Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 87 2. mynd. Yfirlitsmynd af Mývatni. Rauðir hringir sýna veiðisvæði rannsóknarveiða. – Overview over Lake Mývatn. Red circles show location of sites for monitoring fishery. Kort/Map: Ásta Krístín Guðmundsdóttir. Kísilgúrdæling hófst úr Mývatni 1967. Full vinnsla hófst um 1970 og stóð dæling samfellt í um 30 ár. Dæling af botni Mývatns var ætíð umdeild en af veiðitölum að dæma byrjaði samdráttur í silungsveiði í vatninu um líkt leyti og dæling hófst og stóð með nokkrum sveiflum um stöðugt lægra meðaltal til 2006 þegar aðeins um 2.400 silungar voru skráðir í veiðiskýrslur. Ekki er með beinni vissu hægt að skera úr um áhrif dælingar af botni Mývatns á veiði en sýnt hefur verið fram á að óstöð- ugleiki vegna rofs á vatnsbotninum, tengdur kísilgúrvinnslu, hefur aukið sveiflur í stofnum slæðumýs.15 Slíkar sveiflur ná allajafna til fleiri tegunda í fæðuvef vatnsins. Tegundir fiska í Mývatni eru bleikja (Salvelinus alpinus) (4. mynd), urriði (Salmo trutta) og hornsíli (Gasterosteus aculeatus). Af bleikju eru tvö útlitsaf- brigði í vatninu, Mývatnsbleikja, sem er hraðvaxta og nær almennt nokkurri stærð (40–50 cm) við kynþroska, og krús, sem er undirmynnt og smávaxið afbrigði bleikju sem einkum heldur til í köldum lindum við austurbakka vatnsins eða í vatninu við lindirnar. Auk þess eru gjáarlontur (hellableikja) í hraunhellum og uppsprettulindum umhverfis Mývatn.16–19 Við Mývatn er löng hefð fyrir því að tala um silung og eru aðkomumenn gjarnan leiðréttir ef þeir minnast á fiska.20 Orðið er notað sem samheiti fyrir bleikju og urriða en af þeim hefur stofn bleikju verið mun stærri en urriðans og er því oftast átt við bleikju þegar talað er um silung. Fleiri sér-mývetnsk heiti eru notuð um silung, svo sem branda og ef bröndurnar eru bjartar er talað um flóabröndur. Hrygnur eru oft nefndar gálur og hængar goggar. Hrygningarstöðvar eru nefndar rið og hrygningarfiskar riðafiskar eða riða- bröndur (5. mynd). Net sem lögð eru fyrir landi og dregin að landi með leiðurum eru nefnd dráttarnet, veiðiskapurinn dráttarveiði og svæðin sem veitt er á drættir. Ef dráttarsvæði eru á hrygningarstöðvum sem veitt er á um hrygningartíma er rætt um riðadrætti. Löngum voru net heima- gerð, riðin úr ull. Stærð möskva í netum var þá nefndur riðill eða riði. Stærð möskva í silungsneti miðast jafnan við legg (milli hnúta) og hafa má sem þum- alfingursreglu að með möskva mældum í millimetrum veiðist tilsvarandi stór silungur mældur í sentimetrum. Hér hafa verið nefnd nokkur mývetnsk sér- heiti sem sum koma síðar fram í texta en vert væri að gera fornum heitum á veiði, veiðitækjum og verkun afla frekari skil. Heildstæð samantekt um niður- stöður rannsókna á bleikju var gerð 2004.18 Í þessari samantekt greinir frá framhaldi þeirra rannsókna með upp- færðum niðurstöðum til og með árinu 2016. Um er að ræða vöktunarrann- sóknir (kerfisbundnar endurteknar mælingar) sem staðið hafa árlega frá 1986.16,17, 21–35 Á árunum 1986 til 1992 var haldið til rannsóknarveiða tvisvar á ári, í júní að vori og í september að hausti. Frá árinu 1993 hefur verið farin ein rann- sóknarferð um mánaðamótin ágúst- september, á þeim tíma þegar nýliðun og vöxtur silungs yfir sumarið er að mestu leyti kominn fram en áður en haustveður verða ríkjandi. Þegar mælingar fóru fram tvisvar á ári kom fram allgóð sam- svörun á milli mælinga vor og haust á lykilþáttum fyrir framvindu veiðistofna Mývatns.18 Rannsóknirnar á bleikju í Mývatni hafa sýnt að meginviðburðir, þar með talin „hrun“, hafa orðið yfir sumartímann. Á rannsóknartímanum komu fram hrun sumrin 1988 og 1997.18,34 Á fyrri hluta rannsóknartímans var veiði á urriða lítil og gagnasöfnun því takmörkuð. Af þeim sökum er einkum fjallað um bleikju þegar niðurstöðurnar eru raktar hér, nema þegar rætt er um samsetningu aflans. Rannsóknirnar beinast að því að fylgjast með stærðar- og aldurssam- setningu silungastofnanna bleikju og urriða í Mývatni, vexti þeirra, við- gangi, fæðu, holdafari og afla úr vatn- inu, ásamt tengslum veiðanna við aðra mælda þætti, bæði lífræna og ólífræna. Við mat á afla og nýtingu voru lagðar til grundvallar veiðiskýrslur frá Veiðifélagi Mývatns. Frá árinu 1985 hefur Veiði- málastofnun (nú Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna) séð um samantekt og úrvinnslu veiðiskýrslna úr Mývatni. Eru þær til skráðar á tölvutæku formi frá þeim tíma eftir því sem frumgögnin leyfa. Yfirleitt er um að ræða daglega veiði, fjölda fiska skipt í bleikju og urriða, fjölda neta (sókn) og veiðistað, þar sem að minnsta kosti er tilgreint hvort veitt var í Syðri- eða Ytriflóa. Með saman- burði á sókn og afla má sjá breytingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.