Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
Boðað er til hluthafafundar í Kviku banka hf., kt. 540502-2930, þriðjudaginn
18. desember 2018, í fundarsal A+B á Hilton Reykjavík Nordica,
Suðurlandsbraut 2, 105 Reykjavík, kl. 16:30.
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:
1. Tillaga stjórnar um kaup á öllu hlutafé í GAMMA Capital Management hf.:
Lagt er til að hluthafafundur samþykki að Kvika banki hf. kaupi allt hlutafé í GAMMA
Capital Management hf., með þeim skilmálum sem fram koma í tilkynningu Kviku
banka hf. um kaupsamning sem birt var í fréttakerfi Nasdaq Iceland þann 19.
nóvember 2018. Samþykki hluthafafundar verði með fyrirvara um tilskilin samþykki
eftirlitsaðila.
2. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum, nánar tiltekið:
Að ákvæði gr. 4.11 í samþykktum félagsins um eina undirnefnd stjórnar taki breyting-
um og kveði eftirleiðis á um skipun þriggja undirnefnda stjórnar; áhættunefndar,
endurskoðunarnefndar og starfskjaranefndar.
3. Ákvörðun um þóknun til nefndarmanna í undirnefndum stjórnar.
Vísast til nánari umfjöllunar í tillögum stjórnar en dagskrá og endanlegar tillögur munu
liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafundinn.
Umrædd skjöl eru einnig birt á heimasíðu félagsins, www.kvika.is.
Hluthöfum er heimilt að senda umboðsmann sinn á hluthafafundinn og skal um-
boðsmaður í slíkum tilvikum leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Umboð má leggja
fram á fundinum eða senda á skrifstofu bankans fyrir fundinn.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 16:00 á fundarstað.
Stjórn Kviku banka hf.
FUNDARBOÐ
Hinn 24 ára gamli ísraelski píanóleikari Tom Oren bar
á dögunum sigur úr býtum í alþjóðlegu Thelonious
Monk-djasstónlistarkeppninni í Kennedy-listamiðstöð-
inni í Washingtonborg, en hún hefur löngum verið tal-
in virtasta samkeppnin fyrir unga og efnilega djass-
leikara. Oren hlaut 25 þúsund dali í verðlaun og
útgáfusamning við Concord Music Group.
Oren keppti um verðlaunin við Bandaríkjamanninn
Isaiah Thompson og Frakkann Maxime Sanchez en
þeir þrír hlutu flest stig af þrettán píanistum sem hófu
keppni. Þetta var í 29. skipti sem keppt var um þessi
virtu verðlaun; í hvert skipti er sjónum beint að ólíkum hljóðfærum í
djassi. Þetta var jafnframt í síðasta sinn sem keppnin er kennd við Monk
en héðan í frá verður hún kennd við Herbie Hancock píanóleikara en
hann er formaður stofnunarinnar sem veitir verðlaunin. Keppnin hefur
ekki verið haldin þrjú síðustu árin og samkvæmt The New York Times
hefur ekki fengist staðfest hvers vegna. Hins vegar hafa erfingjar The-
loniusar Monks verið ósáttir við stofnunina sem veitir verðlaunin og
hafa nú dregið sig út úr samstarfinu. Því verða verðlaunin ekki lengur
kennd við Monk.
Oren hreppti hin virtu Monk-verðlaun
Tom Oren
Hinn kunni rúss-
neski Terem-
kvartett kemur
fram í Hörpu í
vor, 12. maí.
Gestasöngvarar
verða Diddú og
Kristinn Sig-
mundsson. Diddú
hefur áður starf-
að með kvart-
ettinum en fyrir
áratug kom úr geisladiskurinn
Diddú og Terem þar sem þau flytja
meðal annars íslenskar dægur-
perlur og lög eftir Nino Rota. Disk-
urin var hljóðritaður í Pétursborg
þar sem meðlimir Terem eru bú-
settir.
Tónleikarnir verða á vegum Odd-
fellowstúku nr. 5, Þórsteins, og
rennur allur
ágóði óskertur til
líknarmála.
Terem-kvart-
ettinn var stofn-
aður í Péturs-
borg árið 1986
og hefur síðan
komið fram á
fjölda tónleika ár
hvert, innan
Rússlands sem
utan. Meðlimirnir hafa hlotið heið-
ursnafnbótina „heiðurslistamenn
Rússlands“ og eru þekktir fyrir að
leika afar fjölbreytilega tónlist
listavel. Kvartettinn hefur tvisvar
áður komið fram á tónleikum hér á
landi, 2005 og 2007, við mikið lof
tónleikagesta. Á seinni tónleik-
unum kom Diddú einnig fram.
Terem-kvartettinn leikur í Hörpu í vor
Diddú - Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Kristinn
Sigmundsson
Kvartett kontrabassaleikarans Sig-
mars Þórs Matthíassonar kemur
fram á djasskvöldi KEX hostels á
Skúlagötu 28 í kvöld, þriðjudags-
kvöld.
Auk Sigmars á kontrabassanum
skipa kvartettinn þeir Helgi R. Heið-
arsson sem leikur á tenórsaxófón,
Kjartan Valdemarsson á píanó og
Magnús Trygvason Eliassen á
trommur.
Sigmar gaf nýverið út sína fyrstu
sólóplötu og nefnist hún Áróra. Á
tónleikunum leikur kvartettinn lög
sem hljóma á plötunni í bland við
önnur og þekktari. Í tilkynningu
segir að á tónleikunum verði platan
til sölu á staðnum á sérstöku jóla-
tilboði. Kvartettinn hefur leik klukk-
an 20.30 og er aðgangur ókeypis. Bassaleikari Sigmar Þór Matthíasson.
Kvartett Sigmars Þórs leikur í kvöld
Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 8. desember var Halla
Þórðardóttir, dansari og danshöfundur, ranglega sögð Harðardóttir í undir-
fyrirsögn. Beðist er velvirðingar á því. Tilefni viðtalsins var þáttur Höllu í
hrollvekjunni Suspiria en Halla fer með hlutverk dansara í myndinni auk
þess að hafa verið ein aðstoðardanshöfunda kvikmyndarinnar sem er endur-
gerð á þekktri hrollvekju Darios Argentos.
Halla er Þórðardóttir
LEIÐRÉTT
Anna and the
Apocalypse
Metacritic 72/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.00
The Guilty
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 82/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 22.00
Suspiria
Metacritic 64/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 21.00
Roma
Metacritic 95/100
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 17.20
Svona fólk
Bíó Paradís 20.00
Erfingjarnir
Metacritic 82/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 20.00
Mæri
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.00
Plagues of Breslau
Bíó Paradís 18.00
Litla Moskva
Morgunblaðið bbbbn
Bíó Paradís 18.00
Creed II 12
Hinn nýkrýndi heimsmeist-
ari í léttþungavigt, Adonis
Creed, berst við Viktor
Drago, son Ivan Drago, og
nýtur leiðsagnar og þjálf-
unar Rocky Balboa.
Metacritic 67/100
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Sambíóin Álfabakka 18.00,
20.30, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 19.30,
22.10
Sambíóin Akureyri 19.30,
22.10
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.10
The Old Man and the
Gun 12
Metacritic 80/100
IMDb 7,3/10
Háskólabíó 18.10, 21.00
Borgarbíó Akureyri 22.00
Widows 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 84/100
IMDb 7,5/10
Smárabíó 19.35, 22.20
Háskólabíó 17.50, 21.00
Overlord 16
Metacritic 52/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.40
Bohemian
Rhapsody 12
Sagan um Freddie Mercury
og árin fram að Live Aid tón-
leikunum árið 1985.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Smárabíó 16.00, 16.40,
19.00, 20.10, 22.00, 22.30
Háskólabíó 18.00, 20.50
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30
Lof mér að falla 14
Þegar Magnea 15 ára kynnist
Stellu 18 ára breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir þær
báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,8/10
Háskólabíó 20.30
Venom 16
Eddie er sífellt að reyna að
ná sér niðri á snillingnum
Carlton Drake. Árátta Eddie
gagnvart Carlton hefur haft
vægast sagt slæm áhrif á
starfsferil hans og einkalífið.
Morgunblaðið bbnnn
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 19.50, 22.30
Ralf rústar
internetinu Sugar Ruch spilasalurinn er í
rúst, og Ralph og Vanellope
þurfa að bregða sér á inter-
netið til að endurheimta hlut
sem nauðsynlegur er til að
bjarga leiknum.
Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 17.20
Sambíóin Álfabakka 17.30,
18.00, 20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.00,
22.15
Sambíóin Akureyri 17.00,
22.20
Sambíóin Keflavík 17.00,
22.20
Smárabíó 15.00, 17.30
The Grinch Laugarásbíó 17.30
Sambíóin Keflavík 17.20
Smárabíó 15.10, 17.20
Háskólabíó 18.20
Grami göldrótti
IMDb 5,5/10
Laugarásbíó 17.30
The Nutcracker and
the Four Realms
Metacritic 39/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Bönnuð börnum yngri en 9 ára.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30, 22.15
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.30
Sambíóin Keflavík 19.30
Fantastic Beasts: The Crimes
of Grindelwald
A Star Is Born 12
Kvikmyndastjarna hjálpar
ungri söngkonu og leikkonu
að slá í gegn, þó svo að ferill
hans sjálfs sé á hraðri niður-
leið vegna aldurs og áfengis-
neyslu.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.40
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00
Sambíóin Kringlunni 16.45, 19.30
The Sisters Brothers 16
Á sjötta áratug nítjándu aldarinnar í Oregon er gulleit-
armaður á flótta undan
hinum alræmdu leigu-
morðingjum, the Sisters
Brothers.
Metacritic 78/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Smárabíó 17.00, 19.40
Borgarbíó Akureyri 19.30,
22.00
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna