Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 24
Náttúrufræðingurinn 104 1. mynd. Ónefndur foss í Eyvindarfjarðará. Fossinn myndi hverfa ef virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði yrði reist. – An unnamed waterfall in the river Eyvindarfjarðará, NW-Iceland. This waterfall would disappear if the river Hvalá in the fjord of Ófeigsfjörður was to be harnessed for hydropower. Ljósm./Photo: Tómas Guðbjartsson. hversu náttúrulegt umhverfi þeirra er og hversu aðgengileg þau eru. Á öðrum enda rófsins er flokkurinn víðerni, sem eru víðáttumikil náttúrusvæði án mannvirkja og vélknúinnar umferðar. Á hinum enda rófsins eru útivistarsvæði í borgum og bæjum þar sem í boði er ýmiss konar þjónusta við ferðamenn. Flokkar útivistarrófsins miðast því við mismunandi upplifun fyrir ferðamenn, allt eftir því hvort þeir sækja í náttúru- leg og óaðgengileg svæði eða manngerð og aðgengileg. Eins og áður segir fylgir virkjunar- framkvæmdum vegagerð og þá sér í lagi þegar um er að ræða virkjun á lítt röskuðu náttúrusvæði eða víðerni þar sem stundum opnast möguleikar til að skapa nýja áfangastaði fyrir ferðamenn. Mat á áhrifum virkjunarframkvæmda á ferðamennsku og útivist er þannig efni í umræðu um þróun ferðamanna- staða, til dæmis í samhengi við lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögu- legum minjum (20/2016) og lög um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða (2011/75). Sú hefðbundna niðurstaða í mats- skýrslum um áhrif virkjana á ferða- mennsku að virkjuð svæði höfði til þjónustusinna í stað náttúrusinna er of einföld og dugir ekki í umræðu um þróun áfangastaða. Niðurstaða lík þeirri sem vitnað er til í upphafi inngangs hér að ofan er vatn á myllu bæði þeirra sem vilja virkja og hinna sem vilja það ekki, og þar með kemst umræðan ekki lengra. Í þessari grein verða rannsóknargögn um viðhorf ferðamanna og ferðaþjón- ustunnar til virkjana og aðgengis rýnd nánar og sett í annan fræðilegan ramma en gert hefur verið til þessa. Sú nálgun ætti að skapa grundvöll fyrir dýpri skilningi á áhrifum virkjana á ferða- mennsku og útivist. Þessari grein er þannig ætlað að vera framlag til opinberrar stefnumót- unar um þróun áfangastaða og samspil hennar við aðra uppbyggingu í sam- ræmi við þarfir og væntingar útivistar- iðkenda, ferðamanna og ferðaþjónustu. Í greininni er orðið ferðamennska notað um öll ferðalög fólks en orðið ferða- þjónusta um atvinnugreinina sem sinnir öllum hliðum slíkra ferða og þjónustar ferðamenn á ferðalögum sínum. Mark- mið þessarar greinar er að kafa nánar í breytingar sem verða til þess að nátt- úrusinnar hætta að sækja heim áfanga- staði þar sem virkjanir hafa verið reistar. Einkum verður beitt kenningum um vöruvæðingu náttúru og samfélagsgæða. AÐGENGI AÐ ÁFANGASTÖÐUM Forsenda ferðamennsku og ferða- þjónustu eru samgöngur.8,9 Án aðgengis verður áfangastaður ekki til, því að þá getur enginn sótt staðinn heim og enn síður eru forsendur til að skapa þjón- ustu fyrir gestina sem ekki komast þangað. Þannig hafa samgöngubætur gjörbylt möguleikum ýmissa staða um landið til að halda úti ferðaþjónustu.10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.