Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 38
Náttúrufræðingurinn 118 HAGNÝTING OG ÁHUGI Á HAGNÝT- INGU FRÁ SÍÐUSTU ALDAMÓTUM Þrátt fyrir ýmsar vangaveltur komust hugmyndir um hagnýtingu kalkþörunga í Arnarfirði lengi vel ekki af hugmynda- stigi. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hóf á árinu 1999 könnun á stöðu þessara mála og skoðaði markaði fyrir kalkþör- unga innanlands sem erlendis. Í þessari vinnu kom fram áhugi á samstarfi frá írska fyrirtækinu Celtic Sea Miner- als. Það fyrirtæki hafði náð ákveðnum áfanga í vöruþróun við vinnslu kalk- þörunga, en hafði ekki aðgang að hrá- efni til að mæta væntanlegri eftirspurn. Í lok árs 1999 var undirrituð viljayfirlýs- ing um samstarf um vinnslu íslenskra kalkþörunga, ef rannsóknir staðfestu að til staðar væri kalkþörungaset í vinn- anlegu magni og af æskilegum gæðum. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða gekkst því fyrir rannsóknum á þekktum kalk- þörungasvæðum í Arnarfirði, þ.e. á Langanesgrunni og í Reykjarfirði, og hófust þær í júní 2000. Síðar var ákveðið að útvíkka þessar rannsóknir svo þær veittu yfirsýn yfir kalkþörunga- set í Arnarfirði öllum. Um þetta leyti var Íslenska kalkþörungafélagið stofnað um verkefnið af hálfu Atvinnuþróunarfé- lagsins (Aðalsteinn Óskarsson, munnl. uppl. 2018). Síðla árs 2003 lágu fyrir upplýsingar um magn og útbreiðslu kalkþörungasets í Arnarfirði, mat á umhverfisáhrifum efnisvinnslu og starfsleyfi, og keypti Celtic Sea Minerals þá Íslenska kalk- þörungafélagið. Nýbyggð verksmiðja á Bíldudal hóf síðan framleiðslu kalkþör- ungaafurða haustið 2007. Hún fram- leiðir „áburð, dýrafóður, hráefni til frek- ari matvæla- og bætiefnavinnslu og hrá- efni til vatnshreinsunar. Dýrafóður fer að hluta beint út til Sádi-Arabíu, kalkþörungar til vatnshreinsunar að mestu til Frakklands og efni til frekari matvæla- og bætiefnavinnslu út til Bret- lands. Það efni endar að lokum í mat- vælum og fæðubótarefnum um allan heim. Öðrum afurðum frá Bíldudal er endurpakkað úti á Írlandi og þaðan fluttar út á erlenda markaði.“11 Samhliða rannsóknum í Arnarfirði var efnt til sams konar rannsókna í Húnaflóa, og hófust þær í Hrútafirði árið 2001. Upphaf þeirra athugana var á vegum Kalkþörungafélagsins, en fljót- lega tók sveitarfélagið Húnaþing vestra við umsjón með verkefninu. Árið 2009 vildi franska fyrirtækið Groupe Roullier kanna möguleika á kalkþörungavinnslu á Íslandi, en fyrir- tækið var og er öflugt á þessu sviði í heimalandi sínu. Fyrirtækið lét kanna svæði í innanverðu Ísafjarðardjúpi í þessu skyni og gekkst fyrir borunum í kalkþörungaset í Hrútafirði og Miðfirði. Fulltrúar fyrirtækisins áttu einnig við- ræður við sveitarstjórnarmenn Húna- þings vestra um möguleika á kalkþör- ungavinnslu í Húnaflóa. Ekki varð af framkvæmdum. Eftir nokkurra ára starfsemi á Bíldu- dal vildi Kalkþörungafélagið afla frek- ari upplýsinga um útbreiðslu kalkþör- unga á Vestfjörðum. Árin 2011 og 2012 var því leitað að kalkþörungum í öllum fjörðum (nema Arnarfirði) frá Patreks- firði að Hornströndum. Í ljós kom að utan Arnarfjarðar var kalkþörunga ekki að finna í teljandi mæli annars staðar en í Ísafjarðardjúpi (að meðtöldum Jökul- fjörðum). Þar reyndust þeir hins vegar mjög útbreiddir. Hér verður lýst niðurstöðum kannana á útbreiðslu og magni kalkþörungasets, sem Jarðfræðistofa Kjartans Thors hefur unnið frá síðustu aldamótum. ÚTBREIÐSLA KALKÞÖRUNGASETS ARNARFJÖRÐUR Eins og áður segir hófust rann- sóknir á vegum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða í Arnarfirði árið 2000. Í firðinum voru þekkt tvö kalkþörunga- 6. mynd. Útbreiðsla og þykkt kalkþörunga- sets við Langanes, þ.e. á Langanesgrunni og þaðan inn með Arnarfirði sunnanverðum og loks frá Langanesi suður að Steinanesi. Sýnd er lega sniðsins á 4. mynd. Á þessari mynd og öðrum útbreiðslukortum eru jafnþykktarlínur sets dregnar með 2 m þykktarbili. Litur hverr- ar línu sýnir þykktargildi hennar í samræmi við þykktarkvarða í vinstra horni myndar. Á þessari loftmynd og öllum þeim sem á eftir koma er norður beint upp. – Distribution and thickness of maërl in Arnarfjörður. Position of seismic profile of Fig. 4 is indicated. The lines of equal sediment thickness are colour coded as indicated.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.