Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 40
Náttúrufræðingurinn
120
8. mynd. Um hálfs metra langur bútur úr
kjarna úr kalkþörungaseti. Kjarninn hefur
verið klofinn að endilöngu og sýnir dæmi-
gert vestfirskt kalkþörungaset. Í setinu eru
ljós kalkþörungabrot í gráum grunnmassa
sem er að meginhluta fínefni af landrænum
uppruna. Kjarninn var tekinn austan
Æðeyjar í Ísafjarðardjúpi. – A half-metre
core of maërl. The core has been split
lengthwise and shows maërl typical of NW-
Iceland. The sediment consists of Litho-
thamnion fragments in a grey groundmass of
mainly terrigenous origin. Core from Æðey in
Ísafjarðardjúp.
finnast auk kalkþörungabrota skeljar
og skeljabrot af ýmsu tagi. Á 8. mynd
er sýndur bútur úr kjarna úr kalkþör-
ungaseti. Kjarninn hefur verið klofinn
að endilöngu og opnaður. Í kjarnanum
er dæmigert vestfirskt kalkþörungaset,
þ.e. blanda af kalkþörungabrotum og
gráum grunnmassa.
Kalkþörungasetið í Arnarfirði inni-
heldur umtalsvert magn af fínefnum,
silti og leir, en nákvæm kornastærðar-
greining fór ekki fram. Setið var aðal-
lega gert úr grófum kalkþörungabrotum
annars vegar og hins vegar fínna efni,
einkum af landrænum toga, og var
þess vegna látið nægja að skipta því í
tvo stærðarhluta með 1 mm sigti. Með
þessu fékkst gróft mat á hlutfalli kalks
í setinu. Einnig fékkst mæling á magni
„fínefnis“ í setinu, þ.e. samanlagðs hluta
sands, silts og leirs. Þessi hluti setsins
skiptir máli því að magn fínefnisins var
látið hafa áhrif á val á svæðum þar sem
efnistaka var leyfð.
ÍSAFJARÐARDJÚP, JÖKULFIRÐIR
Eftir nokkurra ára starfsemi á Bíldu-
dal fékk Kalkþörungafélagið áhuga á að
afla frekari upplýsinga um kalkþörunga-
set á Vestfjörðum. Því var efnt til leitar
á öllum fjörðunum sumrin 2010, 2011
og 2012. Sumarið 2011 var myndbands-
tökuvél dregin yfir botni í því skyni að
kortleggja útbreiðslu kalkþörunga á
botninum. Farið var um alla firðina frá
Patreksfirði að Hornströndum, nema
í Arnarfjörð og Súgandafjörð. Sumrin
2010 og 2012 voru mældar setþykktir
í fjörðunum.
Niðurstaðan af þessari yfirlitsrann-
sókn var að kalkþörunga væri ekki að
finna í merkjanlegum mæli í fjörðunum
nema í Ísafjarðardjúpi að meðtöldum
Jökulfjörðum. Þar reyndust vera mjög
víðáttumiklir sethjallar á grunnsævi.
Til að staðfesta að um kalkþörungaset
væri að ræða voru borkjarnar teknir
úr setlögum víðs vegar í Djúpinu og í
Jökulfjörðum. Hér á eftir verður lýst
dreifingu kalkþörungasetsins. Einnig
verður minnst á gerð setsins eins og
hún birtist í borkjörnunum. Til hægðar-
auka verður svæðinu skipt niður í
smærri einingar.
Jökulfirðir
Í norðanverðum Jökulfjörðum eru
víða kalkþörungar á grynningum með-
fram landi. Næstum samfellt lag af
kalkþörungaseti liggur meðfram landi
austan Hesteyrarfjarðar, inn í Veiði-
leysufjörð og út með honum að austan
(9. mynd). Þykkt setsins fer á nokkrum
stöðum yfir 6 metra. Á þessu svæði
mældist rúmmál setlaganna tæplega 7,6
milljónir rúmmetra.
Meðfram ströndinni milli Veiði-
leysufjarðar og Lónafjarðar er nokkuð
samfellt lag af kalkþörungaseti en er
víðast svo þunnt að 2 metra jafnþykkt-
arlínan nær ekki til þess (10. mynd).
Meðfram suðurströndinni eru hins
vegar samfelld setlög sem ná langt inn
í Hrafnfjörð. Þessi massi mælist 32,8
milljónir rúmmetra.
Samkvæmt framansögðu mælast
samanlagt um 40,4 milljónir rúmmetra
af kalkþörungaseti í Jökulfjörðum.
Fróðlegt er að rifja upp til samanburðar
að í Arnarfirði mældust rúmmetrarnir
20,5 milljónir. Borkjarnar voru teknir í
Hrafnfirði og vestan hans, en ekki rann-
sakaðir þar sem heppilegra var talið að
beina athyglinni að svæðum sem nær
væru þéttbýli og höfnum.
Æðey
Við Æðey, sérstaklega austan hennar,
eru miklar breiður af kalkþörungaseti (11.
mynd). Þykkt setsins fer yfir 8 metra þar
sem mest er. Austan eyjarinnar mælast
32,4 milljónir rúmmetra af kalkþörunga-
seti, en vestan hennar rúmlega 7 millj-
ónir. Hluti skýringar á þessum mun er að
setlögin austan Æðeyjar hafa lagst ofan
á víðáttumikið og slétt yfirborð klappar.
Yfirborð klapparinnar vestan eyjarinnar
er hins vegar mjög óslétt með djúpum
lægðum, og því minna hlutfall botnsins
hulið kalkþörungaseti. Borkjarnar teknir
austan eyjarinnar sýndu að í setinu er til-
tölulega hátt hlutfall grófs efnis (>1 mm),
áþekkt setinu í Arnarfirði.
Seyðisfjörður, Hest-
fjörður, Skötufjörður
Sunnan Djúps finnst kalkþörunga-
set í Seyðisfirði, Hestfirði og Skötufirði
(12. mynd). Í Seyðisfirði er þetta á tak-
mörkuðu svæði í norðaustanverðum
firðinum, og í Skötufirði finnst setið
á mjórri ræmu meðfram norðaustur-
strönd fjarðarins. Í Hestfirði er hins
vegar töluvert svæði hulið kalkþör-
ungaseti. Norðurhluti fjarðarins er til-
tölulega grunnur og hafa kalkþörungar
náð fótfestu á þröskuldi í fjarðarmynn-
inu (sjá 2. mynd). Rúmmálstölur eru:
Seyðisfjörður: 550 þúsund rúmmetrar,
Hestfjörður: 7,2 milljónir rúmmetra, og
Skötufjörður: 3,8 milljónir. Borkjarnar
úr Hestfirði mældust með hátt hlutfall
fínefna (<1 mm).
Kaldalón, Mjóifjörður,
Brestsker og Vatnsfjörður
Innar í Djúpinu eru víðáttumiklar
kalkþörungabreiður (13. mynd). Á
grynningum utan Kaldalóns eru til