Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 107 skiptagildi, líkt og um náttúrulögmál sé að ræða.27,28,29 Þessum hugmyndum er svo viðhaldið „á jörðu niðri“, ef svo má segja, þar sem gert er ráð fyrir að einstakir áfangastaðir geti krækt í þetta hnattræna flæði og skapað arð.30 Breytingar á virði svæða í borgum eru ekki bara háðar fótfráu fjármagni heldur einnig kaupmætti, lánamarkaði, opinberri stefnu um nýtingu lands og ýmsu öðru. Hið opinbera leikur stórt hlutverk þegar kemur að stýringu þessa fjármagns og kemur alltaf við sögu þegar forsendur arðsemisgaps skapast í borgum. Á víðernum birtist arðsemisgapið hins vegar þannig að í stað þess að halda fjármagni frá stöðunum þannig að þeir drabbist niður, þá myndast gapið í grunninn vegna möguleika staðar til að öðlast virði, að minnsta kosti fyrir ferða- þjónustu. Darling31 skýrir þetta nánar og bendir á að virði lands til sveita sé endur- metið í þágu ferðamennsku og útivistar eftir að þær breytingar hafa orðið á framleiðsluháttum í dreifðum byggðum að frumvinnsla víkur fyrir þjónustuhag- kerfi.32 Þannig lýsir hún, með svipuðum hætti og Smith,25 hvernig fjármagn flýr sveitir með hnignandi landbúnaði og byggð, en um leið og byggðin drabbast niður skapast færi til tekjumyndunar og arðs með tilkomu gesta sem sækja í eyðibýlin og kyrrðina. Dæmi um verðmat á víðernum með þessum formerkjum eru fyrstu þjóðgarðar í heimi. Þeir voru stofn- aðir í Bandaríkjunum á seinni hluta 19. aldar utan um auðnir og óbyggðir eða svokölluð víðerni.33 Alfred Runte34 bendir á að ástæðan fyrir því að fámennum hópi náttúruverndarsinna hafi tekist að vernda þessi svæði hafi verið sú að á þeim tíma hafi svæðin ekki verið talin hafa neitt efnahagslegt virði (t.d. til námugraftar, landbúnaðar eða skógarhöggs), þ.e. verið einskis virði í hefðbundnum efnahagslegum skilningi.35 Hins vegar lá til grundvallar annað mat þar sem fjöll og villt náttúra voru dásömuð samkvæmt rómantísku stefnunni á 19. öld. Þessi fyrirbæri telj- ast einnig verðmæt fyrir náttúruferða- mennsku nú á tímum.36,37,38 Í því sam- hengi eru gæði víðerna gjarnan metin út frá tvennu; annars vegar út frá því hversu náttúrulegt umhverfið er og hins vegar út frá því hversu óaðgengilegt svæðið er. Gæði, og þar með mögulegt virði víðerna, eru þannig talin aukast eftir því sem svæði eru náttúrulegri og óaðgengilegri (2. mynd).39,40 Í fyrstu þjóðgörðunum komu snemma upp árekstrar milli verndar- gildis víðernanna og afþreyingargildis þeirra. Til dæmis vildu fyrirtæki í ferðaþjónustu og fólksflutningum bæta aðgengi að víðernunum með vegum, járnbrautum og stígum og selja sem flestum ferðir þangað.35,41 Það að selja einveru þótti því ekki góð viðskipta- hugmynd fyrir ferðaþjónustuna, þ.e. þá sem sjá um fólksflutninga, bjóða gistiþjónustu eða hagnast með öðrum hætti af því að þjónusta mikinn fjölda ferðamanna. Aftur á móti hafði verð- gildi víðerna án mannvirkja og með mjög takmörkuðu aðgengi aukist fyrir aðrar tegundir ferðaþjónustu, svo sem fyrirtæki sem gera út á gönguferðir þar sem gengið er með allan farangur á bakinu og ferðalangar leita eftir sem mestum víðernum. Þegar um víðerni er að ræða þarf þannig ekki að halda fjármagni frá áfangastaðnum til að skapa arðsemis- gap, hugmyndin um víðerni hefur þegar gert það. Gapið er til staðar þegar tækifæri til virðissköpunar myndast, til dæmis ef ferðamenn fara að sækja svæðið heim.31 Mælikvarðar um raunverulegan eða mögulegan arð af lítt röskuðu náttúru- svæði liggja ekki fyrir og þá þarf að skoða í hverju tilfelli fyrir sig. Slater42 bendir á að kjarni kenningarinnar um arðsemis- gapið felst í að virði sé afsprengi þeirrar vinnu sem framkvæmd er á svæðinu. Það er að segja: Landið öðlast ekki virði vegna utanaðkomandi þátta sem ekki tengjast eðli þess. Ekki hefur mikið verið skoðað hvaða vinna, og hverra, fer í öðlun náttúru- legra svæða. Einstaka rannsóknir hafa verið gerðar á landbúnaðarsvæðum, strandsvæðum43-47 og eyjum.48,49 Öðlun víðerna hefur hins vegar lítið sem ekk- ert verið rannsökuð. Grundvöllur öðlunar er arðsemis- gapið. Rannsóknir á myndun arðsemis- gaps á áfangastöðum ferðamanna þurfa að beinast að því hverjir skapa áfanga- staðina og ætla sér að hagnast á þeim. Rannsakendur þurfa að leitast við að svara spurningum eins og þeim hverjir eiga fjármagnið sem fer í framkvæmdir, hverjir móta stefnuna og hvernig hags- munatengslin eru. Með öðrum orðum: Hverjir sjá hag sinn í að skapa landinu skiptagildi og hvernig má ætla að þeir hagi sér við það?42 Með bættu aðgengi opnast staðir fleiri og fjölbreyttari hópum ferða- manna og höfða því til fjölbreyttari hvata ferðamanna. Þar með skapast tækifæri fyrir fjárfestingar í ferðaþjón- ustu á staðnum, og þær fylla þá mögu- lega arðsemisgapið. Svæðin öðlast virði 4. mynd. Lífsferill áfangastaða og arðsemisgapið. Brotalína sýnir arðsemi, heil lína fjölda ferða- manna. – Butler’s TALC model combined with the rent gap. Broken line represents possible rent, the whole line number of visitors.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.