Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018
„Í upphafi var Orð-
ið og Orðið var hjá
Guði og Orðið var
Guð. Hann var í upp-
hafi hjá Guði … Og
orðið varð hold,“
skrifar Jóhannes
guðspjallamaður, „og
hann bjó með oss,
fullur náðar og sann-
leika.“ (Jóh 1.14).
Þetta er holdtekjan,
inkarnasjónin. Hér er engin
vandskilin guðfræði, engin vafn-
ingasöm heimspeki. Kristindóm-
urinn heldur því fram að þetta sé
svona og engan veginn öðruvísi.
Þegar Móse var staddur hjá
þyrnirunnanum, sem stóð í ljós-
um loga og brann þó ekki, var
honum sagt að draga skó sína af
fótum sér því að staðurinn, sem
hann stæði á, væri heilög jörð (2
Mós. 3.5). Holdtekjan (þegar hið
skapandi orð Guðs varð hold í
piltbarninu í jötunni í Betlehem)
þýðir að öll jörðin er heilög, af
því það er ekki aðeins að Guð hafi
skapað hana, heldur gekk hann
um á henni, borðaði og svaf,
starfaði og dó – á henni. Sá boð-
skapur, sem kirkjan á að flytja
veröldinni, hlýtur æ og ævinlega
að vera fagnaðarerindið um frels-
arann; boðskapurinn unaðslegi
um endurreisn hins
fallna manns í Jesú
Kristi.
Þetta fagnaðar-
erindi er þau gleði-
legu tíðindi, sem
herma frá frelsun og
endurlausn mann-
eskjunnar, bæði hér
og í komandi heimi,
og er það gjöf Guðs í
Jesú Kristi til synd-
ugra, já glataðra
manna. Syndin er
sjúkdómur, sem er
sekt, og sekt, sem er örlög. Og
mesta bölvun syndarinnar er
fólgin í því, að hún gerir oss blind
á sjálfa sig, þannig, að vér sjáum
hana ekki, komum ekki auga á
hana. Og þegar syndarinn reynir
betrun, freistar þess að bæta
borgaralega hegðun sína og fram-
komu, dregur síst úr synd hans,
heldur færist hún fremur í
aukana; hann heldur áfram að
vera syndari í hjarta sínu. Það er
ekki hægt að betra syndina;
syndin verður að deyja. Í skírn-
inni deyjum vér með Kristi og
eigum að rísa upp til nýs lífs með
honum.
Að frelsast er að taka á móti
fagnaðaboðskapnum í trú. Trúin
er að taka við tilboði fagnaðar-
erindisins í hlýðni, auðmýkt og
þökk, en fagnaðarerindið er sá
gleðilegi boðskapur að Guð hafi
frelsað oss glataða menn frá synd
og dauða og gefið oss frelsið að
óverðskuldaðri gjöf. Trúin er veg-
ferð syndugs manns frá skírn til
dauða í von um upprisuna. Í
trúnni megum vér treysta því, að
lífið nýja, hið fullkomna og synd-
lausa líf, sem Kristur færir með
fyrirgefningu sinni, á að rísa upp
á efsta degi. En það gamla og
synduga og uppreisnargjarna líf,
sem vér höfum örvað og glætt
með synd vorri og sjálfsréttlæt-
ingu, það á aftur á móti að deyja
og verða jarðað í kirkjugarðinum.
Jerúsalem verður ný Jerúsal-
em, sem stígur niður af himni frá
Guði, búin sem brúður er skartar
fyrir manni sínum (Op. Jóh. 21.2).
Líkömum vorum er sáð forgengi-
legum, en þeir rísa upp ófor-
gengilegir (I.Kor. 15.42).
Gleðileg jól!
Eftir Sr. Gunnar
Björnsson » Sá boðskapur
kirkjunnar hlýtur
æ og ævinlega að vera
fagnaðarerindið um
frelsarann; boðskapur-
inn um endurreisn
hins fallna manns
í Jesú Kristi.
Gunnar Björnsson
Höfundur er pastor emeritus.
Fæðing Jesú
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla
Starfsfólk Eignamiðlunar
S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
Hver heilbrigðis-
ráðherrann á eftir
öðrum hefur haft það
meginverkefni að
jaðarsetja þjónustu
lækna sem starfa utan
sjúkrahúsa. Umboðið
til þess hefur ekki
komið frá kjósendum.
Umboð kjósenda nær
til byggingar og
reksturs sjúkrahúsa,
heilsugæslu í nærumhverfi, öldr-
unar- og líknarmála og aðgengi-
legrar sérfræðiþjónustu. Kostnaður
í krónutölu er lægstur til sér-
fræðiþjónustu lækna utan sjúkra-
húsa. Á þann garð skal nú ráðast í
nafni hagræðingar. Öfug-
mælaorðræða vinstri manna er völ-
undarhús sem þeir sjálfir rata ekki
út úr.
Lýðræðisleg læknisþjónusta
utan sjúkrahúsa
Það hefur byggst upp lýðræðis-
leg og alþýðleg læknisþjónusta ut-
an sjúkrahúsa sem er rekstrarlega
sjálfbær svo lengi sem læknar
sækja í þessi störf. Lýðræðisleg,
því að þangað sækir
fólk sér hjálp milliliða-
laust eftir eigin
hyggjuviti og með ráð-
um heilsugæslulækna,
þegar svo ber undir.
Vinstri menn dags-
ins í dag eru ekki
lengur tengdir „vinn-
andi stéttum“ og
„hugsandi fólki“ sem
þótti aðall gamla-
vinstrisins heldur
miklu fremur „skrif-
borðsreddarar“ í vax-
andi ríkisvaldi sem fer að líkjast
meira og meira stórfyrirtækja-
rekstri en þjónustutæki almenn-
ings og fyrirtækja. Framfara- og
sköpunarþráin sem fyrrum ein-
kenndi samfélagið er gerð tor-
tryggileg. Niðurrif og stöðnun orð-
in staðföst ný-vinstri stefna.
Á tímum frjálsra upplýsinga og
góðrar almennrar menntunar til að
meta sjálfstætt gildi þeirra, eru
notendur þjónustunnar fullkomlega
fyrirlitnir af valdhöfum, sem ein-
blína á miðstýrðar tæknilausnir
gærdagsins. Stór og vaxandi hluti
sjálfstætt starfandi lækna eru kon-
ur sem hafa af harðfylgi sótt sér
menntun með tilheyrandi félags-
legum fórnarkostnaði. Þær eiga
ekki að njóta athafnafrelsis til
framtíðar. Þær eiga að gerast
launaþrælar stórfyrirtækja í heil-
brigðisþjónustu. Nú er svo komið
að velferðarkommisarar ríkis-
stjórnarinnar standa í ófriði við
sérfræðilækna með „hunsunar-
“aðgerðum eins og að taka framtíð-
arfjármögnun starfseminnar út úr
fjárlagastefnu ríkisins 2019-2030.
Það vita allir sem fylgjast með
vegamálum hvað það þýðir. Þeir
ætla að leysa málin „tæknilega“.
Þetta olli snörpum viðbrögðum við-
komandi lækna og þeir sögðu upp
ágætum samningum við Sjúkra-
tryggingar ríkisins sem er vitan-
lega meginstoð alls almennings í
daglegri heilbrigðisþjónustu.
Vinstri græna gæfuleysið
Heilbrigðisráðherra tekur það á
sínar herðar að stöðva með penna-
striki áratuga hefð fyrir áreiðan-
legri þjónustu án þess að geta sýnt
fram á betri lausn til framtíðar.
Hún heldur því fram að hægt sé að
byggja upp göngudeildarmóttöku
fyrir sérfræðiþjónustu á Landspít-
alanum í Kvosinni, sem er meiri-
háttar aðgerð og tekst aldrei að
gera að sambærilega því sem þó
hefur náðst í dag. Á meðan tefst
uppbygging framtíðarhúsnæðis
undir sjúkrahús landsmanna.
Allt hefur þetta yfirbragð
erindisleysu þegar upp verður
staðið. Takist vinstri ráðamönnum
að brjóta niður þjónustu sjálfstætt
starfandi lækna án þess að jafn
ábyggileg þjónusta taki við henni
snöggt og örugglega mun það
valda Vinstri Grænum pólitísku
gæfuleysi.
Allt skal lúta vinstri vilja
Gott er að skoða sögu sjálfstætt
starfandi sérfræðinga. Þjónustan
er svar við íslenskum veruleika
innan mjög þröngs fjárlagaramma
og lengi vel undirmönnuð en hefur
vaxið hóflega með þjóðinni og
óvíst að hagkvæmari einingar ná-
ist nema með margvíslegum fórn-
arkostnaði fyrir sjúklinga og aukn-
um útgjöldum ríkisins. Hver
einasti sjálfstætt starfandi læknir
tekur á móti sínum sjúklingum.
Býður þá velkomna og veitir alúð-
legt viðtal og skoðun. Yfirbygg-
ingin lítil og boðleiðir stuttar.
Sjúklingarnir eru frjálslegir og
þakklátir þessu fyrirkomulagi. Ef
læknir fær ekki sjúklingana til sín
fær hann engin laun greidd þann
daginn. Áhætta sjálfstætt starfandi
lækna er á pari við farandverka-
menn. Það er engin sjúkratrygging
og slysatrygging eða framhalds-
menntunarkostnaður greiddur
nema af rekstri viðkomandi læknis
og góðs samstarfsfólks. Byrðar rík-
isins af starfseminni felast aðeins í
takmörkuðu athafnafrelsi lækna í
þágu almennings. Frelsi á sér for-
mælendur fáa í nútíma stjórn-
málum. „Tæknilega séð“ er það
bara til vandræða. Ef framtíðarsýn
ríkisstjórnarinnar er að gera alla
lækna að fastlaunuðum ríkisstarfs-
mönnum er best að tilkynna það
strax.
Vinstrimenn eru gæfulausir öfugmælasmiðir
Eftir Gísla
Ingvarsson »Heilbrigðisráðherra
tekur það á sínar
herðar að stöðva hefð
fyrir áreiðanlegri þjón-
ustu án þess að geta
sýnt fram á betri lausn
til framtíðar.
Gísli Ingvarsson
Höfundur er húðsjúkdómalæknir í
Reykjavík.
gingvarsson@mac.com
Vantar þig pípara?
FINNA.is