Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 16
Náttúrufræðingurinn
96
UMRÆÐUR
Veiðiskráning úr Mývatni nær yfir
117 ára tímabil. Upphaflegt mark-
mið Veiðifélags Mývatns með skrán-
ingunni; að stemma stigu við minnk-
andi veiði í vatninu, hefur ekki gengið
eftir. Á þessum tíma hafa orðið miklar
breytingar í búskaparháttum og veiði-
tækni. Veiðin hefur sveiflast á milli
tímabila fram á síðustu ár að bleikju-
stofninn í Mývatni hefur verið mjög
lítill. Rannsóknir á tengslum bleikju-
stofnstærðar og stofna fæðudýra með
greiningu dýraleifa úr setkjörnum hafa
sýnt að hliðstæðar sveiflur hafa verið í
stofnstærð fæðudýra, svo sem kornátu.13
Þá er ljóst að tengsl eru á milli nýliðunar
í bleikjustofni og fjölda andarunga sem
komast upp á Mývatni.5,18 Af veiðitölum
er ljóst að kaflaskil urðu í veiði eftir
1970 og sveiflaðist veiðin síðan um
sílækkandi meðaltal fram til 1997. Eftir
það hefur veiði verið afar lítil. Í kjölfarið
voru settar miklar veiðitakmarkanir og
var sett bann við bleikjuveiði 2011 og
hefur bleikja því einungis verið meðafli
í urriðaveiði síðan, nema í vetrarveiði í
mars. Sterkar vísbendingar eru um að
11. mynd. Bleikjuafli á lögn (fjöldi fiska í net) í rannsóknarveiðum í Syðri- og Ytri-
flóa 1986–2016. – CPUE of Arctic charr in Lake Mývatn South and North basin
(1986–2016).
12. mynd. Urriðaafli á lögn (fjöldi fiska í net) í rannsóknarveiðum í Syðri- og Ytri-
flóa Mývatns 1986–2016. – CPUE of brown trout in Mývatn South and North basin
(1986–2016).
um ofveiði hafi verið að ræða og að ekki
hafi verið brugðist nógu snemma við til
að draga úr veiðisókn. Af þessu er vert
að draga meðal annars þann lærdóm
að þar sem ábyrgð á stjórnun veiða er á
hendi veiðifélags getur reynst erfitt að
grípa til takmarkana ef ekki er eining
um það innan veiðifélagsins. Af þessu
má jafnframt ráða að heimildir stjórn-
valda til inngripa í veiðistjórnun þyrftu
að vera skýrari.
Þegar litið er til lengdardreifingar
afla í rannsóknarveiðum kemur í ljós
að hrun verður í stofnum sumarið 1988.
Fiskar, einkum smáfiskar, sem höfðu
komið fram í fyrri veiðum hurfu.18 Það
ár var holdafar bleikjunnar lélegt og
fæða hennar að mestu hornsíli. Þessir
þættir breytast því allir á sama tíma. Í
kjölfar hrunsins 1988 tók það nokkur
ár fyrir stofninn að ná sér á strik og var
það var aðallega smærri bleikja sem
hvarf úr stofninum. Hrun varð aftur
í bleikjustofninum 1997. Á sama tíma
versnaði holdafar bleikjunnar veru-
lega og hornsíli varð stór hluti af fæðu
fiskanna. Niðurstöðurnar benda til
að fæðuskortur hafi aðallega bitnað á
smærri einstaklingunum en þeir fiskar
lifað af sem gátu nýtt sér hornsíli.18
Miklar sveiflur hafa jafnframt komið
fram í stofnum smádýra í Mývatni,13
sem margir eru eða geta verið fæða fyrir
silung.5 Sveiflur hafa jafnframt komið
fram í stofnstærð hornsíla.28 Ekki hafa
komið fram greinileg tengsl á milli
stofnstærðar hornsíla og annarra fæðu-
tegunda, né á milli hornsílis og bleikju,
miðað við þau gögn sem fyrir liggja og
greind hafa verið til þessa. Hins vegar
eru tengsl á milli stofnstærðar smá-
silungs og kornátu og einnig rykmýs
(lirfa og púpa í mögum), og ennfremur
milli fjölda smábleikju og ungafjölda
hrafnsandar (Melanitta nigra) og skúf-
andar (Aythya fuligula).18 Allar líkur
eru því til að afkoma bleikjunnar hafi
að mestu verið háð fæðuframboði í
Mývatni á árunum frá 1986 til 2004,
fremur en að hrygningarstofninn hafi
verið takmarkaður. Það kom talsvert á
óvart þegar í ljós kom að silungur hafði
í raun drepist úr hungri sumrin 1988 og
1997, ekki síst í ljósi þess hve frjósamt
Mývatn er. Raunar er með ólíkindum að
fæðuframboð verði svo lítið fyrir bleikj-
una að hún drepist yfir sumartímann.
Sýnt hefur verið fram á að sveiflur í