Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 90 Veiðistjórnun Lengst af var veitt úr Mývatni eins og fiskaðist, utan lögbundinnar frið- unar um riðatíma frá 27. september til áramóta og reglna um lágmarksstærð afla eftir því sem veiðitæki og -tækni gáfu tilefni til. Frá árinu 1967 hefur lág- marksmöskvastærð lagneta verið 43 mm og lágmarksstærð silungs sem má veiða 34 cm. Þeir sem land eiga að Mývatni eiga einir veiðirétt en hér á landi fylgir veiðiréttur lögbýlum sem eiga land að vatni. Allir veiðiréttarhafar höfðu jafnar heimildir til að veiða í almenn- ingi utan netlaga. Netlög (e.k. landhelgi) eru svæðið innan 60 faðma (120 m) frá landi. Svæðið innan netlaga tekur til um 20% af flatarmáli vatnsins. Árið 1978 var gerð arðskrá fyrir Veiðifélag Mývatns og var þar ákvarðaður eignarhluti hvers lögbýlis í almenningi. Síðan hefur veiði- rétti verið hagað þannig að þeim fjölda neta sem heimilaður er hverju sinni er skipt hlutfallslega á milli býla í samræmi við hlutdeild hvers býlis í arðskrá. Slík veiðistjórnun miðast við ákveðna tak- mörkun á sókn og kallast sóknarmark. Veiðitímabilinu var skipt í vetrarveiði og sumarveiði. Vetrarveiði stóð lengst af frá 1. janúar til 15. maí en á síðari árum hefur veiði yfirleitt ekki hafist fyrr en 1. febrúar. Misjafnt hefur verið á milli tímabila hvort veitt er í maí en reyndin hefur verið sú að þá er veiði yfirleitt lítil og erfitt að stunda hana meðan ísa leysir. Mögulegt er að veiða í maí frá þeim jörðum þar sem jarðhita og/eða lindaráhrifa gætir með landi og þar sem ísa leysir fyrst. Sumarveiði hófst lengst af 1. júní og stóð til 27. september. Eftir að arðskrá var gerð 1978 var veiðiréttur í almenningi skilgreindur og veiði stýrt með sóknarmarki þar sem heimilt var að nota allt að 350 net á nóttu í sumar- veiðum og 150 í vetrarveiðum. Þessum tiltekna fjölda neta var deilt út eftir arðskránni. Reyndin hefur verið sú að daglegur meðalfjöldi neta hefur sjaldan farið yfir 50 í vetrarveiði og 100 í sum- arveiði. Við breytinguna 1978 fækk- aði netum í Mývatni en talið er að um 1960 hafi þau verið yfir 400 á nóttu að sumarlagi.5 Í sumarveiði var svæði sem næst miðjum Syðriflóa, út frá ákveðnum miðum utan netlaga, friðað fyrir veiði, bæði til að gefa silungi frið til vaxtar og til að draga úr hættu á að fugl fest- ist í netum. Nytjar hafa einnig verið af fugli í Mývatnssveit, einkum eggjataka og því leitast við að minnka þann fjölda fugla sem ferst í netum.30 Árin 1981 og 1982 var viðhöfð veiðistjórnun sam- kvæmt kvótakerfi þar sem ákveðinn var sá heildarfjöldi fiska sem veiða mátti á veiðitíma. Heildarkvóti var ákveðinn á grundvelli stofnstærðarmats sem gert var út frá niðurstöðum rannsókna.31 Horfið var frá þessari veiðistjórnun 1983 þar sem hún var erfið í framkvæmd og eftirliti. Í kjölfarið var snúið var aftur til fyrra sóknarmarks. Í veiðiráðgjöf Veiðimálastofnunar til Veiðifélags Mývatns hefur frá árinu 2004 verið hvatt eindregið til þess að dregið sé sem allra mest úr sókn vegna þess hve lítill bleikjustofn vatnsins er orðinn og vegna þess hve hátt veiðihlutfallið hefur verið á hverju ári. Fiskistofa, sem er stjórnsýslu- aðli í veiðimálum, hefur tekið undir þau sjónarmið við umfjöllun um nýtingaráætl- anir sem Veiðifélagi Mývatns ber að gera. Markmið nýtingaráætlana er að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskstofna og bera veiðifélög og veiðiréttarhafar ábyrgð á því að svo sé. 6. mynd. Tæki sem nefnist kafari (til hægri). Þetta er planki, um 1,5 m langur, og dregur sig undir ísinn þegar togað er með bandi í spyrnuna sem er áföst með þræði. Honum er þannig skotið á milli vaka á ísnum og þráðurinn notaður til að draga net á milli vakanna. Dorg Finnboga Stefáns- sonar frá Geirastöðum til vinstri. – To the right is a tool, „kafari“, used in net fishery under ice in Lake Mývatn. It is a plank with a jigging spike attached, operated by a line that drags the tool and the line under ice. The line is then used to pull gillnets between holes in the ice. To the left is an ice fishing tackle. Ljósm./Photo: Guðni Guðbergsson. Frá 2008 hefur verið beitt frekari takmörkunum á sókn í Mývatni með styttum veiðitíma en auk þess hefur réttur hvers veiðiréttarhafa til að ráð- stafa sínum netadögum verið rýmkaður. Þannig gat veiðiréttarhafi sem áður mátti einungis nota ákveðinn fjölda neta hverja nótt fjölgað netum en á móti fækkað veiðidögum. Í breytingunum fólst einnig að veiðiréttarhafi sem skilar ekki veiðiskýrslu á þar til gerðum eyðublöðum fyrir ákveðinn tíma fær ekki úthlutað veiðileyfi fyrir næsta ár. Árin 2008–2010 var leyfilegur hámarksfjöldi neta samtímis í vatn- inu 250 og skiptust þau á milli veiði- réttarhafa eftir arðskrá Veiðifélagsins. Veiðitímabilið var samfellt frá 15. febr- úar til 31. ágúst. Þann fjölda neta sem veiðiréttarhafi hafði leyfi fyrir mátti að hámarki leggja 40 sinnum innan þessa tímabils. Veiðiréttarhafar gátu dreift veiðinni á fleiri daga með því að nota færri net í hvert sinn. Friðað svæði var í vestanverðum Syðriflóa að sumri en ekki í vetrarveiði. Með breytingunum var reynt að fella kerfið betur að mis- jöfnum aðstæðum til veiða og koma til móts við óskir veiðiréttarhafa til þess að auðvelda nýtingu veiðiréttarins með tilliti til annarra aðstæðna veiðimanna, svo sem annatíma við búskap eða vinnu frá búi. Þetta kom þeim ekki síst til góða sem höfðu fæstar netaheimildir en sam- kvæmt gildandi arðskrá hefur fjöldi þeirra neta sem nýta má dag hvern verið sá sami yfir allt veiðitímabilið. Með breytingunum mátti nýta fleiri net en þá í færri daga og var heildarsumma netaveiðidaga því sú sama og áður. Sam- kvæmt lögum um lax- og silungsveiði er öll netaveiði í Mývatni óheimil öðrum en veiðiréttarhöfum, þ.e. landeigendum eða ábúendum viðkomandi lögbýlis. Dorgveiði er opin veiðimönnum utan veiðifélagsins en er háð leyfi veiðifé- lagsins og samkvæmt samþykktum þess skal leyfið vera skriflegt. Samkvæmt reglunum ber að borga félaginu gjald fyrir veiðileyfi, og skal það standa undir útgáfu leyfanna, merkingu netahringja (bauja) og áætluðum kostnaði við veiðivörslu. Árið 2011 var ákveðið á aðalfundi veiðifélagsins að vetrarveiði skyldi ein- göngu stunduð á tímabilinu 1. til 14. mars. Möskvastærð yrði 43–45 mm og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.