Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2018, Page 26
Amsterdam er einstaklega fal-leg borg með sínum gömlumjóu húsum, sem hlykkjast
meðfram síkjunum sem einkenna
borgina. Borgin er svo sjarmerandi
að það er erfitt að losna við þá til-
finningu að maður hafi dottið inn í
póstkort. Fyrir jólin endurspeglast
jólaljósin í síkjunum, sem eykur
bara enn á þessa tilfinningu.
Gullöld þá og nú
Amsterdam er samt miklu meira en
þetta; hún er lifandi borg sem er
stöðugt að taka breytingum og hefur
mætt mörgum áskorunum eins og
hröðum vexti ferðamanna. Ferða-
mönnum fjölgaði úr 10 milljónum ár-
ið 2012 í 17 milljónir árið 2015. Gull-
öld Amsterdam var kannski á 17. öld
þegar borgin var miðstöð demanta-
verslunar en hún stendur sannar-
lega í blóma núna.
Mikil matarborg
Það er enginn skortur á veitinga-
stöðum í borginni og endurspeglar
úrvalið þá staðreynd að Holland var
stórveldi og átti nýlendur um allan
heim. Ferðamenn ættu ekki að
missa af því tækifæri að borða á ein-
um af fjölmörgum indónesískum
Getty Images/iStockphoto
Hjólin eru óteljandi í Amsterdam en þeim er oft læst við brýr.
Póstkort sem lifnar við
Amsterdam er einstaklega sjarmerandi borg sem er kjörin fyrir huggulega helgarferð með maka eða vinum. Hún hefur
margt upp á að bjóða í menningu og listum og þar þurfa ferðalangar ekki heldur að vera svangir. Hægt er að enda
kvöldið með rómantískri göngu við einhver af fjölmörgum síkjum borgarinnar.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2018
FERÐALÖG
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR
Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár.
Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora.