Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 103 Ritrýnd grein / Peer reviewed Virkjun áfangastaða – Samgöngubætur og virkjunarframkvæmdir Edward H. Huijbens og Anna Dóra Sæþórsdóttir Miklar breytingar verða á eðli áfangastaða ferðamanna í náttúru Íslands með bættu aðgengi að þeim í kjölfar virkjunarframkvæmda. Virkjunum, bæði jarðvarma- og vatnsafls virkjunum, fylgja jafnan vegaframkvæmdir og við þær stórbatnar oft aðgengi að áður óaðgengilegum náttúru svæðum. Þessari stað- reynd er gjarnan haldið á lofti sem jákvæðum áhrifum virkjunar framkvæmda á ferðamennsku og útivist. Ýmsar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að áfangastaðir sem verða til eða breytast í kjölfar slíkra framkvæmda höfða til ákveðinna hópa ferðamanna en fæla aðra frá. Í þessari grein er kafað nánar í hvaða breytingar hér er um að ræða og áhrif þeirra á áfangastaði ferðamanna þar sem virkjanir hafa verið reistar. Leitað er fanga í kenningum um svonefnda vöruvæðingu náttúru og samfélagsgæða. Í greininni er rýnt í fyrirliggjandi rannsóknir á áhrifum fyrirhugaðra virkjana á ferðamennsku á Hengilssvæð- inu og í Ófeigs firði á Ströndum, og nokkurra virkjunarhugmynda sem voru til skoðunar í 3. áfanga ramma áætlunar. Færð eru rök að því að hagsmunum ferðaþjónustunnar sé best borgið með því að greinin stýri því sjálf hvernig að- gengi að áfangastöðum ferðamanna skuli vera háttað. Að öðrum kosti er hætt við að náttúra landsins missi sérstöðu sína og þá sér í lagi víðernin. Á sama tíma verður ferða þjónustan þó að gangast við áhrifum sínum á markaðs- og vöruvæðingu náttúru og samfélagsgæða, þar með talið mótsagnakenndri stöðu gagnvart vernd og nýtingu víðerna. Náttúrufræðingurinn 88 (3–4), bls. 103–114, 2018 INNGANGUR Aðkomuvegir að stíflum og lónum á Ófeigsfjarðarheiði munu opna leið fyrir ferðafólk upp á heiðina og jafn- framt gera þau mannvirki sýnileg.1 Upphafsorðin eru úr matsskýrslu Verkíss vegna Hvalárvirkjunar í Ófeigs- firði (1. mynd) og liggja þau til grund- vallar þeirri niðurstöðu skýrsluhöfunda að áhrif virkjunarinnar á ferðamennsku og útivist séu allt frá því að vera nokkuð jákvæð vegna bætts aðgengis með vega- gerð yfir í að vera talsvert neikvæð fyrir þann hóp ferðamanna sem vill sem minnst sjá af mannvirkjum og öðrum ferðamönnum á ferðum sínum. Um þetta hverfist hefðbundin umræða hér á landi um virkjanir og áhrif þeirra á ferðamennsku og útivist. Þ.e.a.s.: Með bættu aðgengi opnast svæði fyrir nýja markhópa og þar skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. Þetta bætta aðgengi þýðir aftur á móti að aðrir hópar ferða- og útivistarfólks láta sig hverfa og þar með geta (önnur) ferða- þjónustufyrirtæki misst sinn markhóp. Í rannsóknum um áhrif virkjun- arframkvæmda á ferðamenn hér á landi hefur jafnan verið beitt viðhorfs- kvarða (e. Purist Scale) og útivistarrófi (e. Recreation Opportunity Spectrum – ROS). Viðhorfskvarðinn byggist á þeirri hugmynd að ferðamönnum megi skipa í hópa þjónustusinna, náttúrusinna eða almennra ferðamanna með hliðsjón af viðhorfum þeirra til umhverfis og eigin- leika ferðamannastaða.2 Fyrstnefndi hópurinn hefur mest þol gagnvart fram- kvæmdum og breytingum á náttúrunni en náttúrusinnar minnst. Þessi skipting ferðamanna hefur einnig verið notuð í rannsóknum á þolmörkum ferða- mennsku, en hugmyndin um þolmörk hefur náð hvað best eyrum stjórn- valda og hagsmunaaðila hér á landi þegar kemur að stefnu og aðgerðum í þágu ferðamála.3 Þolmörk eru skilgreind sem sá fjöldi gesta sem getur komið á svæði áður en neikvæðra áhrifa á náttúrulegt umhverfi eða upplifun manna fer að gæta.4 Þau eru metin á grunni fjögurra þátta: i) innviða, ii) viðhorfs ferðamanna, iii) viðhorfs heimamanna til ferða- mennsku, og iv) náttúrulegs umhverfis. Með hugtakinu er leitast við að finna þá þætti sem hafa þarf í huga við skipulag og stefnumótun staða með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og móta æskileg markmið við þróun áfangastaðar hverju sinni.5 Glögglega má sjá að þegar þol- mörk eru byggð á viðhorfskvarða verða þau aldrei tiltekinn fasti eða ítala. Ævin- lega verða til ferðamenn sem vilja heim- sækja ákveðna staði, jafnvel þótt þeir séu rústir einar eftir athafnir manna.6,7 Við notkun útivistarrófsins er land- svæðum skipt í nokkra flokka eftir því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.