Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 121 9. mynd. Þykkt kalkþörungasets í Hesteyrarfirði og Veiðileysufirði í Jökulfjörðum. Setið finnst á afmörkuðum blettum í Hesteyrarfirði en er nokkuð samfellt í Veiðileysufirði. – Distribution and thickness of maërl in northern Jökulfirðir. 10. mynd. Setþykkt í sunnan- og austanverðum Jökulfjörðum. Víðáttumiklar breiður af kalkþör- ungaseti eru í Hrafnfirði og út með landi á sunnanverðu svæðinu. – Distribution and thickness of maërl in southern and eastern Jökulfirðir. Extensive deposits in and to the west of Hrafnfjörður. dæmis setlög sem ná margra metra þykkt. Borkjarnar á litlum hluta af þessu svæði innihéldu hátt hlutfall grófra efna, en víðast hvar voru fínefni ráð- andi. Heildarrúmmál setsins mældist tæplega 18 milljónir rúmmetra. Meðfram vesturströnd Mjóafjarðar, allt frá brú út undir Ögurhólma, er kalk- þörungaset að finna. Í mynni fjarðarins eru víðáttumiklar grynningar með kalk- þörungaseti. Rúmmál þessa sets er tæp- lega 26 milljónir rúmmetra. Setið á nyrðri helmingi þessa svæðis er tiltölulega gróft. Með austurströnd Mjóafjarðar er löng setlinsa, 2,4 milljónir rúmmetra. Samsetning efnisins er ekki þekkt þar sem ekki var borað í þetta set. Úti í miðju Djúpi eru grynningar umhverfis Brestsker. Á þessu grunni og umhverfis það eru kalkþörungaset- lög sem ná allt að 6 metra þykkt. Magn þessa sets er um 4,7 milljónir rúmmetra. Á grynningunum norðan Vatns- fjarðarness og inn með nesinu að austan, allt að Sveinhúsanesi, eru tölu- verð lög af kalkþörungaseti. Setþykkt á þessu svæði fer víða yfir 6 metra. Borkjarnar voru teknir úr þessu seti á vegum Groupe Roullier og rannsakaðir erlendis. Skoðun kjarnanna leiddi í ljós að um er að ræða kalkþörungaset. Reykjanes, Borgarey, Ísafjörður Setlögin við Vatnsfjörð halda áfram inn með landi, fyrir Reykjarfjörð og inn með Reykjanesi (14. mynd). Þau ná nokkurra metra þykkt. Samanlagt rúm- mál þessara setlaga, laganna norður með Vatnsfjarðarnesi og laganna norðan Vatnsfjarðarness er tæplega 9,8 milljónir rúmmetra. Í Ísafirði eru setlög báðum megin fjarðar en vegna aðdýpis eru þetta ekki víðáttumiklar breiður. Enn er ógetið kalkþörungasets á grynningum við Borgarey. Umhverfis eyna, ekki síst á grynningum norðan og sunnan við hana, eru umtalsverð setlög sem ná töluverðri þykkt, yfir 10 metrum þar sem mest er. Rúmmál þessa sets eru tæplega 9,7 milljónir rúmmetra. Samantekt um Ísafjarðardjúp Af framansögðu er ljóst að í Ísa- fjarðardjúpi og Jökulfjörðum er gríðar- legt magn kalkþörungasets. Mælingar á vegum Kalkþörungafélagsins sum- arið 2012 leiddu í ljós um 140 milljón rúmmetra af seti. Þetta var ónákvæm tala og í henni felast setlög sem ekki eru áhugaverð til hagnýtingar vegna fínefna. Í þessari tölu fólust hins vegar ekki setlögin við Vatnsfjörð, Reykjar- fjörð og Borgarey. Óhætt mun því að ætla að í Djúpi og Jökulfjörðum sé um sjö sinnum meira af kalkþörungaseti en í Arnarfirði. HÚNAFLÓI Á grundvelli upplýsinga sem fram komu í grein Kjartans Thors og Guð- rúnar Helgadóttur 198010 óskaði Íslenska kalkþörungafélagið eftir því í samráði við sveitarstjórn Húnaþings vestra að hugsanleg kalkþörungasvæði í Húnaflóa yrðu könnuð. Fyrsti áfangi þess verkefnis voru setþykktarmælingar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.