Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 85 Ritrýnd grein / Peer reviewed Silungurinn í Mývatni — Veiðinýting og stofnsveiflur 1986–2016 Mývatn hefur lengi verið í hópi bestu veiðivatna landsins og íbúar á bökkum þess hafa lengi byggt afkomu sína að hluta til á því sem vatnið gefur. Veiði- félag sem bændur við vatnið stofnuðu 1905 er elsta veiðifélag landsins. Til- gangur með stofnun þess var að auka veiði í vatninu, sem þá hafði minnkað frá því sem áður var. Áhugi veiðibænda varð jafnframt til þess að byrjað var að skrá veiði í vatninu, meðal annars með það að leiðarljósi að fylgjast með veiðinni og leitast við að nýta vatnið á skynsamlegan hátt með fiskrækt, skipt- ingu veiðiréttar eftir arðskrá, friðun ákveðinna svæða og verndun gegn of- veiði. Á því 117 ára tímabili sem veiðiskráning nær til hafa komið fram miklar sveiflur í fiskstofnum Mývatns. Mest fór veiðin yfir eitt hundrað þúsund silunga (bleikju og urriða) um 1920. Meðalveiði áranna frá 1930–1960 var rúmlega 30 þúsund fiskar en eftir 1970 hafa stofnarnir minnkað og veiði dregist mikið saman. Í rannsóknum á bleikju frá 1986 sést að bleikjustofninn hefur hrunið tvisvar, öðru sinni 1988 og í síðara sinnið 1997. Eftir hrunið 1988 fjölgaði bleikju nokkuð fljótt aftur en eftir 1997 sýndu bæði mælingar á stofnstærð og aflatölur að veiðistofninn var orðinn mjög lítill. Hrunin 1988 og 1997 urðu að sumri. Á sama tíma urðu breytingar á fæðu, stofnar krabbadýra og rykmýs voru litlir og sáust lítið í magainnihaldi. Hlutdeild hornsílis í fæðu jókst, holda- far silungsins versnaði og fall varð hjá yngstu árgöngunum, þegar silungurinn er of smár til að geta nýtt sér hornsíli sem átu. Eftir þetta var bleikjustofninn lítill og veiðiálag mikið. Nýliðun varð lítil og var veiðimönnum ráðlagt að draga úr veiðum. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 2011 að settar voru verulegar takmarkanir á veiði í Mývatni, og hafa þær staðið síðan. Við þær aðstæður er ráðlegt að breyta veiðiálagi með stækkun möskva, miða við að fleiri árgangar verði í veiði og hrygningarstofni á hverjum tíma og draga með því úr sveiflum í afla. Vísbendingar eru nú um að þær aðgerðir séu farnar að skila sér í upp- byggingu stofnsins. Guðni Guðbergsson INNGANGUR Mývatn liggur í 277 m hæð yfir sjáv- armáli og er flatarmál þess um 37 km2. Vatnið skiptist í tvo flóa, Syðriflóa sem er um 29 km2 og Ytriflóa sem er um 8 km2. Innstreymi vatns í Mývatn kemur að mestu frá lindum, einkum við eystri hluta vatnsins. Útfall Mývatns er um þrjár kvíslar, Geirastaðaskurð, Miðkvísl og Syðstukvísl, til Laxár og er meðal ársrennsli um 33 m3 á sekúndu1 (1. og 2. mynd). Í núverandi mynd er Mývatn um 2.300 ára gamalt og myndaðist í miklum eldsumbrotum.2,3,4,5 Þótt breytingar hafi orðið í veðurfari hefur fram til þessa ekki verið sýnt fram á að þær hafi haft afger- andi áhrif á sveiflur í lífríki vatnsins.5 Mývatn er eitt af frjósömustu vötnum landsins og þekkt fyrir auðgi fugla og fiska. Allmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á Mývatni og lífríki þess. Má þar nefna bókina Náttúru Mývatns,6 Lake Mývatn, sérhefti tímaritsins Oikos,7 og fjölmargar greinar í Aquatic Ecology sem kom út 2004 í ritstjórn Árna Einarssonar og Ramesh D. Gulatis. Nú standa yfir viðamiklar rannsóknir á grunnþáttum líf- rænnar framleiðslu í Mývatni, og að auki stendur Rannsóknastöðin við Mývatn árlega að viðamikilli vöktun á umhverfis- breytum og stofnum þörunga, plantna, dýra og fugla. Náttúrufræðingurinn 88 (3–4), bls. 85–102, 2018 — Leiðrétt eintak.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.