Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
91
fjöldi neta mest 87 samtímis í vatninu.
Frá 15. mars og út veiðitímabilið, til 31.
ágúst, væri öll bleikjuveiði óheimil en
veiðiréttarhafar mættu þó veiða innan
eigin netlaga með netum með 50 mm
möskva. Heildarsókn á þessu tímabili
var miðuð við 5.000 lagnir eða veiði
með 250 netum í 20 daga. Óheimilt var
að veiða silung undir 34 cm. Allt vatnið
var friðað á tímabilinu frá 31. ágúst til
1. mars. Frá 15. mars til loka veiðitíma
var almenningur utan netlaga friðaður
fyrir allri veiði nema dorgveiði, en
dorgveiði var veiðiréttarhöfum ótak-
mörkuð utan netlaga á veiðitímabil-
inu. Leyfi til dorgveiða í almenningi
voru í höndum Veiðifélagsins (munnl.
uppl. frá forstöðumönnum Veiðifélags
Mývatns). Vegna veiðibanns á bleikju
var að mestu veiddur urriði innan net-
laga árið 2011, nema í fyrri hluta mars-
mánaðar. Þessar sömu veiðireglur voru
í gildi árin 2012 til 2015 samkvæmt
gildandi nýtingaráætlun.
Í gildandi veiðireglum frá árinu 2016
kemur fram að á tímabilinu 20. maí til
31. ágúst er veiðiréttarhöfum heimilt að
stunda veiðar með lagnetum sem hafa
möskvastærðina 50 mm. Heimilt er að
hafa allt að 250 net samtímis í vatninu í
10 daga innan veiðitímabilsins. Heildar-
fjöldi lagna er því 2.500 (lögn er 1 net í
eina nótt). Á þessum tíma er bannað að
veiða bleikju í net og óheimilt að veiða
silung undir 34 cm. Almenningur í vatn-
inu er friðaður fyrir allri veiði nema
dorgveiði og veiði því einskorðuð við
urriðaveiði innan eigin netlaga (land-
helgi) á þeim tíma. Bleikjuveiði er
einungis heimil í 21 dag á tímabilinu
10. mars til 31. með allt að 87 netum.
Aðra öngulveiði en dorgveiði er veiði-
réttarhöfum einungis heimilt að stunda
innan eigin netlaga en lítilsháttar spóna-
veiði á stöng er stunduð við Mývatn.
Í lögum um lax- og silungsveiði (nr.
61/2006) er kveðið á um að nýting skuli
vera sjálfbær og að viðkomandi veiði-
félag sé ábyrgt fyrir veiðistjórnun, eða
veiðiréttarhafi, þar sem veiðifélag er
ekki starfandi. Þar sem veiði er stunduð
þarf að liggja fyrir nýtingaráætlun sem
stuðlar að ábyrgri veiðistjórnun og skal
hún hafa staðfestingu Fiskistofu.
7. mynd. Fjöldi veiddra silunga í Mývatni á árunum 1900–2016 samkvæmt veiðiskýrslum Veiðifélags Mývatns (grá lína) og hlaupandi
fimm ára keðjumeðaltöl (svört lína). Atburðir í veiðisögu Mývatns eru merktir á inn á myndina. – Annual catch of Arctic charr and
brown trout in Lake Mývatn 1900–2016 as recorded by the Mývatn Fisheries Association (grey line) and 5-year running mean for the
period 1900–2016 (black line). Major events in the history of the fisheries in Lake Mývatn is shown.
VEIÐISKRÁNING OG RANN-
SÓKNARVEIÐAR – AÐFERÐIR
Veiðimálastofnun (nú Hafrann-
sóknastofnun) hefur sent eyðublöð til
að skrá veiði til bænda fyrir veiðitíma
ár hvert frá 1985. Veiðiskýrslum er
safnað í lok hvers veiðitímabils og úr
þeim skráðar upplýsingar rafrænt um
afla af bleikju og urriða, fjölda neta,
veiðidag og veiðistað. Reiknaður er út
afli á sóknareiningu eða lögn. Veiði er
tekin saman sér fyrir vetur og sumar
og fyrir Syðriflóa og Ytriflóa. Skráning
afla er mikilvægur þáttur við að greina
breytingar á milli tímabila. Að auki geta
aflaskrárnar gefið vísbendingar um
breytingar á stærð veiðistofns og eru
mikilvægur mælikvarði í samanburði
við niðurstöður úr rannsóknarveiðum.
Í rannsóknarveiðum var silungur
(bleikja og urriði) veiddur í röð lagneta
með mismunandi möskvastærðum,
frá 16,5–50,0 mm, mælt á milli hnúta.
Í hverri netaröð voru 9 lagnet (16,5 –
18,5 – 21,5 – 25 – 30 – 35 – 40 – 46 – 50
mm), hvert þeirra 30 m langt. Möskva-
samsetning netaraðar var valin þannig
að svipað veiðiálag fengist á allar fisk-