Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 117 sem á grunnu vatni afmarkast af hreyf- ingum sjávar, og á dýpra vatni af dvín- andi áhrifum sólarljóss. Í þeim rann- sóknum á Vestfjörðum og í Húnaflóa sem hér er fjallað um voru kóralþör- ungar vöxtulegastir og útbreiddastir á grunnu vatni, 7–20 metra dýpi eða svo, en strjálli og rýrari þar fyrir neðan. Franska heitið maërl er notað um kalkþörungaset. Ekki mun þó samkomu- lag um nákvæma skilgreiningu á því heiti (Karl Gunnarsson, munnl. uppl.). Reynt hefur verið að nota heitið mærlingur hér á landi en það hefur ekki fest í sessi. Auk dauðra kalkþörunga eru í setinu ýmis íblöndunarefni og leifar margvíslegra annarra lífvera, og land- rænt efni af ýmsu tagi. Kalkþörungar eru mjög hægvaxta lífverur. Könnun, sem starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar2 gerðu að ósk Kalk- þörungafélagsins á árunum 2013–2014 á framleiðni og kalkmyndun kalkþörunga á botni við Reykjanes í Djúpi leiddi í ljós að framleiðni kalks er þar um 220 g/m2 á ári. Þetta er í lægri kanti mæliniður- staðna í Norður-Atlantshafi. Fjórir kjarnar úr kalkþörungaseti við Reykjanes í Ísafjarðardjúpi voru viðfangsefni BS-verkefnis við Háskóla Íslands.3 Með mælingum á segulviðtaki og kolefnisinnihaldi setsins mátti tengja myndunarsögu efnisins í kjarnanum við sögu annarra setkjarna frá þessum landshluta. Niðurstaðan var meðal annars að setið hefði myndast á nútíma (síðustu 10 þúsund árum). Kalkþörungaset hefur lengi verið hagnýtt í öðrum löndum. Til dæmis hefur það verið numið við Cornwall í Englandi og nýtt til jarðvegsbóta frá 18. öld að minnsta kosti, og við Frakklands- strendur frá upphafi 19. aldar.4 Vinnsla á þessum svæðum hefur dregist mjög saman. Kalkþörungar hafa verið hag- nýttir víðar á Bretlandseyjum, svo sem á Írlandi. Auk nýtingar til jarðvegsbóta hefur notkun kalkþörunga til íblöndunar í skepnufóður farið vaxandi og einnig sem fæðubótarefni fyrir menn. Á síðustu áratugum hefur þrengt að kalkþörunga- námi af umhverfisástæðum. Kóralþör- ungar eru viðkvæmir fyrir hvers kyns röskun. Lifandi kóralþörungar mynda sérstakt vistkerfi á botni þar sem mikill fjöldi lífverutegunda hefur búsetu. Þeir skýla ungviði af ýmsu tagi, og þykja því verðir varðveislu.5 4. mynd. Endurvarpssnið yfir Langanesgrunn frá SV til NA. Sniðið er 1200 metra langt. Setlög ofan á klöpp eru auðkennd. Þau mynda hjalla báðum megin við klapparbotn á miðju grunninu og ná hér um sjö metra þykkt. Lega sniðsins er sýnd á 6. mynd. Láréttar línur sýna endur- varpstíma hljóðmerkis og eru 10 millisekúndur milli lína, sem jafngildir um 7,5 metra dýpi. – Seismic reflection profile across Langanesgrunn from SW to NE showing sediments on top of bedrock. These form terraces on both sides of a bedrock ridge exposed along the centre of the Langanesgrunn. Maximum sediment thickness in this section about seven metres. Position of section indicated in Fig. 6. Horizontal scale lines at an interval of 10 milliseconds, or ca. 7.5 metres. Length of section 1200 metres. Áður hefur nokkuð verið fjallað um útbreiðslu kalkþörunga við Ísland. Helgi Jónsson6 hefur lýst auðugu sam- félagi kalkþörunga í Arnarfirði og vitn- aði í Bjarna Sæmundsson um kalkþör- unga í fjörðum inn af Ísafjarðardjúpi. Einnig skýrði hann frá kalkþörungum í Eyjafirði og í fjörðum á Austurlandi. Þá minntist hann á kalkþörunga í Hval- firði. Adey7 og Adey o.fl.8 könnuðu kalkþörungaskán víðs vegar við landið. Karl Gunnarsson9 hefur lýst kalkþör- ungasvæðinu við Langanes í Arnarfirði, meðal annars útbreiðslu þörunganna þar og öðrum þörungum sem þar þrífast. Karl hefur auk þess fundið kalk- þörunga á botni víðs vegar við landið, svo sem í Hvalfirði, Eyjafirði og á Aust- fjörðum (Karl Gunnarsson, munnl. uppl. 2018). Kjartan Thors og Guðrún Helgadóttir10 fundu kalkþörunga víða um sunnanverðan Húnaflóa þegar þau leituðu að skeljasandi til notkunar við jarðvegsbætur. Þannig hefur vitneskja um tilvist kalkþörunga á ýmsum svæðum við Ísland legið fyrir um alllangt skeið. 5. mynd. Endurvarpssnið inn Reykjarfjörð frá N til S. Sniðið er 1260 metra langt. Setlög á klöpp eru auðkennd. Klöppin myndar breiðan þröskuld í mynni fjarðarins og setlögin hafa myndast ofan á honum. Þykkt setlaganna er að mestu um fimm metrar, en rúmlega átta metrar nyrst og syðst. U.þ.b. 7,5 metrar á milli láréttra lína. Lega sniðsins er sýnd á 7. mynd. – A North- -South seismic reflection profile representing a 1260 metres’ long section from Reykjarfjörður. Sediments are seen to overlie a broad bedrock threshold at the mouth of the fjord. Sediment thickness of about five metres reaches about eight metres at the northern and southern ends of the section. The position of the profile is shown in Fig. 7.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.