Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 28
Náttúrufræðingurinn
108
1. tafla. Tegund gagna, staðir gagnaöflunar og tímabil. – Data collected, where and when.
Hengilssvæðið (A) Hvalárvirkjun (B) Virkjunarhugmyndir í 3. áfanga rammaáætlunar (C)
Energy utilization proposals from the third The Master
Plan for Nature Protection and Energy Utilization
Tegund gagna
Type of data
Spurningakönnun
(1.135 gild svör)
Survey, 1,135 valid
responses
15 hálfstöðluð viðtöl
15 semi-structured interviews
Spurningakönnun (2.075 gild svör) og 63 hálfstöðluð viðtöl
Survey, 2,075 valid responses and 63 semi-structured interviews
Staðir
Locations
Nesjavellir,
Dyradalur,
Reykjadalur
Ófeigsfjörður og
Strandir norðanverðar
Spurningakönnun við (Surveys at) Aldeyjarfoss, Hagavatn, Nýjadal, Hólaskjól og við Seltún og
Trölladyngju á Reykjanesskaga, auk Skagafjarðar. Viðtöl í (interviews in) Skagafirði, Skaftárhreppi,
Bláskógabyggð, Suður-Þingeyjarsýslu, á höfuðborgarsvæðinu (capital area) og Akureyri
Tímabil
Period
Sumar 2017
Summer 2015
Haust 2015
Autumn 2015
Sumar 2015 og vor 2016
Summer 2015 and spring 2016
fyrir ferðaþjónustuna, þau „vöruvæð-
ast“, en verða jafnframt einsleitari og
missa sérstöðu sína. Hættan er sú að
áfangastaðir öðlist eingöngu skiptagildi
á hnattvæddu markaðstorgi ferðaþjón-
ustu. Á 4. mynd er 2. og 3. mynd rennt
saman til að skýra samspilið milli lífs-
ferils áfangastaða og arðsemisgapsins.
Þar má sjá hvernig tækifæri til arðsemi
af ferðaþjónustu eru hvað mest þegar
áfangastaður er við það að mynda tengsl
sín við mögulega gesti og vaxa. Dæmi
um þetta má sjá í vexti íslenskrar ferða-
þjónustu undanfarin ár. Hins vegar er
áskorunin sú að skilja hverjir hafa hag af
því að fylla arðsemisgapið í tilfelli hvers
áfangastaðar, hvernig það er gert og
hvaða afleiðingar það hefur. Áskorunin
fyrir ferðaþjónustuna hér á landi hlýtur
að vera sú að forðast stig massatúrisma
eða fjöldaferðamennsku og þannig stig
hnignunar samkvæmt líkani Butlers.
Það telur Debord þó óhjákvæmilegt
um alla áfangastaði ferðamanna, þ.e.
að þeir verði að lokum staðleysur hins
hreina skiptagildis.
GÖGN OG AÐFERÐIR
Tvö svæði verða hér sérstaklega rýnd
til að skilja betur þær breytingar sem
verða á eðli áfangastaða ferðamanna
í náttúru Íslands með bættu aðgengi í
kjölfar virkjunarframkvæmda. Annars
vegar verða rýnd gögn sem aflað var
sumarið 2017 meðal gesta á Hengils-
svæðinu (A). Þar var lagt mat á áhrif
fyrirhugaðra virkjana á upplifun gesta,
útivist og ferðahegðun. Hins vegar er
byggt á matsskýrslu Verkíss um Hval-
árvirkjun í Ófeigsfirði1 og rannsókn
á áhrifum virkjunarinnar á ferða-
mennsku og útivist (B).50 Þessar tvær
nýlegu rannsóknir verða settar í sam-
hengi við röð fyrri rannsókna um áhrif
virkjunarframkvæmda á ferðamennsku
og útivist vegna vinnu við 3. áfanga
rammaáætlunar (verndar- og orkunýt-
ingaráætlunar) (C). Fjórar af virkjun-
arhugmyndunum sem þar um ræðir
eru í Skjálfandafljóti, þrjár í Skagafirði,
tvær á Sprengisandi, tvær á Reykjanes-
skaga, ein í Skaftá og ein við Hagavatn.
Kannanirnar sem gerðar voru meðal
ferðamanna eru þeim annmarka háðar
að þær eru gerðar að sumri til og lýsa
því einungis viðhorfi þeirra sem fara
um viðkomandi svæði á sumrin. Yfirlit
gagna má sjá í 1. töflu.
Síðastnefnda gagnasafnið (C) sam-
anstendur af tvenns konar gögnum.
Annars vegar var spurningakönnun
lögð fyrir ferðamenn við Aldeyjarfoss,
Hagavatn, Nýjadal, Hólaskjól, og Seltún
og Trölladyngju á Reykjanesskaga, auk
Skagafjarðar. Gagnasöfnun hófst um
miðjan júlí 2015 við Seltún og lauk um
miðjan ágúst við Skjálfandafljót og var
listunum dreift í 5–7 daga á hverjum
stað. Einn spyrill dreifði spurninga-
listum til ferðamanna á áfangastöð-
unum að jafnaði allan daginn. Alls
fengust 2.075 útfylltir spurningalistar.
Flest svör fengust frá ferðamönnum við
Seltún, eða 751, en fæst við Nýjadal, eða
88 svör. Samantekt þessara kannana má
sjá í skýrslu Önnu Dóru Sæþórsdóttur,
Birgittu Stefánsdóttur og Þorkels Stef-
ánssonar.51 Hins vegar voru tekin hálf-
stöðluð viðtöl í byrjun árs 2016 við 63
ferðaþjónustuaðila á sex svæðum: 19 í
Skagafirði, 17 á höfuðborgarsvæðinu,
8 í Skaftárhreppi, 6 í Bláskógabyggð, 7
í Suður-Þingeyjarsýslu (Norðurþingi,
Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi) og
6 á Akureyri. Viðmælendur voru valdir
með markvissri úrtaksaðferð þar sem
leitast var við að tala við þá sem hafa
beinna hagsmuna að gæta á því svæði
þar sem viðkomandi virkjun gæti haft
áhrif. Slíkir hagsmunir eru einkum
taldir felast í því að vera með ferðir
um svæðið eða reka gistingu í næsta
nágrenni við það. Ýtarlega greiningu á
niðurstöðum úr þessum rannsóknum
má sjá í sex útgefnum skýrslum, einni
um hvert svæði.52-57
Gögnin um áhrif virkjunar Hvalár á
ferðamennsku og útivist (B) byggjast á
15 hálfstöðluðum viðtölum frá tímabil-
inu 27. október til 27. nóvember 2015,
þar af fimm við ferðamenn og átta við
ferðaþjónustuaðila. Tveir viðmæl-
endur féllu ekki beint í þessa flokka.
Byggt var á fimm fyrirfram ákveðnum
þemum: 1) núverandi starfsemi/reynsla
af ferðamennsku, 2) núverandi aðdrátt-
arafl svæðisins, 3) framtíðaráform og
væntingar, 4) núllkostur, þ.e. framtíð
svæðisins án virkjunar og 5) viðhorf
til fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Auk
þess var viðmælendum veitt rými til að
bæta við eigin sjónarmiðum eða annarri
reynslu eða viðhorfum.50
Sumarið 2017 var aflað gagna um
ferðamenn yfir þrjú tímabil, 1. júní til
6. júlí, 7. júlí til 10. ágúst og síðast 11.
ágúst til 15. september á Hengilssvæð-
inu (A) og lýsandi tölfræði unnin úr
þeim á vegum Rannsóknamiðstöðvar
Háskólans á Akureyri (RHA). Gögnum