjaði ég að skrifa mikið.“ Kamilla hefur vakið mikla athygli fyrir skrif sín á samfélagsmiðlunum þar sem hún er með- al annars iðin á Twitter, spiluðu skrif hennar þar rullu í að hún skrifaði bók? Kamilla: „Ég veit það ekki alveg. Kannski hefur fólk hvatt mig meira áfram, og ég veit að þeir hjá Bjarti Veröld tóku eftir mér þar, þannig að kannski.“ Júlía: „Ég skrifa sjálf lítið á samfélagsmiðl- ana en fer mjög oft inn á Twitter bara til að skoða hvað Kamilla hefur verið að segja og er í kasti yfir því.“ Misheppnaðar minningar frá Rútstúni Snúum hlutverkunum aftur við. Júlía segir les- endum frá bók Kamillu, Kópavogskróniku, og öfugt, Kamilla segir frá bók Júlíu, Drottning- unni á Júpíter. Kamilla: „Kalt mat er að bók Júlíu er meist- araverk. Hún er svo góð í að blanda saman flottum sviðsetningum og samtölum og þetta er svo mikill ævintýraheimur. Ég er held ég búin að lesa bókina svona 19 sinnum og mér finnst ég alltaf uppgötva eitthvað nýtt.“ Júlía: „Ég fékk að lesa handritið að bók Kamilla fyrir löngu. Það kom mér ekkert á óvart að þetta yrði gott en ég var samt í skemmtilegu sjokki yfir hvað hún var ógeðslega fyndin. Það sést mjög vel á samskiptamiðlunum hvað Kamilla er góð í að bregða upp fyndinni mynd af samtímanum og hún kann að koma hlutum í orð sem maður fattaði ekki fyrr en maður las það hjá Kamillu að maður var sjálfur að upplifa. Ég elska þessar lýsingar hennar á Kópavoginum og skynja ástarsorgina vel. Þetta er langskemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Mér finnst líka mjög gaman hvað bækurnar okkar eru ólíkar og hvað við höfum ólíkan stíl.“ Um hvað fjalla bækurnar? Júlía: „Í stuttu máli fjallar mín bók um konu sem á í erfiðu sambandi við mömmu sína sem glímir við áfengissýki og geðsjúkdóma. Þær búa tvær saman, hún annast móður sína mikið, og saman fara þær að spinna sögur í einangr- un sinni, um ævintýraheima, til að halda sér gangandi. Hennar hlutverk í lífinu verður að miklu leyti að setja upp leikrit og skemmta móður sinni. Svo segi ég frá því sem gerist eft- ir að móðir hennar deyr; hún leggur í ferðalag sem leiðir hana í sirkus og hún fer með sirkus í ferðalag um landið. Þess á milli situr hún á skemmtistaðnum Bravó sem er einmitt uppá- halds trúnó-barinn okkar Kamillu.“ Kamilla: „Ég fattaði ekki fyrr en nýlega að við Júlía erum báðar með mæðgnaþráð í sög- unum okkar. Mín saga er skrifuð frá móður til dóttur, og er hálfgerð afsökunarbeiðni þar sem hún útskýrir fyrir henni, þegar dóttirin er full- orðin, af hverju hún hafi verið svona mis- Í fórum myndasafns Morgunblaðsins fannst þessi skemmtilega mynd af systragerinu með föður sínum, Einari Kárasyni rithöfundi og kettinum Kvasa en kettir hafa alla tíð verið elskaðir af fjölskyldunni. Kamilla er lengst til vinstri, elsta systirin Þórunn stendur aftast, Hildur Edda lengst til hægri og Júlía Margrét í fangi föður síns. Kamilla byrjaði snemma að hugsa um Júlíu yngri systur sína eins og eigin dóttur. ’Það var ákaflega sorglegtaugnablik að kvöldi 17. júníþegar við komum heim og sáumsýnt frá hátíðarhöldunum í Reykjavík í sjónvarpinu, þar sem fólk var glatt, með gasblöðru og gott veður. En við höfðum eytt deginum á Rútstúni þar sem var lítil stemning fyrir að reyna einu sinni að hafa þetta gleðilegt.“ ’Ég er ennþá spurð hvort éghaldi rosalega mikið framhjá,það er eitthvert atriði. Þetta eralveg merkilegt og mjög grunnt á þessum fordómum. Fólk vill svo- lítið setja mann í kassa. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.