Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018
VIÐTAL
Jónas R. Jónsson hefur lokað fiðluverkstæði sínu á Óðinsgötunni og er fluttur til Portúgals
þar sem hann fagnar sjötugsafmæli sínu í sólinni um helgina. Á þessum tímamótum
horfir hann bara fram á veginn og sér ekki eftir nokkrum hlut. Verkstæðisins mun hann
þó sakna enda ekki amalegt að sitja þar, slappa af og gægjast út um gluggann.
Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ekki til nostalgía í mér
H
ann situr við stóran glugga á
verkstæði sínu á Óðinsgötunni
og heilsar okkur Árna Sæberg
með björtu brosi. Viðmótið er
hlýtt og nærveran notaleg.
Hér fer greinilega maður sem líður vel í eigin
skinni og er sáttur við Guð og menn.
Hver fer að verða seinastur að heimsækja
Jónas R. Jónsson á fiðluverkstæðið hans en eft-
ir tíu ára starf er hann að rifa seglin og flytja til
útlanda. Þegar þetta viðtal birtist er hann raun-
ar búinn að skella í lás og kominn út í sólina.
Og það er engin venjuleg helgi, Jónas fagnar
sjötugsafmæli sínu í dag, laugardag. „Ég ætlaði
að vísu að gera það svo lítið bæri á en úr því þið
eruð komnir renna þau áform líklega út í sand-
inn.“
Hann hlær.
Góðan hljóm, takk!
En á þessu augnabliki er Jónas enn að vinna og
ekki kemur á óvart að gamli söngvarinn og
hljóðupptökumaðurinn vinnur alltaf undir tón-
list. Og hann lætur ekki bjóða sér hvað sem er.
„Ég hef verið ofdekraður gegnum tíðina hvað
varðar hljóð og tón og finnst ekki gott að hlusta
á vondan hljóm,“ upplýsir hann brosandi.
Spurður hvað hann hlusti helst á nefnir Jónas
strax djass. „Ég er mest í djassinum og fram-
sækinni tónlist af öðru tagi. Og best kann ég við
nýja tónlist; ég er ekki mikið fyrir gamalt popp .
Almennt hugsa ég ekki mikið um liðna tíð, það
er ekki til nostalgía í mér. Ég hugsa bara um
daginn í dag og morgundaginn.“
Og honum líður vel í núinu. „Þetta hefur verið
besti tími lífs míns hérna á verkstæðinu. Hér sit
ég einn með sjálfum mér, hljóðfærum og tónlist
og fáir líta inn heilu dagana.“
Ekki svo að skilja að Jónasi líki illa að fá
heimsóknir. Öðru nær. „Ég hef kynnst mörgu
nýju og góðu fólki í gegnum starfið, ekki síst
ungum fiðluleikurum sem ég hef svo fylgst með
dafna og blómstra og verða að atvinnufólki. Það
er mjög ánægjulegt. Hingað koma líka frábærir
kennarar sem gefa sig alla í það þakkláta verk-
efni að kenna unga fólkinu.“
Enginn braggablús
Áberandi er raunar að allir koma inn með já-
kvæðni í huga, leitandi lausna. „Það kemur eng-
inn hingað inn til að kvarta undan pólitískum
bragga; hér er enginn braggablús, bara já-
kvæðni. Svo rammt kveður reyndar að því að ég
hef íhugað að setja skilti í gluggann sem einfald-
lega segði „JÁ“. Það er allt svo jákvætt við þetta
starf og það hefur fært mér rosalega hamingju.“
Ekki spillir staðsetningin heldur fyrir. „Það
er líf og fjör hérna í miðbænum og gaman að
fylgjast með fólki á förnum vegi. Ég er mjög
heppinn með þennan glugga.“
Gluggar hafa raunar fylgt Jónasi í áratugi.
„Já, það er rétt. Ég söng einu sinni: Ég sit og
gægist oft út um gluggann. Það má því segja að
ég hafi byrjað á því að gægjast út um glugga og
endað á því líka. Ég er líka búinn að slappa heil-
mikið af,“ segir hann hlæjandi og vísar þar í
annan ódauðlegan Flowers-smell.
Í þeim töluðu orðum byrjar Jónas í ofboði að
veifa út um gluggann. „Alltaf gaman að sjá þær
mæðgur, Röggu og Dísu.“
Fiðluformið engu líkt
Jónas lærði fiðluviðgerðir fyrir áratug og hefur
einbeitt sér að þeim . „Ég var sextugur á þeim
tíma og þá er of seint að hasla sér völl sem smiður.
Það tekur tíma að þróa sinn stíl. Ég harma það
ekkert, viðgerðirnar eiga ofboðslega vel við mig.“
– Hvers vegna fiðluviðgerðir?
„Ég lærði á fiðlu sem barn og hafði einnig
mikla ánægju af því að vinna með höndunum,
gera hulstur utan um dálkinn minn og svo fram-
vegis. Ég hef líka alltaf haft gaman af gömlum
munum og örlög mín réðust þegar ég fann
gamla fiðlu í Góða hirðinum og keypti hana. Ég
fór að eiga við hana og fannst það svona rosa-
lega gaman. Ég er fagurkeri fram í fingurgóma
og fiðluformið er engu líkt. Þetta var í nóvem-
ber 2008 og í janúar var ég kominn í skóla úti í
Bretlandi. Svona getur lífið verið skrýtið, maður
beygir fyrir horn og allt tekur nýja stefnu.“
Hann segir aldrei of seint að breyta um kúrs í
þessu lífi. „Það kemur skurðlæknir í heimsókn
til mín annað slagið og við spjöllum um heima
og geyma. Afi hans var skósmiður og skurð-
læknirinn lætur sig dreyma um að feta í fótspor
hans.“
Tryggð fyrir 600 milljónir króna.
Gestir Jónasar eru af ýmsu tagi. „Einu sinni
kom hingað hópur Suzuki-nemenda frá Noregi.
Með þeim var maður sem kvaðst eiga Guarneri-
fiðlu og spurði hvort ég vildi sjá hana. Já, takk.
Hann mætti með fiðluna daginn eftir og spilaði
fyrir mig. Baðst að vísu afsökunar á frammi-
stöðu sinni; hann væri ekki í nægilega góðri æf-
ingu. Ég spurði hvað slíkur gripur kostaði, hann
kvaðst ekki vita það fyrir víst en að fiðlan væri
tryggð fyrir 600 milljónir íslenskra króna. Bætti
því síðan við að hann hefði brotið hana árinu áð-
ur, þegar hann rann á svelli. Og setti hana bara
á viðgerð. Sumir myndu ekki einu sinni þora að
anda á svona dýrgrip.“
– Og kynnti þessi maður sig?
„Já, hann skildi eftir nafnspjald. Þegar ég fór
að gúggla hann kom í ljós að þetta er einn
fremsti fiðluleikari Norðmanna, Arne Tellefsen.
Dótturdóttir hans var í Suzuki-hópnum og þess
vegna var hann hingað kominn. Hann var ekk-
ert nema almennilegheitin og raunar er það mín
reynsla, því stærri sem menn eru þeim mun al-
úðlegri .“
Í þessu sambandi rifjar Jónas upp þegar
hann hitti George heitinn Harrison. „Þetta var
upp úr 1980, þegar ég var að vinna með Jakobi
Frímanni í upptökum í Kaliforníu og einn dag-
inn sat Harrison í kaffistofu hljóðversins. Ekk-
ert nema ljúfmennskan og laus við alla stæla.
Þegar við yfirgáfum svæðið var hann svo kom-
inn inn í skúrinn hjá hliðverðinum í stúdióið og
sat þar að spjalli. Harrison var greinilega ekki
upptekinn af frægðinni.“
Sá Lennon og McCartney
Talandi um Bítla þá fór Jónas með Ringo Starr í
Atlavík 1984. „Svo sá ég bæði John Lennon og
Paul McCartney, þannig að ég get sagst hafa
séð Bítlana þó því miður ekki á hljómleikum,“
segir hann og brosir.
Lennon sá hann í Apple Music í Lundúnum.
„Við vorum að taka upp Flowers þegar Lennon
og Yoko komu askvaðandi inn í hvítu dress-
unum. Hann kastaði á okkur kveðju en við töl-
uðum ekkert við hann.“
McCartney sá hann líka tilsýndar í Lund-
únum. „Hann kom út úr gömlum Benz á New-
bery Street og rölti niður götuna eins slakur og
hægt er að ímynda sér. Engir stjörnustælar
þar.“
Við erum truflaðir í miðju bítli þegar ungur
maður kemur inn á verkstæðið. Hann reynist
vera frá Litháen og varð fyrir því óláni kvöldið
áður að fiðluboginn hans féll í gólfið og úr hon-
um kvarnaðist. „Getur þú lagað hann?“ spyr
hann Jónas.
„Nei, því miður, ég er að loka verkstæðinu og
efast um að þú fáir gert við hann á Íslandi. Það
sérhæfir sig enginn í viðgerðum á fiðlubogum
hér,“ svarar Jónas
Hann býr vel um bogann fyrir manninn og
ráðleggur honum að senda hann í viðgerð í
heimalandi sínu. Maðurinn starir svolítið undr-
andi á mig, sem hripa orð á blað, og Árna, sem
myndar hann í gríð og erg. Spyr þó einskis,
þakkar kurteislega fyrir sig og hverfur á braut.
„Fólk kemur hingað með allskonar skemmdir
og því miður er ekki hægt að gera við allt,“ segir
Jónas þegar hann horfir á eftir unga manninum.
Langaði að komast í sólina
En hvers vegna er hann að venda kvæði sínu í
kross og loka verkstæðinu, þar sem honum hef-
ur liðið svona vel?
„Konan mín hætti að vinna um síðustu áramót
og fyrir löngu ákváðum við að eyða síðasta ævi-
skeiðinu í sól og hlýju. Við höfum verið að und-
irbúa þetta og valið stóð milli Spánar og Portú-
gals og varð síðarnefnda landið fyrir valinu.
Fyrst vorum við að gæla við Cascais-svæðið
vestur af Lissabon. Þar er stutt inn í borgina
sem er mjög falleg og spennandi. Borgin er
byggð í hæðum og svolítið erfið yfirferðar.
Portúgal er svolítið á eftir á ýmsa lund og það
meina ég í jákvæðri merkingu. Við komumst
hins vegar að því að kuldinn þarna fer niður fyr-
ir okkar þolmörk á veturna og fyrir vikið tókum
við stefnuna á Suður-Portúgal, Faro – Vila-
moura. Þar er dásamlegt að vera. Hlýtt á vet-
urna og fullt af golfvöllum. Verst að hvorugt
okkar spilar golf , en hver veit – kannski.“
Hann hlær.
Hjónin hafa ekki alfarið sagt skilið við Ísland
en meiningin er að dveljast hér heima á sumrin
og fara í hestaferðir. Þau munu halda húsnæði
sínu, alltént til að byrja með. Hér er fjölskyldan
og vinir. Jónas hugleiddi að halda einnig hús-
næðinu undir verkstæðið en komst að raun um
að það svaraði ekki kostnaði. „Gaman hefði ver-
ið að afhenda öðrum fiðlusmiði verkstæðið en
þeim er ekki til að dreifa hér á landi. Það eru
bara tveir aðrir og þeir eru með sín verkstæði.“
Hann er þó ekki alveg sestur í helgan stein.
„Ég tek með mér nokkrar fiðlur út sem ég á eftir
að klára að gera við. Dunda mér við það í róleg-
heitunum í sólinni. En vinur minn Andrés í Tóna-
stöðunni ætlar að taka fiðlurnar mínar í sölu.“
Sér ekki eftir neinu
Jónas er á góðum stað sjötugur. „Ég sakna
einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú
týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera
eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag.
Mér er alltaf minnisstæð myndin um banda-
ríska njósnarann sem dæmdur var til dauða í
Austur-Þýskalandi á tímum kalda stríðsins.
Þegar lögmaðurinn hans spurði hvort hann
hefði ekki áhyggjur af aftökunni svaraði njósn-
arinn: Myndi það hjálpa? Hvers vegna að
burðast með farangur sem gerir ekkert gagn.
Það þyngir mann bara.“
Og honum finnst hann ekki gamall. „Þegar ég
var ungur og Bítlarnir sungu „When I’m 64“
fannst mér það alveg rosalega hár aldur og
langt í burtu. Hélt að ég yrði aldrei svo gamall. Í
dag, á þessari stafrænu öld, er þetta enginn ald-
ur. Sjötíu í analóg er ekki sama og sjötíu í digi-
tal. Og hugsaðu þér alla þekkinguna, upplýsing-
arnar og tækifærin sem unga fólkið býr að í dag
sem við höfðum ekki í gamla daga. Ungt fólk í
dag er miklu klárara en við höfðum nokkurn
tíma möguleika á að verða – sem veit á gott fyrir
framtíðina.“
Stækkunarglerið kemur að góðum notum.
Þau eru mörg handtökin á fiðluverkstæðinu.
Og margt býr í smáatriðunum.
Tæki og tól eru af öllum stærðum og gerðum.