Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 38
Náttúrufræðingurinn
118
HAGNÝTING OG ÁHUGI Á HAGNÝT-
INGU FRÁ SÍÐUSTU ALDAMÓTUM
Þrátt fyrir ýmsar vangaveltur komust
hugmyndir um hagnýtingu kalkþörunga
í Arnarfirði lengi vel ekki af hugmynda-
stigi. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
hóf á árinu 1999 könnun á stöðu þessara
mála og skoðaði markaði fyrir kalkþör-
unga innanlands sem erlendis. Í þessari
vinnu kom fram áhugi á samstarfi frá
írska fyrirtækinu Celtic Sea Miner-
als. Það fyrirtæki hafði náð ákveðnum
áfanga í vöruþróun við vinnslu kalk-
þörunga, en hafði ekki aðgang að hrá-
efni til að mæta væntanlegri eftirspurn.
Í lok árs 1999 var undirrituð viljayfirlýs-
ing um samstarf um vinnslu íslenskra
kalkþörunga, ef rannsóknir staðfestu
að til staðar væri kalkþörungaset í vinn-
anlegu magni og af æskilegum gæðum.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða gekkst
því fyrir rannsóknum á þekktum kalk-
þörungasvæðum í Arnarfirði, þ.e. á
Langanesgrunni og í Reykjarfirði, og
hófust þær í júní 2000. Síðar var
ákveðið að útvíkka þessar rannsóknir
svo þær veittu yfirsýn yfir kalkþörunga-
set í Arnarfirði öllum. Um þetta leyti var
Íslenska kalkþörungafélagið stofnað um
verkefnið af hálfu Atvinnuþróunarfé-
lagsins (Aðalsteinn Óskarsson, munnl.
uppl. 2018).
Síðla árs 2003 lágu fyrir upplýsingar
um magn og útbreiðslu kalkþörungasets
í Arnarfirði, mat á umhverfisáhrifum
efnisvinnslu og starfsleyfi, og keypti
Celtic Sea Minerals þá Íslenska kalk-
þörungafélagið. Nýbyggð verksmiðja á
Bíldudal hóf síðan framleiðslu kalkþör-
ungaafurða haustið 2007. Hún fram-
leiðir „áburð, dýrafóður, hráefni til frek-
ari matvæla- og bætiefnavinnslu og hrá-
efni til vatnshreinsunar. Dýrafóður
fer að hluta beint út til Sádi-Arabíu,
kalkþörungar til vatnshreinsunar að
mestu til Frakklands og efni til frekari
matvæla- og bætiefnavinnslu út til Bret-
lands. Það efni endar að lokum í mat-
vælum og fæðubótarefnum um allan
heim. Öðrum afurðum frá Bíldudal er
endurpakkað úti á Írlandi og þaðan
fluttar út á erlenda markaði.“11
Samhliða rannsóknum í Arnarfirði
var efnt til sams konar rannsókna í
Húnaflóa, og hófust þær í Hrútafirði
árið 2001. Upphaf þeirra athugana var
á vegum Kalkþörungafélagsins, en fljót-
lega tók sveitarfélagið Húnaþing vestra
við umsjón með verkefninu.
Árið 2009 vildi franska fyrirtækið
Groupe Roullier kanna möguleika á
kalkþörungavinnslu á Íslandi, en fyrir-
tækið var og er öflugt á þessu sviði í
heimalandi sínu. Fyrirtækið lét kanna
svæði í innanverðu Ísafjarðardjúpi í
þessu skyni og gekkst fyrir borunum í
kalkþörungaset í Hrútafirði og Miðfirði.
Fulltrúar fyrirtækisins áttu einnig við-
ræður við sveitarstjórnarmenn Húna-
þings vestra um möguleika á kalkþör-
ungavinnslu í Húnaflóa. Ekki varð af
framkvæmdum.
Eftir nokkurra ára starfsemi á Bíldu-
dal vildi Kalkþörungafélagið afla frek-
ari upplýsinga um útbreiðslu kalkþör-
unga á Vestfjörðum. Árin 2011 og 2012
var því leitað að kalkþörungum í öllum
fjörðum (nema Arnarfirði) frá Patreks-
firði að Hornströndum. Í ljós kom að
utan Arnarfjarðar var kalkþörunga ekki
að finna í teljandi mæli annars staðar en
í Ísafjarðardjúpi (að meðtöldum Jökul-
fjörðum). Þar reyndust þeir hins vegar
mjög útbreiddir.
Hér verður lýst niðurstöðum kannana
á útbreiðslu og magni kalkþörungasets,
sem Jarðfræðistofa Kjartans Thors
hefur unnið frá síðustu aldamótum.
ÚTBREIÐSLA KALKÞÖRUNGASETS
ARNARFJÖRÐUR
Eins og áður segir hófust rann-
sóknir á vegum Atvinnuþróunarfélags
Vestfjarða í Arnarfirði árið 2000. Í
firðinum voru þekkt tvö kalkþörunga-
6. mynd. Útbreiðsla og þykkt kalkþörunga-
sets við Langanes, þ.e. á Langanesgrunni og
þaðan inn með Arnarfirði sunnanverðum og
loks frá Langanesi suður að Steinanesi. Sýnd
er lega sniðsins á 4. mynd. Á þessari mynd og
öðrum útbreiðslukortum eru jafnþykktarlínur
sets dregnar með 2 m þykktarbili. Litur hverr-
ar línu sýnir þykktargildi hennar í samræmi
við þykktarkvarða í vinstra horni myndar. Á
þessari loftmynd og öllum þeim sem á eftir
koma er norður beint upp. – Distribution and
thickness of maërl in Arnarfjörður. Position of
seismic profile of Fig. 4 is indicated. The lines
of equal sediment thickness are colour coded
as indicated.