Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Page 22
Stóllinn Kollhrif frá hönn-unarstofunni Portland bar sig-ur úr býtum fyrir Íslands hönd í norrænni keppni um sjálfbæra hönnun, Sustainable Nordic Design Competition, og verður fulltrúi þjóð- arinnar á sýningu um sjálfbærni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Póllandi í desember. „Þetta er ótrúleg viðurkenning fyrir okkur að vera valin fyrir Íslands hönd. Við er- um frekar ung hönnunarstofa. Við er- um búin að vera til í rúmlega eitt ár og að fá viðurkenningu svona snemma er bara frábært,“ segir Kar- en Ósk Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi Portland. „Við erum allavega að gera eitt- hvað rétt en við einblínum á ábyrga hönnun. Þetta er mikil viðurkenning á að við séum samkvæm sjálfum okk- ur í því,“ segir hönnuðurinn Sölvi Kristjánsson. Þriðja manneskjan í teyminu er síðan Sóley Kristjáns- dóttir sem er framkvæmdastjóri. Er það ekki stærsta áskorunin núna að huga að umhverfsmálum og sjálfbærni? „Það er í rauninni ekki bara áskorun heldur er það skylda okkar. Við erum komin á þann stað að ef við gerum ekki eitthvað þá getur farið illa,“ segir Karen. „Við viljum vera partur af þessu hreyfingarafli í heiminum sem er að stuðla að ábyrgum og umhverfis- vænum lausnum. Þetta er undiralda sem við finnum að er í gangi,“ segir hún. Á vef Portland stendur einmitt að það sem sameini þríeykið sé ástríða þeirra fyrir vel hönnuðum vörum og trú þeirra á því að með góðri hönnun megi stuðla að bætt- um heimi. Þar stendur ennfremur að góð hönnun sé hönnun sem hafi til- gang, sé endingargóð og falleg. Þá virði hún mannkynið, dýr og um- hverfi okkar allra. Úr 14.400 sprittkertum Prótótýpan af kollinum er úr 14.400 endurunnum sprittkertum úr áli og korki. Söfnunarátaki spritt- kerta var hleypt af stokkunum í byrj- un desember í fyrra og í kjölfarið var ákveðið að stofna til fjögurra hönn- unarteyma til að vinna nytjahluti úr álinu í sprittkertinu. „Þaðan kemur þetta, við byrjuðum að vinna með efn- ið og fundum vöru til að gera út frá efninu,“ segir Sölvi en sessan er síðan úr korki sem skapar ákveðna mýkt á móti álinu. Kork- urinn er jafnframt um- hverfisvænt efni þar sem hann er gerður úr trjá- berki korkeikar. „Kork- urinn í stólnum sem sendur var út á sýninguna er úr afgöngum sem falla til þegar verið er að þrykkja út tappa í vínflöskur,“ segir Sölvi. „Afgöngunum er sópað saman og þeir eru bakaðir. Þegar þeir bakast þá „svitnar“ korkurinn og hann er press- aður saman. Límið sjálft er úr korkinum þannig að það er ekkert aukaefni í korkinum sem við notuðum í þennan stól,“ segir hann. Hönnun kollsins snýr ekki aðeins að útliti hans held- ur tekur hún einnig mið af um- hverfisáhrifum, endurvinnslumögu- leikum og margnota gildi hans. „Kollurinn er hugsaður fyrir fólk sem hefur mikla hreyfiþörf,“ segir Sölvi en kúpt lögunin gerir það að verkum að hægt er að sitja á honum við borð en á sama tíma er hægt að vera á hreyfingu. Heldur þeim á jörðinni Portland er fjölskyldufyrirtæki. „Sóley og Sölvi eru systkini og ég og Sóley er- um par svo Sölvi er mágur minn,“ segir Karen en samstarfið gengur vel. „Sól- ey heldur okkur svolítið á jörðinni,“ segir Sölvi. „Hún er hvetjandi og held- ur okkur jarðtengdum en við eigum til að fljúga aðeins út um allt. Við lítum á þetta sem styrkleika. Við komum öll með eitthvað á borðið,“ segir Karen en þeim finnst það kostur að hafa þver- faglegt teymi á bak við hönnunun- arstofuna. Þau hafa ólíkan bakgrunn á sviði húsgagnasmíði og vöruhönnunar, verkfræði og verkefnastjórnunar auk sálfræði og mannauðsstjórnunar. Skapandi gen eru í blóðinu hjá Sölva og Sóleyju en faðir þeirra er tónlistarmaðurinn KK. „Hæfileik- arnir eru greinilega í fjölskyldunni. Yngri bróðir þeirra er í tónlist þannig að þetta liggur vel fyrir þeim,“ segir Karen en næst á dagskrá varðandi Kollhrif er að þróa stólinn áfram og gera hann hæfari í framleiðslu, en til þess fengu þau styrk frá Hönn- unarsjóði. Einblína á ábyrga hönnun Hönnunarstofan Port- land er fjölskyldufyr- irtæki með þverfaglegt þríeyki við stjórnvöl- inn. Stóll hennar, Koll- hrif, bar sigur úr býtum í keppni um sjálfbæra hönnun. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Sóley Kristjánsdóttir, Kar- en Ósk Magnúsdóttir og Sölvi Kristjánsson eru þríeykið á bak við Studio Portland. Þau eru að vinna að því að koma í sölu lampa úr þessari sömu línu, Ljóshrif, en hann er úr 3.900 álbikurum og kemur í sölu fyrir jól. Stóllinn getur verið bæði hár og lágur. Það er til þess að hægt sé að pakka honum saman svo hann taki minna pláss en líka hentar hann sem gólfsessa fyrir börn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018 HÖNNUN OG TÍSKA Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Ísafjörður Skeiði 1 Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum 1.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.