Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 25

Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 Aðventan er að renna sitt skeið á enda og jólin verða hringd inn kl. 18 í dag, með aftansöng í Dómkirkjunni. Síðustu dagar hafa verið annasamir en það er sama á hverju gengur, allt- af koma jólin með gleði og frið í hjarta hjá okkur flestum. Jólaböll og uppá- komur margskonar hafa verið í gangi á aðventunni og ljós- myndarar Morgun- blaðsins hafa verið duglegir að fanga stemninguna á höfuðborgarsvæðinu. Hér birtast nokkrar þeirra fjölmörgu mynda sem þeir hafa tekið. Sameig- inlegt er með flestum myndanna að jólalögin eru sungin við ýmis tækifæri og jólasveinar hafa jafnað stjórnað þeim söng af sinni alkunnu snilld. Börn og fullorðnir hafa skemmt sér saman í gleði og söng og tilhlökkun vegna jólanna verið mikil. Mestu skiptir er að njóta stundanna saman og halda í barnið í sjálfum sér. Gleðileg jól! Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Hari Morgunblaðið/Hari Skógarsöngur Það var sannkölluð jólastemning við Elliðavatn þegar sögur vöru sagðar við varðeld í skóginum og sungin jólalög. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mosfellsbær Barnakór tók lagið þegar jólaskógurinn í Hamrahlíð var opnaður. Jólunum fagnað með gleði og söng Morgunblaðið/Eggert Jólasveinar Annríkið hefur verið mikið í desember hjá jólasveinunum og þeir farið víða um lönd. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kennsla Stekkjarstaur mætti á æfingu hjá körfuboltastelpum í Val og reyndi að kenna þeim eftir bestu getu. Morgunblaðið/Eggert Jólaball Mikið fjör var á leikskólanum Geislabaugi og mikið sungið. Skemmtun Jólasveinarnir sem mættu á Disney-hátíð Ár- vakurs í Hádegismóum áttu athygli krakkanna óskipta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.