Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 52
Náttúrufræðingurinn
132
reglulega yfir tímabilið.18 Auk grein-
inga á sýnunum fyrir rannsóknina sem
hér greinir frá voru þau notuð í öðrum
rannsóknum til að rannsaka hvort
ljóstillífun í Mývatni hefur áhrif á sam-
sætuhlutföll kísils (Si), liþíums (Li) og
mólýbdens (Mo).19–21 Ísalög hafa áhrif á
hreyfingar vatnsins, súrefnisástand þess
og gegnsæi, og þar með á möguleika til
ljóstillífunar í vatninu. Vorið 2000 var
ísaleysingum lokið á Mývatni þann 9.
maí 2000 en ísinn var farinn að brotna
mikið upp um miðjan apríl (Árni
Einarsson, munnl. uppl.). Sumarið 2000
var vatnið tært og alltaf sást til botns
þegar athuganir voru gerðar. Lítið var
um þörungablóma af völdum blágrænu-
bakteríutegundarinnar Anabaena flos-
aquae, eða leirlosi, eins og Mývetningar
kalla slíkan blóma. Hinn 7. ágúst 2000
var leirlos þó hafið í Ytriflóa og 30. ágúst
2000 var A. flos-aquae í vatninu bæði
í Ytri- og Syðriflóa en ekki í miklum
þéttleika (Árni Einarsson, munnl.
uppl.). Sumarið 2000 var þéttleiki
mýflugna hins vegar mjög mikill.17
Staðir sýnatökustöðva þar sem rann-
sókn á innri efnahringrás Mývatns fór
fram eru sýndir á 2. mynd (stöðvar 95,
B2 og HO).15–17 Stöðin við Héðinshöfða
(HO) var næst innstreymi lindavatnsins,
þá B2 á Strandbolum en stöð 95 í Nes-
landavík var fjærst innstreymi linda-
vatnsins. Hluti af niðurstöðum úr þeirri
rannsókn, sem ekki hafa birst áður, eru
kynntar í þessari grein.
AÐFERÐIR
Sýnum var safnað af brú yfir Laxá
ofan Helluvaðs og af bakka úr Geira-
staðaskurði ofan við stíflu (2. mynd).
Loftmyndin (1. mynd) sem tekin var
ofan við sýnatökustaðinn í Laxá sýnir
vel útfall Mývatns í Geirastaðaskurði
sem er vinstra megin á myndinni, rétt
ofan við miðju. Tólf sýnum var safnað
í Laxá og tíu sýnum í Geirastaðaskurði
á tímabilinu. Sýnum úr Laxá var safnað
nálægt rennslisgæfum vatnshæðarmæli
við Helluvað sem gerir kleift að reikna
efnaframburð um farveginn. Ekki var
mögulegt að mæla rennsli úr Geira-
staðaskurði á tímabilinu. Styrkur líf-
ræns og ólífræns svifaurs var greindur,
sem og styrkur leystra aðal- og snefil-
efna, þar með talið næringarefna. Sam-
sætuhlutföll brennisteins, vetnis og súr-
efnis voru einnig greind.
Öll vatnssýnin voru síuð við söfnun
með 0,2 µm Cellolose Acetate-síum og
Sartorius teflon- síuhaldara. Var vatninu
dælt í gegnum síubúnaðinn með peri-
staltik-dælu. Basavirkni (e. alkalinity)
og pH-gildi vatnsins voru mæld daginn
eftir söfnun með rafskauti og títrun.
Styrkur og samsætuhlutföll leystra
efna voru greind á Jarðvísindastofnun
Háskólans, hjá ALS Scandinavia í Sví-
þjóð, hjá Umeå Marine Science Center í
Svíþjóð og í Stokkhólmsháskóla. Styrkur
aðalefna var greindur með jónaskilju og
spanglóðartæki (ICP-AES) og styrkur
snefilefna á spanglóðartæki með massa-
greini (ICP-MS). Styrkur næringar-
efna var greindur með sjálfvirkum lit-
rófsmæli á Jarðvísindastofnun Háskól-
ans. Uppleyst lífrænt kolefni og kolefni
og köfnunarefni í ögnum voru greind
með frumefnagreini. Samsætuhlutföll
brennisteins, súrefnis og vetnis voru
greind með massagreinum. Magn-
greining svifaurs og heildarstyrks
leystra efna fór fram hjá Vatnamæl-
ingum Orkustofnunar. Frekari lýsingu
á aðferðum er að finna í skýrslu þar
sem gerð er grein fyrir rannsókninni og
niðurstöðum hennar.18
NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNAR-
INNAR OG ÁLYKTANIR
Niðurstöður mælingar og grein-
ingar á sýnum úr Laxá og Geirastaða-
skurði eru í 1. og 2. viðauka og einnig
á 3. til 6. mynd. Vatnshiti í Mývatni og
Laxá var á bilinu 0–16°C þegar söfnun
fór fram (3. mynd). Gildi pH sveiflaðist
yfir árið á sýnatökustöðunum tveimur
og var á bilinu 7,80–9,62 í Laxá en frá
8,08–9,86 í Geirastaðaskurði. Heildar-
styrkur leystra efna (e. TDS, total
dissolved solids) í útfalli Mývatns er
hár miðað við styrk þeirra í íslenskum
stöðuvötnum, svo sem Þingvallavatni og
Elliðavatni.22,23 Heildarstyrkur leystra
efna í Mývatni 1999–2001 var 115–163
mg/l en hefur mælst 60–68 mg/l í
útfalli Þingvallavatns (2007–2017) og
60–91 mg/l neðan útfalls í Elliðavatni
(1997–1999). Orsakir hás efnainnihalds
2. mynd. Sýnatökustaðir í Mývatni og útfalli
þess í rannsóknum frá 1999–2001. Bláu örv-
arnar sýna kalda grunnvatnsstrauma en rauðu
örvarnar volga.3,5 – The location of Lake Mý-
vatn and the sampling spots from the rese-
arch period in 2000–2001. The blue arrows
indicate inflow of cold groundwater and the
red ones inflow of warm groundwater.3,5