Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 93 tíma hefur skurðpunkt við x-ás.32 Með þessari aðferð má einnig reikna hversu stóran hluta stofnsins hver sóknarein- ing (hér lögn) tekur af heildarstofni. Þessari aðferð hefur áður verið beitt með góðum árangri til að meta stofn- stærð í Mývatni.50 Með því að gera ráð fyrir því að hver sóknareining í rann- sóknarveiðum skili (veiði) að meðaltali hlutfallslega jafnstórum hluta veiðan- legs stofns og hvert net í vetrarveiði má áætla stofnstærð á hverjum tíma í rannsóknarveiðunum. Þá stærð má síðan bera saman við veiðitölur og meta þar með veiðihlutfall (e. exploitation), þ.e. hve hátt hlutfall veiðanlegs stofns hefur veiðst. Einnig má bera saman stofnmat í vetrarveiði við stofnmat í rannsóknarveiðum, og við þann afla sem kemur fram í veiðunum síðar. Með því móti eru ýmsar leiðir farnar við mat á stofnstærð og unnt er að bera aðferð- irnar saman.18 Stofnstærð væntanlegs veiðitímabils var reiknuð út frá afla í rannsóknarveiðinetum með möskva- stærð frá 30–50 mm, mælt á milli hnúta. Gera má ráð fyrir að bleikjan sem í þau veiðist sé af þeirri stærð og úr þeim hluta stofnsins sem er til staðar í vatn- inu í veiðanlegri stærð eða væntanlegur inn í veiði næsta veiðitímabil á eftir. Stofnmat áranna 1985–2010 var reiknað út frá meðaltali hverrar viku í vetrar- veiði en vegna veiðitakmarkana frá 2011 hefur verið stuðst við veiði eftir dögum fyrir það tímabil sem veiðin stóð yfir. Árin 2014–2015 var ekki hægt að reikna stofnstærð út frá afla í vetrarveiði þar sem sókn var lítil og stofn hafði stækkað það mikið að ekki kom fram fall í afla á sóknareiningu. Aftur á móti kom fall í afla á sóknareiningu fram í vetrar- veiðinni 2016 sem gaf mat á stofnstærð í upphafi veiðitíma. Árið 1941 safnaði Bjarni Sæmunds- son hreistri af bleikju í Mývatni. Það hefur verið varðveitt í gagnasafni, límt á milli smásjárglerja. Af þeim voru valin til greiningar tilviljanakennt eitt hund- rað sýni, bæði úr neta- og ádráttarveiði. Auk þess voru hreistursýni frá árunum 1957, 1986, 1987, 1990 og 2007 pressuð í plast, afsteypurnar sem fengust ljós- myndaðar og árlegur vöxtur ásamt bakreiknaðri stærð metinn fyrir hvert ár þar sem gert var ráð fyrir línulegu samhengi breiddar á milli árhringja í hreistri og fisklengdar. Stærð úrtaks var mismunandi fyrir hvert ár. Fá sýni voru til frá árinu 1986 og að mestu sömu árgangar og í sýnum frá 1987, og voru þessi ár því sameinuð og gefin upp sem veiði frá 1987. Fæst sýni voru tiltæk frá árinu 1990, eða 56, en flest 137 frá árinu 1957. Við ljósmyndun af afsteypum hreistursins var notuð myndavél af 9. mynd. Meðalafli silungs (bleikju og urriða) á hverja lögn í Mývatni á árunum 1985–2016. – Average catch per unit effort (CPUE) of Arctic charr and brown trout in Lake Mývatn 1985–2016. gerðinni Leica DFC 320 sem fest var við víðsjá (Olympus SZX9). Fjarlægð milli árhringja var mæld með forritinu Jandel SigmaScan Pro image analysis til að meta árlegan vöxt einstakra fiska.26 NIÐURSTÖÐUR Miklar sveiflur hafa verið í afla í Mývatni. Árleg meðalveiði frá 1900 til 2016 var 26.375 silungar samkvæmt veiðiskráningum. Veiði var mest fyrstu árin eftir 1920 og fór þá yfir 100 þúsund silunga á ári (7. mynd). Veiði á árunum 1930–1969 var að jafnaði 31.272 silungar. Meðalveiði áranna 1970–2016 var 12.810 silungar en meðalveiði 2007–2016 var aðeins 3.678 silungar. Árið 2016 veiddust aðeins 1.476 silungar, sem var fækkun um 1.132 silunga frá 2015 þegar 2.608 silungar veiddust. Hafa þarf í huga að miklar veiðitakmarkanir hafa verið í gildi síðustu ár. Veiði á urriða hefur verið aðgreind í veiðitölum frá 1970 ef frá eru talin árin 1981 og 1982 þegar veiði var stýrt með veiðikvóta og tegundum ekki haldið aðskildum í skráningu veiði. Að með- altali hefur urriðaveiðin verið 1.740 urriðar á ári á þessu tímabili. Urriða- veiði hefur verið mun minni en bleikju- veiðin, en stöðugri (8. mynd). Nokkrar breytingar koma fram í afla á hverja lögn en hann hefur numið 1,25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.