Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 127 2. mynd. Smásjáin Heimdal, samanbrotin í kassa. – The microscope Heimdal, folded in its store box. Ljósm./Photo: Timo Mappes, www.musoptin.com. lögðu 8. september af stað með Esjunni frá Reykjavík til Austfjarða. Ferðinni var heitið til Egilsstaða og voru þeir þar að rannsóknum við Lagarfljót dagana 16. til 22. september 1925. Alþingi veitti með þingsályktun 3.000 krónur til áframhaldandi rann- sókna árið 1926. Var Norðurland, þar á meðal Mývatn, á áætlun það ár. Hinn 26. maí barst Búnaðarfélagi Íslands hins vegar símskeyti þar sem Reinsch biður um frest í eitt ár vegna veikinda. Búnaðarþing (1927) gerði ráðstaf- anir til að fjárveitingin flyttist milli ára. Þingið fór einnig fram á að stjórn Bún- aðarfélagsins kæmi á samvinnu á milli þeirra Pálma Hannessonar (1898–1956), kennara á Akureyri og síðar rektors Menntaskólans í Reykjavík. Var ætlunin að Pálmi héldi rannsóknunum áfram síðar og heimilaði þingið nauðsynlega fjárveitingu til þess. Ekkert varð þó af frekari ferðum Reinsch til Íslands og lést hann af völdum krabbameins hinn 6. júlí 1927 á 32. aldursári. Tvær skýrslur um niðurstöður rann- sóknanna á árinu 1925 voru þýddar og birtar í Búnaðarriti 1926: Um rann- sóknir á Lagarfljóti,1 og Rannsóknir á veiðivötnum og ám II,2 sem fjallaði um klakhús. Á þessum árum birtust aðrar greinar eftir Reinsch í þýskum tímaritum, meðal annars grein um húsdýr á Íslandi,3 um feltsmásjána Heimdal4 og um vatna- líffræðirannsóknir hans á Íslandi.5 Sú grein fjallar um aðdraganda og búnað rannsóknanna en ekki um niðurstöður þeirra. Reinsch lifði ekki að sjá tvær síð- ari greinarnar birtar. Greinargerð með tillögum allsherj- arnefndar Búnaðarfélags Íslands 1927 um laxaklak og rannsókn veiðivatna var birt í Búnaðarriti sama ár. Þar kemur fram að enn séu óprentaðar skýrslur eftir Reinsch hjá Búnaðarfélaginu um rannsóknir í Þingvallavatni, Laugarvatni og Apavatni. Höfundur þessarar saman- tektar fór yfir kassa með gögnum Bún- aðarfélagsins fyrir árin 1925 til 1928 hjá Þjóðskjalasafni Íslands en fann ekki þessar skýrslur. Í gögnum Búnaðarfélags Íslands fyrir 1928 hjá Þjóðskjalasafninu er afrit af bréfi Búnaðarfélagsins til Pálma Hannessonar, dags. 22. febrúar 1928, þar sem fram kemur að Reinsch hafi ánafnað Búnaðarfélagi Íslands áhöld sín og að atvinnumálaráðuneytið hafi falið Sveini Björnssyni (1881–1952) sendiherra í Kaupmannahöfn, síðar forseta Íslands, að taka á móti þeim og senda þau hingað heim. Höfundur hefur ekki reynt að fræðast frekar um afdrif þessara tækja. Pálmi Hannesson var ráðunautur Búnaðarfélags Íslands um veiðimál frá 1927 þar til hann varð rektor mennta- skólans í Reykjavík árið 1929. Á ráðu- nautsárum sínum samdi hann meðal annars drög að frumvarpi um fiski-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.