Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 6
Náttúrufræðingurinn 86 Á seinni árum hafa orðið miklar breytingar á magni blágrænubakt- ería sem draga í miklu magni úr því ljósmagni sem nær til botns. Þegar blómi blágrænubaktería verður mikill í Mývatni tala Mývetningar um leirlos því að á logndögum fljóta þær í efstu lögum vatnsins og líkjast leir (3. mynd). Aukinn vöxtur blágrænubaktería hefur valdið því að útbreiðsla botngróðurs minnkar og að kúluskítur (mývetnskt heiti á kúlulaga botnþörungi) er nán- ast horfinn úr vatninu.8 Miklar sveiflur hafa komið fram í mýstofnum Mývatns.9 Líkur eru til þess að lirfur slæðumýs (Tanytarsus gracilentus) geti haft áhrif á flæði næringarefna úr botni og upp í vatnið. Þegar mikið er af lirfum á botni geta þær hindrað flæði næringarefna sem síðan losnar um og verða næring- arefnin aftur aðgengileg þegar stofnar slæðumýs minnka.10 Á fyrri tímum var eggjataka við Mývatn þáttur í búskaparháttum Mývetninga. Fram yfir fyrri hluta síð- ustu aldar var samhengi á milli fjölda safnaðra eggja og silungsafla.11 Þannig eru líkur til að átuástand í Mývatni hafi haft áhrif upp fæðukeðjuna og náð til fugla og fiska sem byggja afkomu sína á sömu fæðutegundum. Rannsóknir á borkjörnum úr botn- seti Mývatns hafa sýnt að miklar breytingar hafa orðið á stærð stofna lífvera. Vegna mikillar lífrænnar fram- leiðslu, einkum kísilþörunga, er set- myndun mikil í Mývatni og grynnkar vatnið jafnaði um 2 mm á ári.5 Vegna þessarar hröðu grynnkunar og vegna öskulaga sem eru greinileg í setinu er hægt að tímasetja þá atburði sem ummerki sjást um í borkjörnunum.12 Sumar lífverur, hlutar þeirra eða lífs- form varðveitast í botnseti og með 1. mynd. Mývatn með fjallið Vindbelg í baksýn. – Lake Mývatn is known for high productivity of fish and waterfowl. Ljósm./Photo: Guðni Guðbergsson. greiningum og talningum geta þau gefið einstaka mynd af framvindu stofna og stofnstærðum. Grynnkunin veldur því líka að hægt að sjá breytingar sem fall af bæði tíma og dýpi vatnsins. Rann- sóknir sem gerðar hafa verið með fínni upplausn í borkjörnum ná allt til síð- ustu ára.13 Því er hægt að tengja saman mælingar og heimildir frá nútíma við breytingar sem greina má í borkjörnum frá fyrri tíð. Þar kemur fram að sveiflur í dýrastofnum í Mývatni eru ekki ný tíðindi. Umtalsvarðar breytingar hafa orðið á magni kornátu (mývetnskt heiti á krabbaflónni (Eurycercus lamallatus) milli ára og tímabila.14 Jafnframt kemur í ljós að hlutfall kornátu í borkjörnum og tölur um silungsafla samsvara sér í grófum dráttum fram á þann tíma sem söguleg gögn ná til en kornáta er mikil- væg fæða fiska.13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.